Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ágúst Ólafur ekki á leið á þing í dag

Ein­ar Kára­son kem­ur inn sem vara­mað­ur. Ekki ljóst hversu lengi Ein­ar mun sitja á þingi en þó aldrei minna en viku. Ekki næst í Ág­úst Ólaf.

Ágúst Ólafur ekki á leið á þing í dag
Leyfið lengist Ágúst Ólafur boðaði að hann myndi taka sér tveggja mánaða launalaust leyfi frá þingstörfum 7. desember síðastliðinn. Ljóst er að það leyfi mun eitthvað lengjast. Mynd: Pressphotos

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, mun ekki snúa til baka á Alþingi í dag hvað sem síðar verður. Ágúst tók sér ólaunað leyfi 7. desember síðastliðinn til tveggja mánaða, eftir að hafa fengið áminningu frá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar. Áminningin laut að ósæmilegri hegðun Ágústar í garð blaðakonu, Báru Huldu Beck, sem hann hitti og átti samskipti við í byrjun síðasta sumars í miðborg Reykjavíkur.

Ágúst greindi frá áminningunni og ákvörðun sinni um að taka sér tveggja mánaða ólaunað leyfi í færslu á Facebook á sínum tíma. Í hans stað tók sæti á Alþingi fyrsti varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík suður,  Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, og sat hún þar til í dag á þingi þegar hún sneri aftur til starfa sem framkvæmdastjóri Almannaróms, miðstöðvar um máltækni.

Inn á þing í dag kemur annar varamaður Samfylkingarinnar í kjördæminu, Einar Kárason rithöfundur. Einar sagði í samtali við Stundina að það væri ekki að fullu ráðið hversu lengi hann myndi sitja á þingi en talað hefði verið um eina viku til að byrja með, en vika er sá lágmarkstími sem þarf til svo leyfilegt sé að kalla varaþingmann inn. Stundin reyndi að ná í Ágúst Ólaf vegna þessa án árángurs.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár