Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ágúst Ólafur ekki á leið á þing í dag

Ein­ar Kára­son kem­ur inn sem vara­mað­ur. Ekki ljóst hversu lengi Ein­ar mun sitja á þingi en þó aldrei minna en viku. Ekki næst í Ág­úst Ólaf.

Ágúst Ólafur ekki á leið á þing í dag
Leyfið lengist Ágúst Ólafur boðaði að hann myndi taka sér tveggja mánaða launalaust leyfi frá þingstörfum 7. desember síðastliðinn. Ljóst er að það leyfi mun eitthvað lengjast. Mynd: Pressphotos

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, mun ekki snúa til baka á Alþingi í dag hvað sem síðar verður. Ágúst tók sér ólaunað leyfi 7. desember síðastliðinn til tveggja mánaða, eftir að hafa fengið áminningu frá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar. Áminningin laut að ósæmilegri hegðun Ágústar í garð blaðakonu, Báru Huldu Beck, sem hann hitti og átti samskipti við í byrjun síðasta sumars í miðborg Reykjavíkur.

Ágúst greindi frá áminningunni og ákvörðun sinni um að taka sér tveggja mánaða ólaunað leyfi í færslu á Facebook á sínum tíma. Í hans stað tók sæti á Alþingi fyrsti varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík suður,  Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, og sat hún þar til í dag á þingi þegar hún sneri aftur til starfa sem framkvæmdastjóri Almannaróms, miðstöðvar um máltækni.

Inn á þing í dag kemur annar varamaður Samfylkingarinnar í kjördæminu, Einar Kárason rithöfundur. Einar sagði í samtali við Stundina að það væri ekki að fullu ráðið hversu lengi hann myndi sitja á þingi en talað hefði verið um eina viku til að byrja með, en vika er sá lágmarkstími sem þarf til svo leyfilegt sé að kalla varaþingmann inn. Stundin reyndi að ná í Ágúst Ólaf vegna þessa án árángurs.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár