Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ríkisforstjóri ákvarðar laun annars ríkisforstjóra

For­stjóri Ís­land­s­pósts er stjórn­ar­formað­ur Isa­via og í starfs­kjara­nefnd fyr­ir­tæk­is­ins sem ger­ir til­lögu um launa­kjör for­stjóra og fram­kvæmda­stjóra dótt­ur­fé­laga þess. Gríð­ar­legt launa­skr­ið hef­ur átt sér stað eft­ir að lög um brott­fall kjara­ráðs tóku gildi og ákvörð­un­ar­vald­ið um laun stjórn­enda var flutt til stjórna.

Ríkisforstjóri ákvarðar laun annars ríkisforstjóra
Ingimundur Sigurpálsson er forstjóri Íslandspósts en Björn Óli Hauksson er forstjóri Isavia. Mynd: Íslandspóstur / Isavia

Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, leikur lykilhlutverk í ákvarðanatöku um launakjör annars ríkisforstjóra í ljósi þess að hann er stjórnarformaður Isavia og einn tveggja í starfskjaranefnd fyrirtækisins. Gríðarlegt launaskrið hefur átt sér stað hjá ríkisforstjórum eftir að ákvörðun launa var flutt frá kjararáði til stjórna fyrirtækjanna.

Ingimundur hefur starfað sem forstjóri Íslandspósts frá árinu 2004 og var skipaður stjórnarformaður Isavia af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra árið 2014. Á tímabilinu 2014 til 2017 hækkuðu forstjóralaun Ingimundar hjá Íslandspósti úr 1.186.320 krónum á mánuði 1.435.941 krónur samkvæmt ákvörðunum kjararáðs. Á sama tíma hækkaði kjararáð launin hjá forstjóra Isavia úr 1.436.937 krónum upp í 1.747.891. Lögin um brottfall kjararáðs tóku svo gildi þann 1. júlí 2017.

Hjá Isavia, þar sem Ingimundur gegnir stjórnarformennsku, er sérstakri starfskjaranefnd falið að undirbúa tillögu til aðalfundar fyrirtækisins um starfskjör stjórnarmanna og viðmið fyrir laun og önnur starfskjör forstjóra sem og framkvæmdastjóra dótturfélaga. Í starfskjaranefndinni sitja einungis Ingimundur sjálfur og Margrét Guðmundsdóttir varaformaður stjórnarinnar. 

Þegar ákvörðunarvald launa færðist til stjórna í stað kjararáðs hækkuðu laun forstjóra Isavia úr 1.747.891 krónum upp í 2.380.000 krónur, eða um 36 prósent. Hjá Íslandspósti hækkuðu forstjóralaunin einnig umtalsvert, úr 1.435.941 krónum upp í 1.795.00 krónur eða um 25 prósent.

Spyrja hvort tilmælin hafi skolast eitthvað til

Ólafur Stephensenframkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sendi stjórnum ríkisfyrirtækja bréf í fyrradag þar sem óskað var eftir því að þær greindu fjármála-og efnahagsráðuneytinu frá því hvernig stjórnarmenn hefðu brugðist við tilmælum frá 2017 um að gæta skyldi varkárni við launaákvarðanir.

Félag atvinnurekenda birtir færslu á Facebook þar sem því er velt upp hvort tilmælin hafi eitthvað skolast til á leiðinni úr ráðuneytinu og til stjórnar Íslandspósts: „Laun forstjórans hækkuðu um 25% á árinu 2017 við það að ákvörðun um laun hans færðist frá kjararáði til stjórnar Íslandspósts. Stjórnin hækkaði sín eigin laun í febrúar 2018 um 18%. Allt þetta gerist á sama tíma og Íslandspóstur stefnir í þrot.“ 

Ráðherrann og aðstoðarmaðurinnBjarni Benediktsson og Svanhildur Hólm Valsdóttir.

Bent er á að varaformaður stjórnar Íslandspósts er Svanhildur Hólm Valsdóttir. aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar. Fréttablaðið greindi nýlega frá því að til ósættis hefði komið um launakjör forstjóra Íslandspósts á stjórnarfundi í janúar 2018 þar sem Ingimundur hefði lagði fram bókun um að hann teldi að afgreiðsla stjórnar á fjárhæð launagreiðslna væri ekki í samræmi við ákvæði ráðningarsamnings. Þann 23. febrúar 2018 lagði svo stjórn Íslandspósts til að laun stjórnarmanna yrðu hækkuð úr 140 þúsund krónum á mánuði í 165 þúsund krónur. Á þessum tíma var þegar orðið ljóst að fyrirtækið glímdi við alvarlegan lausafjárvanda og nokkrum mánuðum síðar fór Íslandspóstur fram á neyðarlán frá ríkinu. 

Eftir því sem Stundin kemst næst er Ingimundur Sigurpálsson eini ríkisforstjórinn sem kemur með jafn afgerandi hætti að ákvarðanatöku um laun annars ríkisforstjóra. Samkvæmt tilmælunum frá 2017 ber stjórnum að sýna varkárni við launaákvarðanir og gæta þess að „laun séu hækkuð með reglubundnum hætti til samræmis við almenna launaþróun“. Talsvert launaskrið hefur átt sér stað undanfarin ár og má leiða að því rök að forstjóri eins ríkisfyrirtækis hafi óbeina hagsmuni af því að forstjóri þess næsta hækki duglega í launum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjaramál

Stefán Ólafsson um nýja kjarasamninga: „það er veðmál í þessu“
Fréttir

Stefán Ólafs­son um nýja kjara­samn­inga: „það er veð­mál í þessu“

Í sextánda þætti Pressu mættu Anna Hrefna Ingi­mund­ar­dótt­ir, að­stoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, og Stefán Ólafs­son, sér­fræð­ing­ur hjá Efl­ingu – stétt­ar­fé­lagi, til þess að ræða nýju kjara­samn­ing­anna. Í við­tal­inu við­ur­kenndi Stefán að samn­ing­ur­inn væri í raun nokk­urs kon­ar veð­mál, þar sem von­ir væru bundn­ar við hjöðn­un verð­bólgu til þess að skila launa­fólki ásætt­an­leg­um kjara­bót­um.
Samtök atvinnulífsins kjósa um verkbann á félagsmenn VR
FréttirKjaramál

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins kjósa um verk­bann á fé­lags­menn VR

Stjórn Sam­taka at­vinnu­lífs­ins hef­ur sam­þykkt ein­róma að halda at­kvæða­greiðslu um hugs­an­legt verk­bann á fé­lags­menn VR. Í til­kynn­ingu frá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins sem birt­ist fyr­ir skömmu seg­ir að verði verk­bann­ið sam­þykkt mun það ná til alls skrif­stofu­fólks með að­ild að VR. Um er ræða við­bragð við verk­falls­að­gerð­um sem VR hef­ur boð­að með­al starfs­manna í farg­þega- og hleðslu­þjón­ustu hjá Icelanda­ir
Ókeypis skólamáltíðir í Reykjavík munu kosta 1,7 milljarð króna á ári
FréttirKjaramál

Ókeyp­is skóla­mál­tíð­ir í Reykja­vík munu kosta 1,7 millj­arð króna á ári

Eitt um­fangs­mesta verk­efn­ið sem fólg­ið er í að­gerðapakka rík­is­ins og sveit­ar­fé­laga til að liðka fyr­ir gerð kjara­samn­inga, er að tryggja gjald­frjáls­ar skóla­mál­tíð­ir í grunn­skól­um. Tals­mað­ur Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga seg­ir að öll börn, óháð því hvort þau voru skráð í mat fyr­ir breyt­ing­arn­ar muni fá frí­ar skóla­mál­tíð­ir. Ekki ligg­ur fyr­ir hvernig verk­efn­ið verð­ur út­fært í skól­um sem hafa út­vistað mat­ar­þjón­ustu sinni.
Samninganefnd VR samþykkir atkvæðagreiðslu um verkfall
FréttirKjaramál

Samn­inga­nefnd VR sam­þykk­ir at­kvæða­greiðslu um verk­fall

Samn­inga­nefnd VR sam­þykkti í gær að halda at­kvæða­greiðslu um verk­föll með­al flug­vall­ar­starfs­manna sem starfa á Kefla­vík­ur­flug­velli. Um er að ræða um 150 starfs­menn sem starfa all­ir fyr­ir Icelanda­ir og sinna með­al ann­ars inn­rit­un, tösku­mót­töku, brott­för­um og þjón­ustu vegna týnds far­ang­urs. At­kvæða­greiðsl­an fer fram á mánu­dag­inn eft­ir helgi og verði vinnu­stöðv­un sam­þykkt er gert ráð fyr­ir að verk­föll hefj­ist 22. mars.
Tæplega helmingur launafólks á í fjárhagslegum erfiðleikum
FréttirKjaramál

Tæp­lega helm­ing­ur launa­fólks á í fjár­hags­leg­um erf­ið­leik­um

Sam­kvæmt nýrri könn­un Vörðu – Rann­sókn­ar­stofn­un­ar vinnu­mark­að­ar­ins á 40 pró­sent launa­fólks erfitt með að ná end­um sam­an. Skýrsl­an, sem kynnt var á fundi í Þjóð­menn­ing­ar­hús­inu í dag, leið­ir ljós að kjör til­tek­inna hópa sam­fé­lags­ins hafi versn­að um­tals­vert milli ára. Tæp­lega fjórð­ung­ur ein­hleypra for­eldra býr við efn­is­leg­an skort og fjár­hags­staða kvenna er verri en á karla á öll­um heild­ar­mæli­kvörð­um rann­sókn­ar­inn­ar. Þá mæl­ist staða inn­flytj­enda verri í sam­an­burði við inn­fædda Ís­lend­inga fjórða ár­ið í röð.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár