Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Kærður fyrir alvarlega líkamsárás og hættir í Babies

Babies-flokk­ur­inn hef­ur til­kynnt að Zaka­rías Herm­an Gunn­ars­son tón­list­ar­mað­ur sé hætt­ur í hljóm­sveit­inni „af per­sónu­leg­um ástæð­um“. Hann var í des­em­ber kærð­ur fyr­ir al­var­lega lík­ams­árás. Þátt­taka hans í Girl Power-tón­leik­um í maí var stöðv­uð vegna meintr­ar hegð­un­ar af sama toga.

Kærður fyrir alvarlega líkamsárás og hættir í Babies
Babies Flokkurinn Zakarías, annar frá hægri, er hættur í hljómsveitinni.

Zakarías Herman Gunnarsson, tónlistarmaður úr hljómsveitunum Babies-flokknum og Caterpillarmen, hefur verið kærður fyrir alvarlega líkamsárás. Þetta herma heimildir Stundarinnar.

Babies-flokkurinn tilkynnti um brotthvarf Zakaríasar úr hljómsveitinni „af persónulegum ástæðum“ 19. desember síðastliðinn. „Hans verður sárt saknað en brotthvarf hans mun annars ekki hafa nein áhrif á starf hljómsveitarinnar um ókomna tíð,“ sagði í tilkynningu frá hljómsveitinni á Facebook.

Líkamsárásin mun hafa átt sér stað í byrjun desember og Zakarías gist fangageymslur í kjölfar hennar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hegðun af þessum toga er borin upp á Zakarías. Samkvæmt heimildum Stundarinnar var honum meinað að taka þátt með Babies-flokknum í Girl Power-tónleikum á Húrra í maí, sem söngkonan Salka Sól Eyfeld stóð meðal annars fyrir. Höfðu sögusagnir um fyrri hegðun Zakaríasar borist til eyrna stjórnenda viðburðarins.

Zakarías Herman Gunnarsson

Babies-flokkurinn hefur notið mikilla vinsælda sem ballhljómsveit undanfarin ár. Sveitin spilar helst tökulög á tónleikum og hefur komið fram á mánaðarlegum viðburðum á skemmtistaðnum Húrra undanfarin ár, auk þess að halda tónleika í Gamla bíói á tyllidögum. Fyrstu tónleikar sveitarinnar án Zakaríasar voru sunnudagskvöldið 30. desember í Gamla bíói. Þá spilaði hljómsveitin á þrettándaballi á Bryggjunni Brugghúsi 5. janúar síðastliðinn.

Zakarías er einnig í proggtónlistarsveitinni Caterpillarmen. Ekki hefur komið fram frá hljómsveitinni hvort hann starfi enn innan hennar vébanda.

Ekki náðist í Zakarías við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
1
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
3
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár