Fjárfestirinn Róbert Wessmann, forstjóri samheitalyfjafyrirtækisins Alvogen, greiddi skilanefnd Landsbanka Íslands rúmlega 170 milljónir íslenskra króna til að kaupa til baka tæplega 2,8 milljarða króna skuldir eignarhaldsfélags sem hann átti. Þetta gerðist í maí árið 2014 og kemur fram í undirrituðum samningi á milli eignarhaldsfélags í lágskattaríkinu Möltu, Alvogen Trading Limited, og skilanefndar Landsbanka Íslands. Landsbanki Íslands leysti einnig til sín eitthvað af eignum félagsins, samkvæmt svari frá talsmanni Róberts, en það stundaði fasteignaviðskipti á Spáni, Brasilíu og í Litháen.
Þetta þýðir að Róbert greiddi Landsbanka Íslands einungis rúmlega 6 prósent af upphaflegri lánsfjárhæð í peningum. Eftirstöðvar krafna, þegar búið var að gera ráð fyrir peningagreiðslunni og virði yfirtekna eigna, á hendur félagi Róberts voru svo afskrifaðar í bókum Landsbanka Íslands þar sem fullt verð fékkst ekki fyrir þær. Með samningnum við Landsbanka Íslands fylgir yfirlýsing, undirrituð af Róberti Wessman, þar sem hann segist ekki eiga aðrar eignir en þær sem …
Athugasemdir