Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Kærður fyrir alvarlega líkamsárás og hættir í Babies

Babies-flokk­ur­inn hef­ur til­kynnt að Zaka­rías Herm­an Gunn­ars­son tón­list­ar­mað­ur sé hætt­ur í hljóm­sveit­inni „af per­sónu­leg­um ástæð­um“. Hann var í des­em­ber kærð­ur fyr­ir al­var­lega lík­ams­árás. Þátt­taka hans í Girl Power-tón­leik­um í maí var stöðv­uð vegna meintr­ar hegð­un­ar af sama toga.

Kærður fyrir alvarlega líkamsárás og hættir í Babies
Babies Flokkurinn Zakarías, annar frá hægri, er hættur í hljómsveitinni.

Zakarías Herman Gunnarsson, tónlistarmaður úr hljómsveitunum Babies-flokknum og Caterpillarmen, hefur verið kærður fyrir alvarlega líkamsárás. Þetta herma heimildir Stundarinnar.

Babies-flokkurinn tilkynnti um brotthvarf Zakaríasar úr hljómsveitinni „af persónulegum ástæðum“ 19. desember síðastliðinn. „Hans verður sárt saknað en brotthvarf hans mun annars ekki hafa nein áhrif á starf hljómsveitarinnar um ókomna tíð,“ sagði í tilkynningu frá hljómsveitinni á Facebook.

Líkamsárásin mun hafa átt sér stað í byrjun desember og Zakarías gist fangageymslur í kjölfar hennar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hegðun af þessum toga er borin upp á Zakarías. Samkvæmt heimildum Stundarinnar var honum meinað að taka þátt með Babies-flokknum í Girl Power-tónleikum á Húrra í maí, sem söngkonan Salka Sól Eyfeld stóð meðal annars fyrir. Höfðu sögusagnir um fyrri hegðun Zakaríasar borist til eyrna stjórnenda viðburðarins.

Zakarías Herman Gunnarsson

Babies-flokkurinn hefur notið mikilla vinsælda sem ballhljómsveit undanfarin ár. Sveitin spilar helst tökulög á tónleikum og hefur komið fram á mánaðarlegum viðburðum á skemmtistaðnum Húrra undanfarin ár, auk þess að halda tónleika í Gamla bíói á tyllidögum. Fyrstu tónleikar sveitarinnar án Zakaríasar voru sunnudagskvöldið 30. desember í Gamla bíói. Þá spilaði hljómsveitin á þrettándaballi á Bryggjunni Brugghúsi 5. janúar síðastliðinn.

Zakarías er einnig í proggtónlistarsveitinni Caterpillarmen. Ekki hefur komið fram frá hljómsveitinni hvort hann starfi enn innan hennar vébanda.

Ekki náðist í Zakarías við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár