„Við tilkynntum um nokkur atvik og slysasleppingu í fyrra, því koma þessar upplýsingar í raun ekki á óvart. Okkur þykir afskaplega leitt að þetta slys hafi orðið og að laxar hafi sloppið,“ segir Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax, aðspurður um þá staðreynd að níu af ellefu eldislöxum, sem Hafrannsóknastofnun greindi eftir að þeir höfðu veiðst í íslenskum ám í fyrra, reyndust hafa sloppið úr eldiskvíum fyrirtækisins.
Hafrannsóknastofnun opinberaði niðurstöður greiningarinnar á milli jóla og nýárs í lok síðasta árs og komu allir laxarnir sem stofnunin taldi sig geta upprunagreint frá tveimur eldisstæðum Arnarlax á suðvestanverðum Vestfjörðum, annars vegar í Laugardal í Tálknafirði og hins vegar úr Hringsdal í Arnarfirði. Óljóst er hvaðan tveir af löxunum ellefu sluppu, samkvæmt mati Hafrannsóknastofnunar, en ekki er ómögulegt að þessir laxar hafi einnig sloppið frá Arnarlaxi, sem er stærsta laxeldisfyrirtæki Íslands.
„Við gerum allt sem í okkar …
Athugasemdir