Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Róbert greiddi rúmar 170 milljónir upp í 2,8 milljarða skuldir við Landsbankann

Fjár­fest­ir­inn Ró­bert Wessman gerði skulda­upp­gjör við Lands­banka Ís­lands ár­ið 2014. Greiddi rúm­lega 6 pró­sent skulda eign­ar­halds­fé­lags síns við bank­ann með pen­ing­um. Ró­bert hef­ur efn­ast á liðn­um ár­um og keypti sér með­al ann­ars 3 millj­arða króna íbúð í New York fyr­ir tveim­ur ár­um.

Róbert greiddi rúmar 170 milljónir upp í 2,8 milljarða skuldir við Landsbankann
Gerði annan samning við Landsbankann Róbert Wessman fjárfestir gerði samning við Landsbanka Íslands sem fól í sér greiðslu rúmlega 170 mlljóna króna upp í 2.8 milljarða skuld eignarhaldsfélags í hans eigu.

Fjárfestirinn Róbert Wessmann, forstjóri samheitalyfjafyrirtækisins Alvogen, greiddi skilanefnd Landsbanka Íslands rúmlega 170 milljónir íslenskra króna til að kaupa til baka tæplega 2,8 milljarða króna skuldir eignarhaldsfélags sem hann átti. Þetta gerðist í maí árið 2014 og kemur fram í undirrituðum samningi á milli eignarhaldsfélags í lágskattaríkinu Möltu, Alvogen Trading Limited, og skilanefndar Landsbanka Íslands. Landsbanki Íslands leysti einnig til sín eitthvað af eignum félagsins, samkvæmt svari frá talsmanni Róberts, en það stundaði fasteignaviðskipti á Spáni, Brasilíu og í Litháen. 

Þetta þýðir að Róbert greiddi Landsbanka Íslands einungis rúmlega 6 prósent af upphaflegri lánsfjárhæð í peningum. Eftirstöðvar krafna, þegar búið var að gera ráð fyrir peningagreiðslunni og virði yfirtekna eigna, á hendur félagi Róberts voru svo afskrifaðar í bókum Landsbanka Íslands þar sem fullt verð fékkst ekki fyrir þær. Með samningnum við Landsbanka Íslands fylgir yfirlýsing, undirrituð af Róberti Wessman, þar sem hann segist ekki eiga aðrar eignir en þær sem …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu