Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum

Í skýrslu frá Hag­fræði­stofn­un Há­skóla Ís­lands er því velt upp hvort Ís­lend­ing­ar ættu að setja hryðju­verka­lög vegna hætt­unn­ar á hryðju­verk­um um­hverf­is­vernd­arsinna.

Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum

Íslandi stafar líklega ógn af samtökum sem fremja hryðjuverk í nafni náttúruverndar. Þessu er haldið fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða sem unnin var fyrir atvinnuvegaráðuneytið.

Aðalhöfundur skýrslunnar er Oddgeir Á. Ottesen, hagfræðingur og fyrrverandi þingframbjóðandi og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Suðurkjördæmi. 

Skýrsluhöfundur segir hryðjuverkaógnina ekki vera „af þeirri stærðargráðu að Íslendingar eigi að hætta að veiða hvali“. Þá verði að huga að því að fleiri kröfur geti komið frá hryðjuverkamönnunum ef þeim finnist þeir hafa náð árangri.

„Benda má á að mörg lönd í heiminum hafa sett sérstök lög til að vinna gegn uppgangi hryðjuverkasamtaka. Ef til vill er tilefni til slíkrar lagasetningar á Íslandi,“ segir í skýrslunni

Bent er á að samtökin Sea Shepherd hafa látið til sín taka víða um heim allt frá 1977 og núverandi leiðtogi samtakanna, Paul Watson, er eftirlýstur af Alþjóðalögreglunni fyrir innbrot, eignaspjöll, ofbeldi og fleira. 

Eins og frægt er sökktu félagar í samtökunum Sea Shepherd tveimur bátum Hvals hf. í Reykjavíkurhöfn árið 1986 í mótmælaskyni gegn hvalveiðum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
5
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár