Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Eyþór Arnalds gerist stjórnarformaður fjölmiðlafyrirtækis

Ey­þór Arn­alds, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, gerð­ist í nóv­em­ber stjórn­ar­formað­ur Suð­ur­ljósa ehf., sem skráð er í fjöl­miðla­rekstri. Um­svif hans í at­vinnu­líf­inu, með­al ann­ars sem stærsti eig­andi Morgu­blaðs­ins, eru enn mik­il, þrátt fyr­ir lof­orð hans um að að­skilja við­skipti og stjórn­mál.

Eyþór Arnalds gerist stjórnarformaður fjölmiðlafyrirtækis

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, tók í nóvember við stjórnarformennsku í fyrirtæki með skráða starfsemi í útvarpsútsendingu og dagskrárgerð. Eyþór er enn í stjórn sex fyrirtækja með net dótturfélaga, þrátt fyrir loforð um að draga sig úr viðskiptalífinu.

Eyþór var skráður stjórnarformaður félagsins Suðurljósa ehf. 26. nóvember síðastliðinn. Tekur hann við af Baldri Jóhanni Baldurssyni, sem á 50% hlut í félaginu á móti Eyþóri. Enginn rekstur hefur verið í félaginu í mörg ár samkvæmt ársreikningi og er eigið fé þess neikvætt um tæpar 53 milljónir króna. Skuldir þess nema tæpum 52 milljónum króna, en ekki kemur fram hverjum félagið skuldar og af hverju ekki hefur verið farið fram á greiðslu skuldanna.

Tilgangur félagsins er rekstur sjónvarps- og útvarpsstöðva, framleiðsla, kaup og sala á fjölmiðlaefni, eignarhald um verðbréf og önnur skyld starfsemi, samkvæmt CreditInfo. Félagið var upphaflega stofnað árið 1999 af Árna Þór Vigfússyni og Kristjáni „Ra“ Kristjánssyni. Voru þeir …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Auðmenn

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár