Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ágúst Ólafur ekki á leið á þing í dag

Ein­ar Kára­son kem­ur inn sem vara­mað­ur. Ekki ljóst hversu lengi Ein­ar mun sitja á þingi en þó aldrei minna en viku. Ekki næst í Ág­úst Ólaf.

Ágúst Ólafur ekki á leið á þing í dag
Leyfið lengist Ágúst Ólafur boðaði að hann myndi taka sér tveggja mánaða launalaust leyfi frá þingstörfum 7. desember síðastliðinn. Ljóst er að það leyfi mun eitthvað lengjast. Mynd: Pressphotos

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, mun ekki snúa til baka á Alþingi í dag hvað sem síðar verður. Ágúst tók sér ólaunað leyfi 7. desember síðastliðinn til tveggja mánaða, eftir að hafa fengið áminningu frá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar. Áminningin laut að ósæmilegri hegðun Ágústar í garð blaðakonu, Báru Huldu Beck, sem hann hitti og átti samskipti við í byrjun síðasta sumars í miðborg Reykjavíkur.

Ágúst greindi frá áminningunni og ákvörðun sinni um að taka sér tveggja mánaða ólaunað leyfi í færslu á Facebook á sínum tíma. Í hans stað tók sæti á Alþingi fyrsti varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík suður,  Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, og sat hún þar til í dag á þingi þegar hún sneri aftur til starfa sem framkvæmdastjóri Almannaróms, miðstöðvar um máltækni.

Inn á þing í dag kemur annar varamaður Samfylkingarinnar í kjördæminu, Einar Kárason rithöfundur. Einar sagði í samtali við Stundina að það væri ekki að fullu ráðið hversu lengi hann myndi sitja á þingi en talað hefði verið um eina viku til að byrja með, en vika er sá lágmarkstími sem þarf til svo leyfilegt sé að kalla varaþingmann inn. Stundin reyndi að ná í Ágúst Ólaf vegna þessa án árángurs.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
2
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár