Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum

Í skýrslu frá Hag­fræði­stofn­un Há­skóla Ís­lands er því velt upp hvort Ís­lend­ing­ar ættu að setja hryðju­verka­lög vegna hætt­unn­ar á hryðju­verk­um um­hverf­is­vernd­arsinna.

Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum

Íslandi stafar líklega ógn af samtökum sem fremja hryðjuverk í nafni náttúruverndar. Þessu er haldið fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða sem unnin var fyrir atvinnuvegaráðuneytið.

Aðalhöfundur skýrslunnar er Oddgeir Á. Ottesen, hagfræðingur og fyrrverandi þingframbjóðandi og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Suðurkjördæmi. 

Skýrsluhöfundur segir hryðjuverkaógnina ekki vera „af þeirri stærðargráðu að Íslendingar eigi að hætta að veiða hvali“. Þá verði að huga að því að fleiri kröfur geti komið frá hryðjuverkamönnunum ef þeim finnist þeir hafa náð árangri.

„Benda má á að mörg lönd í heiminum hafa sett sérstök lög til að vinna gegn uppgangi hryðjuverkasamtaka. Ef til vill er tilefni til slíkrar lagasetningar á Íslandi,“ segir í skýrslunni

Bent er á að samtökin Sea Shepherd hafa látið til sín taka víða um heim allt frá 1977 og núverandi leiðtogi samtakanna, Paul Watson, er eftirlýstur af Alþjóðalögreglunni fyrir innbrot, eignaspjöll, ofbeldi og fleira. 

Eins og frægt er sökktu félagar í samtökunum Sea Shepherd tveimur bátum Hvals hf. í Reykjavíkurhöfn árið 1986 í mótmælaskyni gegn hvalveiðum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár