Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sögðu ríkisendurskoðanda frá fjármálum Flokks fólksins

Karl Gauti Hjalta­son og Ólaf­ur Ís­leifs­son, þing­menn­irn­ir sem voru rekn­ir úr Flokki fólks­ins eft­ir Klaust­urs­mál­ið, lýstu áhyggj­um sín­um hjá rík­is­end­ur­skoð­anda vegna fjár­mála flokks­ins. Inga Sæ­land seg­ir þá hefnigjarna.

Sögðu ríkisendurskoðanda frá fjármálum Flokks fólksins

Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, þingmennirnir sem voru reknir úr Flokki fólksins vegna Klaustursmálsins, lýstu áhyggjum af fjármálum flokksins hjá ríkisendurskoðanda síðasta haust. Gagnrýna þeir formann flokksins, Ingu Sæland, fyrir að fara sjálf með fjármálin.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Segja þingmennirnir að ekki sé forsvaranlegt að formaður stjórnmálaflokks fari með fjármál eigin flokks. Óeðlilegt hafi einnig verið þegar Inga var gjaldkeri flokksins, samhliða formennsku, og með prókúru.

„Ég lét uppi við formanninn það sjónarmið að ég teldi ekki rétt að fjármál flokksins væru í höndum kjörinna fulltrúa,“ segir Ólafur Ísleifsson. „Þetta gerðum við strax báðir snemma í nóvember árið 2017 á þingflokksfundi, skömmu eftir að við vorum kjörin á þing.“

Þá segir Ólafur þá félaga hafa gert athugasemdir við ráðningu sonar Ingu sem starfsmanns á skrifstofu flokksins. „Eftirlit með fjárreiðum stjórnmálaflokka er á hendi Ríkisendurskoðunar,“ segir Ólafur. „Skömmu eftir að nýr maður tók þar við embætti árið 2018 greindum við honum frá þessum staðreyndum og lýstum áhyggjum okkar.“

Inga er nú hætt sem gjaldkeri flokksins og segist í samtali við Morgunblaðið hafa setið hjá þegar greidd voru atkvæði um að ráða son hennar sem starfsmann. „Þetta virk­ar á mig sem sær­indi og hefnd­argirni,“ seg­ir Inga. „Málið er það að þeir voru aldrei sátt­ir við það hvað ég sat á hverri krónu eins og orm­ur á gulli“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
2
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu