Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, tók í nóvember við stjórnarformennsku í fyrirtæki með skráða starfsemi í útvarpsútsendingu og dagskrárgerð. Eyþór er enn í stjórn sex fyrirtækja með net dótturfélaga, þrátt fyrir loforð um að draga sig úr viðskiptalífinu.
Eyþór var skráður stjórnarformaður félagsins Suðurljósa ehf. 26. nóvember síðastliðinn. Tekur hann við af Baldri Jóhanni Baldurssyni, sem á 50% hlut í félaginu á móti Eyþóri. Enginn rekstur hefur verið í félaginu í mörg ár samkvæmt ársreikningi og er eigið fé þess neikvætt um tæpar 53 milljónir króna. Skuldir þess nema tæpum 52 milljónum króna, en ekki kemur fram hverjum félagið skuldar og af hverju ekki hefur verið farið fram á greiðslu skuldanna.
Tilgangur félagsins er rekstur sjónvarps- og útvarpsstöðva, framleiðsla, kaup og sala á fjölmiðlaefni, eignarhald um verðbréf og önnur skyld starfsemi, samkvæmt CreditInfo. Félagið var upphaflega stofnað árið 1999 af Árna Þór Vigfússyni og Kristjáni „Ra“ Kristjánssyni. Voru þeir …
Athugasemdir