Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ágúst Ólafur ekki á leið á þing í dag

Ein­ar Kára­son kem­ur inn sem vara­mað­ur. Ekki ljóst hversu lengi Ein­ar mun sitja á þingi en þó aldrei minna en viku. Ekki næst í Ág­úst Ólaf.

Ágúst Ólafur ekki á leið á þing í dag
Leyfið lengist Ágúst Ólafur boðaði að hann myndi taka sér tveggja mánaða launalaust leyfi frá þingstörfum 7. desember síðastliðinn. Ljóst er að það leyfi mun eitthvað lengjast. Mynd: Pressphotos

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, mun ekki snúa til baka á Alþingi í dag hvað sem síðar verður. Ágúst tók sér ólaunað leyfi 7. desember síðastliðinn til tveggja mánaða, eftir að hafa fengið áminningu frá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar. Áminningin laut að ósæmilegri hegðun Ágústar í garð blaðakonu, Báru Huldu Beck, sem hann hitti og átti samskipti við í byrjun síðasta sumars í miðborg Reykjavíkur.

Ágúst greindi frá áminningunni og ákvörðun sinni um að taka sér tveggja mánaða ólaunað leyfi í færslu á Facebook á sínum tíma. Í hans stað tók sæti á Alþingi fyrsti varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík suður,  Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, og sat hún þar til í dag á þingi þegar hún sneri aftur til starfa sem framkvæmdastjóri Almannaróms, miðstöðvar um máltækni.

Inn á þing í dag kemur annar varamaður Samfylkingarinnar í kjördæminu, Einar Kárason rithöfundur. Einar sagði í samtali við Stundina að það væri ekki að fullu ráðið hversu lengi hann myndi sitja á þingi en talað hefði verið um eina viku til að byrja með, en vika er sá lágmarkstími sem þarf til svo leyfilegt sé að kalla varaþingmann inn. Stundin reyndi að ná í Ágúst Ólaf vegna þessa án árángurs.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár