Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sögðu ríkisendurskoðanda frá fjármálum Flokks fólksins

Karl Gauti Hjalta­son og Ólaf­ur Ís­leifs­son, þing­menn­irn­ir sem voru rekn­ir úr Flokki fólks­ins eft­ir Klaust­urs­mál­ið, lýstu áhyggj­um sín­um hjá rík­is­end­ur­skoð­anda vegna fjár­mála flokks­ins. Inga Sæ­land seg­ir þá hefnigjarna.

Sögðu ríkisendurskoðanda frá fjármálum Flokks fólksins

Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, þingmennirnir sem voru reknir úr Flokki fólksins vegna Klaustursmálsins, lýstu áhyggjum af fjármálum flokksins hjá ríkisendurskoðanda síðasta haust. Gagnrýna þeir formann flokksins, Ingu Sæland, fyrir að fara sjálf með fjármálin.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Segja þingmennirnir að ekki sé forsvaranlegt að formaður stjórnmálaflokks fari með fjármál eigin flokks. Óeðlilegt hafi einnig verið þegar Inga var gjaldkeri flokksins, samhliða formennsku, og með prókúru.

„Ég lét uppi við formanninn það sjónarmið að ég teldi ekki rétt að fjármál flokksins væru í höndum kjörinna fulltrúa,“ segir Ólafur Ísleifsson. „Þetta gerðum við strax báðir snemma í nóvember árið 2017 á þingflokksfundi, skömmu eftir að við vorum kjörin á þing.“

Þá segir Ólafur þá félaga hafa gert athugasemdir við ráðningu sonar Ingu sem starfsmanns á skrifstofu flokksins. „Eftirlit með fjárreiðum stjórnmálaflokka er á hendi Ríkisendurskoðunar,“ segir Ólafur. „Skömmu eftir að nýr maður tók þar við embætti árið 2018 greindum við honum frá þessum staðreyndum og lýstum áhyggjum okkar.“

Inga er nú hætt sem gjaldkeri flokksins og segist í samtali við Morgunblaðið hafa setið hjá þegar greidd voru atkvæði um að ráða son hennar sem starfsmann. „Þetta virk­ar á mig sem sær­indi og hefnd­argirni,“ seg­ir Inga. „Málið er það að þeir voru aldrei sátt­ir við það hvað ég sat á hverri krónu eins og orm­ur á gulli“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár