Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Jón Baldvin segir dóttur sína bera ábyrgð á sögum allra kvennanna

Jón Bald­vin Hanni­bals­son seg­ir ásak­an­ir kvenna um kyn­ferð­is­lega áreitni vera upp­spuna eða skrum­skæl­ingu á veru­leik­an­um. Hann seg­ir rang­lega að sög­urn­ar séu all­ar komn­ar frá ætt­ingj­um eða nán­um vin­um dótt­ur sinn­ar. Sex kon­ur hafa stig­ið fram í Stund­inni, auk þess sem enn fleiri hafa deilt sög­um sín­um í MeT­oo hópi á Face­book.

Jón Baldvin segir dóttur sína bera ábyrgð á sögum allra kvennanna
Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndís Schram Mynd: MBL

Jón Baldvin Hannibalsson segir frásagnir um kynferðislega áreitni hans vera hreinan uppspuna og skrumskælingu á veruleikanum. Segir hann að allar sögurnar eigi uppruna sinn hjá dóttur sinni og slíkt „fjölskylduböl“ verði hvorki útkljáð fyrir dómstólum né í fjölmiðlum. Þetta kemur fram í bréfi hans sem birt var í Fréttablaðinu í dag.

Í greininni segir Jón Baldvin að það muni bíða betri tíma að greina frá sannleikanum í þessu máli. „Meginástæðan er sú, að sögurberar eru ýmist í nánum fjölskyldutengslum við okkur Bryndísi eða nánir vinir elstu dóttur okkar,“ skrifar hann. „Við Bryndís erum sammála um, að fjölskylduböl af þessu tagi – því að það er það – verði ekki útkljáð í réttarsal, né heldur til lykta leitt í fjölmiðlum.“

Jón Baldvin skrifar í framhaldinu um deilur sínar við dóttur sína, Aldísi Schram, sem hann kallar „fjölskyldurharmleik“. Segir hann ranglega að allar sögurnar séu komnar frá ættingjum eða nánum vinum Aldísar.

Í blaði Stundarinnar sem kom út á föstudag lýstu fjórar konur kynferðislegri áreitni af hendi Jóns Baldvins. Nýjasta atvikið var á heimili Jóns Baldvins og Bryndísar Schram, eiginkonu hans, á Spáni. Það elsta varðar meinta áreitni hans gagnvart tveimur 13 og 14 ára nemendum sínum þegar hann var kennari í Hagaskóla. Framburður þeirra er staðfestur af þriðja nemenda.

Umfjöllunina í heild má lesa í tölublaðinu. Þá steig mágkona hans einnig fram í viðtali við Stundina og sagði frá meintri áreitni hans, auk þess sem nemendur við Menntaskólann á Ísafirði lýstu atviki þegar hann var skólameistari þar.

„En eins og áður sagði, munum við Bryndís hvorki lögsækja veika dóttur okkar né þær frændsystur Bryndísar, sem hlut eiga að máli,“ skrifar Jón Baldvin. „Fremur kjósum við að láta þetta yfir okkur ganga; og bera harm okkar í hljóði að sinni.“

Þá beinir hann spjótum sínum að Völu Pálsdóttur, formanni Landssambands sjálfstæðiskvenna, og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formanni Samfylkingarinnar, sem báðar hafa tjáð sig um málið. „Það hefur ekki þótt vera neinum til vegsauka með okkar þjóð hingað til að sparka í liggjandi fólk,“ skrifar hann. „Og að því er varðar mína pólitísku arfleifð uni ég því vel að vera að lokum dæmdur af verkum mínum.“

Grein Jóns Baldvins í heild sinni má lesa hér að neðan.

Án dóms og laga

Yfirlýsing af gefnu tilefni

Að undanförnu hefur mátt lesa í hefðbundnum fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum sögur nafngreindra kvenna um vítaverða hegðun undirritaðs gagnvart kvenþjóðinni, jafnvel hálfa öld aftur í tímann.

*Þessar sögur eiga það meðal annars sameiginlegt að vera ýmist hreinn uppspuni eða þvílík skrumskæling á veruleikanum, að sannleikurinn er óþekkjanlegur. Sannleikurinn er því nú þegar fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti. Það bíður síns tíma að leiðrétta það, m.a. af eftirfarandi ástæðum:

*Meginástæðan er sú, að sögurberar eru ýmist í nánum fjölskyldutengslum við okkur Bryndísi eða nánir vinir elstu dóttur okkar. Við Bryndís erum sammála um, að fjölskylduböl af þessu tagi – því að það er það – verði ekki útkljáð í réttarsal, né heldur til lykta leitt í fjölmiðlum. Við stefnum dóttur okkar ekki fyrir  dóm – lái okkur hver sem vill.

*En hver er þá okkar ábyrgð á fjölskyldubölinu, sem mér er svo tíðrætt um? Ætlum við að skella allri skuld af ógæfu fjölskyldunnar á aðra? Er þetta virkilega allt öðrum að kenna? Því fer fjarri. Sjálfur ber ég þunga sök af því að hafa valdið langvarandi ósætti innan fjölskyldu Bryndísar. Bréfaskipti mín við Guðrúnu Harðardóttur, systurdóttur Bryndísar, þegar hún var 17 ára, voru hvort tveggja með öllu óviðeigandi og ámælisverð. Á því hef ég beðist margfaldlega afsökunar, bæði Guðrúnu sjálfa og fjölskyldu hennar, sem og opinberlega. Ég hef leitað eftir fyrirgefningu, en án árangurs. Á þessu máli ber ég einn ábyrgð – og enginn annar. 

*Seinni tíma ásakanir um áreitni við Guðrúnu á barnsaldri eru hins vegar tilhæfulausar með öllu. Það mál var rannsakað í tvígang af lögreglu og saksóknara, m.a. með yfirheyrslum og vitnaleiðslum, og vísað frá í bæði skiptin, enda varð vitnum við komið. Öll gögn, sem máli skipta, liggja fyrir og eru öllum aðgengileg, m.a. á heimasíðu minni (www.jbh.is). 

*Hvers vegna er elstu dóttur okkar svo mjög í nöp við foreldra sína, eins og raun ber vitni? Hversu margar eru þær fjölskyldur í okkar litla samfélagi, sem eiga um sárt að binda vegna geðrænna vandamála einhvers í fjölskyldunni? Hversu algengt er það ekki, að reiði og hatur, sem af hlýst, beinist fyrst og fremst að nánustu aðstandendum? Þetta er kjarni málsins. Eftir að hafa oftar en einu sinni orðið við ákalli geðlækna um nauðungarvistun elstu dóttur okkar á geðdeild,  snerist vinarþel og ástúð dóttur til föður að lokum í hatur, sem engu eirir, eins og frásagnir hennar bera vott um. Nauðungarvistun er síðasta neyðarúrræði geðlæknis. Á þessum tíma þurfti að lögum heimild náins aðstandanda til að beita þessu neyðarúrræði. Dóttir okkar treysti mér einum til þess og lét bóka það. Þeir sem halda því fram, að einhver svokallaður „valdamaður“ geti sigað lögreglu á varnarlausa einstaklinga að geðþótta, vita ekki hvað þeir eru að tala um. Sem betur fer hefur þessari kvöð nú verið létt af aðstandendum. 

*Allar tilraunir til sátta, einnig með milligöngu sálusorgara og sérfræðinga, hafa engan árangur borið. Þetta er nógu sár lífsreynsla fyrir alla, sem hlut eiga að máli, þótt ekki bætist við, að fjölmiðlar vilji velta sér upp úr ógæfu annarra með því að lepja upp einhliða og óstaðfestan óhróður, að óathuguðu máli. Það er satt að segja hreinn níðingsskapur að færa sér í nyt fjölskylduharmleik eins og þann, sem við höfum mátt búa við í áratugi, til þess að ræna fólk mannorðinu, í skjóli þess að vörnum verði vart við komið. Það verður hvorki réttlætt með sannleiksást né réttlætiskennd. Það er ekki rannsóknarblaðamennska. Það er sorp-blaðamennska.

*Hvað er þá til ráða til að hnekkja ósönnum og ærumeiðandi aðdróttunum í fjölmiðlum? Varðar það ekki við lög að bera ósannar sakir á aðra? Hingað til hefur það talist vera svo. Og til þess eru dómstólar í réttarríki að leiða sannleikann í ljós – útkljá málin. En eins og áður sagði, munum við Bryndís hvorki lögsækja veika dóttur okkar né þær frændsystur Bryndísar, sem hlut eiga að máli. Fremur kjósum við að láta þetta yfir okkur ganga; og bera harm okkar í hljóði að sinni.

*Ég vil líka taka það fram, að ómerkilegan pólitískan skæting, hvort heldur hann er framreiddur af formanni Sambands sjálfstæðiskvenna eða af fyrrverandi formanni Samfylkingarinnar, virðum við ekki svars. Það hefur ekki þótt vera neinum til vegsauka með okkar þjóð hingað til að sparka í liggjandi fólk.  Og að því er varðar mína pólitísku arfleifð uni ég því vel að vera að lokum dæmdur af verkum mínum. 

*Fyrst í stað fannst mér, að ég gæti með engu móti setið þegjandi undir öllum þessum  ásökunum, ásamt persónuníðinu, sem flæðir yfir alla bakka á svokölluðum samfélagsmiðlum. Við nánari íhugun er niðurstaðan samt sú, að í þessu eitraða andrúmslofti, þar sem ósannar fullyrðingar og níð hafa fengið að grassera athugasemdalaust dögum saman, sé það til lítils annars en að skemmta skrattanum. Ekki vegna þess að þögn sé sama og samþykki; heldur vegna hins, að málflutningur sem byggir á staðreyndum, mun engin áhrif hafa á óvildarmenn mína. Við treystum því hins vegar, að það fólk, sem þekkir okkur Bryndísi persónulega af eigin reynslu, sjái í gegnum moldviðrið.   

*Að öllu þessu virtu, er það niðurstaða okkar Bryndísar, að sálarheill okkar umsetnu fjölskyldu eigi að hafa forgang, umfram réttarhöld í kastljósi fjölmiðla, að svo stöddu. Heildstæð greinargerð, þar sem öllum framkomnum sakargiftum verði gerð verðug skil, verður því að bíða betri tíma.

Því er ekki að neita, að mál af þessu tagi vekja upp ýmsara áleitnar spurningar, sem eru ekki á sviði einkamála, heldur varða almannaheill. Getum við ekki lengur treyst því, að  hver maður teljist saklaus, uns hann hefur verið sekur fundinn fyrir dómi? Skal hann samt teljast sekur samkvæmt dómstóli fjölmiðla, þótt sýknaður hafi verið af réttum yfirvöldum að rannsókn lokinni? Þetta er sjálfur tilvistarvandi okkar brothætta réttarríkis. Á því berum við öll ábyrgð.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Metoo

Brotaþolinn tekur skellinn
LífiðMetoo

Brota­þol­inn tek­ur skell­inn

Kon­ur eru í mikl­um meiri­hluta þeirra sem verða fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni karl­kyns yf­ir­manns á vinnu­stöð­um. Drífa Snæ­dal, talskona Stíga­móta, seg­ir að slík áreitni geti orð­ið til þess að kon­ur upp­lifi jafn­vel skömm og sum­ar hrökklast úr starfi þeg­ar ástand­ið er orð­ið óbæri­legt. Þetta of­beldi get­ur haft áhrif á sjálfs­mynd og sjálfs­traust við­kom­andi konu og and­lega líð­an.
Grátt uppgjör blaðakonu við MeToo: „Blaðamenn eru ekki aktívistar“
MenningMetoo

Grátt upp­gjör blaða­konu við MeT­oo: „Blaða­menn eru ekki aktív­ist­ar“

Sænska blaða­kon­an Åsa Lind­er­borg hef­ur skrif­að bók þar sem hún ger­ir upp Met­oo-um­ræð­una í Sví­þjóð með gagn­rýn­um hætti. Lind­er­borg var í mót­sagna­kenndri stöðu í Met­oo-um­ræð­unni þar sem hún hef­ur bæði gagn­rýnt hana og líka ver­ið gagn­rýnd fyr­ir að hafa vald­ið sjálfs­morði leik­hús­stjór­ans Benny Fredrik­son með skrif­um sín­um um hann.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár