Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Kærður fyrir alvarlega líkamsárás og hættir í Babies

Babies-flokk­ur­inn hef­ur til­kynnt að Zaka­rías Herm­an Gunn­ars­son tón­list­ar­mað­ur sé hætt­ur í hljóm­sveit­inni „af per­sónu­leg­um ástæð­um“. Hann var í des­em­ber kærð­ur fyr­ir al­var­lega lík­ams­árás. Þátt­taka hans í Girl Power-tón­leik­um í maí var stöðv­uð vegna meintr­ar hegð­un­ar af sama toga.

Kærður fyrir alvarlega líkamsárás og hættir í Babies
Babies Flokkurinn Zakarías, annar frá hægri, er hættur í hljómsveitinni.

Zakarías Herman Gunnarsson, tónlistarmaður úr hljómsveitunum Babies-flokknum og Caterpillarmen, hefur verið kærður fyrir alvarlega líkamsárás. Þetta herma heimildir Stundarinnar.

Babies-flokkurinn tilkynnti um brotthvarf Zakaríasar úr hljómsveitinni „af persónulegum ástæðum“ 19. desember síðastliðinn. „Hans verður sárt saknað en brotthvarf hans mun annars ekki hafa nein áhrif á starf hljómsveitarinnar um ókomna tíð,“ sagði í tilkynningu frá hljómsveitinni á Facebook.

Líkamsárásin mun hafa átt sér stað í byrjun desember og Zakarías gist fangageymslur í kjölfar hennar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hegðun af þessum toga er borin upp á Zakarías. Samkvæmt heimildum Stundarinnar var honum meinað að taka þátt með Babies-flokknum í Girl Power-tónleikum á Húrra í maí, sem söngkonan Salka Sól Eyfeld stóð meðal annars fyrir. Höfðu sögusagnir um fyrri hegðun Zakaríasar borist til eyrna stjórnenda viðburðarins.

Zakarías Herman Gunnarsson

Babies-flokkurinn hefur notið mikilla vinsælda sem ballhljómsveit undanfarin ár. Sveitin spilar helst tökulög á tónleikum og hefur komið fram á mánaðarlegum viðburðum á skemmtistaðnum Húrra undanfarin ár, auk þess að halda tónleika í Gamla bíói á tyllidögum. Fyrstu tónleikar sveitarinnar án Zakaríasar voru sunnudagskvöldið 30. desember í Gamla bíói. Þá spilaði hljómsveitin á þrettándaballi á Bryggjunni Brugghúsi 5. janúar síðastliðinn.

Zakarías er einnig í proggtónlistarsveitinni Caterpillarmen. Ekki hefur komið fram frá hljómsveitinni hvort hann starfi enn innan hennar vébanda.

Ekki náðist í Zakarías við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár