Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Róbert greiddi rúmar 170 milljónir upp í 2,8 milljarða skuldir við Landsbankann

Fjár­fest­ir­inn Ró­bert Wessman gerði skulda­upp­gjör við Lands­banka Ís­lands ár­ið 2014. Greiddi rúm­lega 6 pró­sent skulda eign­ar­halds­fé­lags síns við bank­ann með pen­ing­um. Ró­bert hef­ur efn­ast á liðn­um ár­um og keypti sér með­al ann­ars 3 millj­arða króna íbúð í New York fyr­ir tveim­ur ár­um.

Róbert greiddi rúmar 170 milljónir upp í 2,8 milljarða skuldir við Landsbankann
Gerði annan samning við Landsbankann Róbert Wessman fjárfestir gerði samning við Landsbanka Íslands sem fól í sér greiðslu rúmlega 170 mlljóna króna upp í 2.8 milljarða skuld eignarhaldsfélags í hans eigu.

Fjárfestirinn Róbert Wessmann, forstjóri samheitalyfjafyrirtækisins Alvogen, greiddi skilanefnd Landsbanka Íslands rúmlega 170 milljónir íslenskra króna til að kaupa til baka tæplega 2,8 milljarða króna skuldir eignarhaldsfélags sem hann átti. Þetta gerðist í maí árið 2014 og kemur fram í undirrituðum samningi á milli eignarhaldsfélags í lágskattaríkinu Möltu, Alvogen Trading Limited, og skilanefndar Landsbanka Íslands. Landsbanki Íslands leysti einnig til sín eitthvað af eignum félagsins, samkvæmt svari frá talsmanni Róberts, en það stundaði fasteignaviðskipti á Spáni, Brasilíu og í Litháen. 

Þetta þýðir að Róbert greiddi Landsbanka Íslands einungis rúmlega 6 prósent af upphaflegri lánsfjárhæð í peningum. Eftirstöðvar krafna, þegar búið var að gera ráð fyrir peningagreiðslunni og virði yfirtekna eigna, á hendur félagi Róberts voru svo afskrifaðar í bókum Landsbanka Íslands þar sem fullt verð fékkst ekki fyrir þær. Með samningnum við Landsbanka Íslands fylgir yfirlýsing, undirrituð af Róberti Wessman, þar sem hann segist ekki eiga aðrar eignir en þær sem …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár