Ágúst Ólafur ekki á leið á þing í dag

Ein­ar Kára­son kem­ur inn sem vara­mað­ur. Ekki ljóst hversu lengi Ein­ar mun sitja á þingi en þó aldrei minna en viku. Ekki næst í Ág­úst Ólaf.

Ágúst Ólafur ekki á leið á þing í dag
Leyfið lengist Ágúst Ólafur boðaði að hann myndi taka sér tveggja mánaða launalaust leyfi frá þingstörfum 7. desember síðastliðinn. Ljóst er að það leyfi mun eitthvað lengjast. Mynd: Pressphotos

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, mun ekki snúa til baka á Alþingi í dag hvað sem síðar verður. Ágúst tók sér ólaunað leyfi 7. desember síðastliðinn til tveggja mánaða, eftir að hafa fengið áminningu frá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar. Áminningin laut að ósæmilegri hegðun Ágústar í garð blaðakonu, Báru Huldu Beck, sem hann hitti og átti samskipti við í byrjun síðasta sumars í miðborg Reykjavíkur.

Ágúst greindi frá áminningunni og ákvörðun sinni um að taka sér tveggja mánaða ólaunað leyfi í færslu á Facebook á sínum tíma. Í hans stað tók sæti á Alþingi fyrsti varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík suður,  Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, og sat hún þar til í dag á þingi þegar hún sneri aftur til starfa sem framkvæmdastjóri Almannaróms, miðstöðvar um máltækni.

Inn á þing í dag kemur annar varamaður Samfylkingarinnar í kjördæminu, Einar Kárason rithöfundur. Einar sagði í samtali við Stundina að það væri ekki að fullu ráðið hversu lengi hann myndi sitja á þingi en talað hefði verið um eina viku til að byrja með, en vika er sá lágmarkstími sem þarf til svo leyfilegt sé að kalla varaþingmann inn. Stundin reyndi að ná í Ágúst Ólaf vegna þessa án árángurs.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár