Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Nauðungaruppboð á eignum Björns Inga og gjaldþrots óskað hjá Kolfinnu Von

Nauð­ung­ar­upp­boð hef­ur ver­ið aug­lýst á fast­eign­um Björns Inga Hrafns­son­ar, rit­stjóra Vilj­ans. Knatt­spyrnu­mað­ur­inn Aron Ein­ar Gunn­ars­son hef­ur far­ið fram á per­sónu­legt gjald­þrot eig­in­konu hans, Kolfinnu Von­ar Arn­ar­dótt­ur.

Nauðungaruppboð á eignum Björns Inga og gjaldþrots óskað hjá Kolfinnu Von
Kolfinna Von og Björn Ingi Aron Einar Gunnarsson hefur farið fram á persónulegt gjaldþrot Kolfinnu.

Sýslumaðurinn á Vesturlandi hefur auglýst nauðungaruppboð á fasteignum Björns Inga Hrafnssonar, ritstjóra Viljans og fyrrverandi borgarfulltrúa, að Másstöðum í Hvalfjarðarsveit. Á sama tíma hefur verið farið fram á persónulegt gjaldþrot eiginkonu hans, Kolfinnu Vonar Arnardóttur.

Sýslumaður býður upp fjórar eignir Björns Inga að Másstöðum 10. janúar næstkomandi. Nemur fasteignamat þeirra um 35 milljónum króna. Gerðarbeiðendur eru Tollstjóri, Landsbankinn, Hvalfjarðarsveit, Vátryggingafélag Íslands og sýslumaðurinn á Vesturlandi.

Fram hefur komið í Stundinni að áhvílandi lán séu um 95 milljónir króna. Tollstjóri óskaði í apríl eftir kyrrsetningu á einni fasteignanna, sem foreldrar hans eru búsettir í. Ástæðan var tæplega 115 milljóna króna útreikningur skattrannsóknarstjóra á áætlaðri sekt og skattkröfu gagnvart Birni Inga vegna millifærslna frá fjölmiðlafyrirtækjum hans sem nú eru gjaldþrota. Birni Inga er því óheimilt að ráðstafa eigninni þar til öll kurl eru komin til grafar í málinu.

Samkvæmt upplýsingum frá skattrannsóknarstjóra telst brot af þessari stærðargráðu „meiri háttar“ og getur varðað fangelsi allt að 6 árum. Lögmaður Björns Inga, Sveinn Andri Sveinsson, sagði í samtali við Stundina í júlí að Björn Ingi hafi veitt talsvert af lánum til félaga í eigin eigu og gengist í ábyrgðir fyrir þau, en á meðal fjölmiðlafyrirtækja sem Björn Ingi átti en eru nú komin í gjaldþrot eru DV ehf., Pressan ehf. og Vefpressan ehf. Sveinn Andri sagði að skýringar væru á greiðslunum en að skattayfirvöld hafi gert ráð fyrir að um óuppgefnar tekjur væri að ræða.

Áður hefur verið vísað til Másstaða í tengslum við fjárnám þar sem Björn Ingi hefur verið gerðarþoli. Gert var fjárnám í eignunum 7. desember 2017 vegna 664 þúsund króna kröfu að beiðni sýslumannsins á Vesturlandi. Þá benti Björn Ingi einnig á eignina til tryggingar fyrir fyrrverandi eiginkonu sína þegar krafist var fjárnáms fyrir 7 milljóna króna kröfu á hendur henni í lok janúar 2018.

Síðasta árangurslausa fjárnám í búi Björns Inga var gert í júní á vegum sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Var það fimmta árangurslausa fjárnámið sem beindist að honum á einu ári.

Persónulegt gjaldþrot Kolfinnu Vonar

Þá greindi eiginkona Björns Inga, Kolfinna Von Arnardóttir, frá því í dag í færslu á Facebook að Aron Einar Gunnarsson knattspyrnumaður hafi farið fram á persónulegt gjaldþrot hennar. Deilur hafa staðið á milli þeirra vegna fjárfestingar í fatamerkinu JÖR.

„Það er rétt, sem greint hefur verið frá, að landsliðsfyrirliðinn í knattspyrnu hefur farið fram á að ég verði gerð gjaldþrota,“ skrifar Kolfinna. „Aron Einar og Kristbjörg eiginkona hans, sem voru mikið vinafólk mitt, tók þátt í áhættufjárfestingu með mér og fleira fólki, eins og skýrt hefur verið frá.“

Vísir hefur fjallað um málið og fram hefur komið að deilurnar tengist því þegar Aron Einar og eiginkona hans fjárfestu í JÖR í samstarfi við Kolfinnu. Ekkert varð af fjárfestingunni og var JÖR úrskurðað gjaldþrota í upphafi árs 2017.

Kolfinna staðfestir einnig frásögn Arons Einars, sem fram kemur í nýútkominni ævisögu hans, að samið hafi verið um að hún myndi kaupa hlut þeirra hjóna af þeim. „Ég bauðst svo til að kaupa af þeim þeirra hlut og um það snýst þetta mál,“ skrifar hún. „Það var aldrei nein skuld — ég fékk enga fjármuni lánaða frá þeim — en ég vildi koma til móts við þau með því að kaupa af þeim þeirra hlut, en átti í erfiðleikum með að standa við þær greiðslur sem samið var um. Ég reyndi ítrekað að semja um málið við þau, án árangurs.“

Segist hún ítrekað hafa reynt að bera klæði á vopnin, þar sem þau hafi verið nánir vinir hennar. „Auðvitað hefði ég aldrei átt, eftir á að hyggja, að bjóðast til þess að kaupa aftur þeirra hlut, enda jafn sjálfsagt að þau bæru fjárhagslega áhættu af fjárfestingum eins og aðrir. En ég hef alltaf verið svolítið gamaldags með það að telja vináttuna verðmætari en peninga og tók nærri mér að deilur um fjármuni hefðu áhrif á gamla vináttu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu