Lýður Guðmundsson, fjárfestir og stofnandi breska matvælafyrirtækisins Bakkavarar Group, gerði í fyrra upp 250 milljóna króna lán sem eignarhaldsfélag hans fékk frá Kviku banka árið 2015. Þetta kemur fram í þinglýstu skjali, aflýsingarvottorði, frá því í febrúar í fyrra.
Eignirnar fluttar yfir í nýtt félag
Fjárfestirinn, sem var leiðandi hluthafi í Exista fyrir hrunið 2008, veðsetti einbýlishús á Starhaga og sumarbústað á Suðurlandi með 250 milljóna króna tryggingabréfi frá Kviku á sínum tíma. Þessar eignir voru inni í eignarhaldsfélagi hans, GT 1 ehf., sem Lýður á í gegnum erlendan sjóð sem heitir GT One Trust, sem engar heimildir eru til um í opinberum skjölum á Íslandi. Þessar eignir eru nú veðbandalausar sem þýðir að Lýður Guðmundsson á þær skuldlausar í gegnum umræddan sjóð.
Í aðdraganda þess að umræddu láni frá Kviku var aflýst af fasteignunum voru þessar tvær fasteignir fluttar …
Athugasemdir