Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Kærður fyrir alvarlega líkamsárás og hættir í Babies

Babies-flokk­ur­inn hef­ur til­kynnt að Zaka­rías Herm­an Gunn­ars­son tón­list­ar­mað­ur sé hætt­ur í hljóm­sveit­inni „af per­sónu­leg­um ástæð­um“. Hann var í des­em­ber kærð­ur fyr­ir al­var­lega lík­ams­árás. Þátt­taka hans í Girl Power-tón­leik­um í maí var stöðv­uð vegna meintr­ar hegð­un­ar af sama toga.

Kærður fyrir alvarlega líkamsárás og hættir í Babies
Babies Flokkurinn Zakarías, annar frá hægri, er hættur í hljómsveitinni.

Zakarías Herman Gunnarsson, tónlistarmaður úr hljómsveitunum Babies-flokknum og Caterpillarmen, hefur verið kærður fyrir alvarlega líkamsárás. Þetta herma heimildir Stundarinnar.

Babies-flokkurinn tilkynnti um brotthvarf Zakaríasar úr hljómsveitinni „af persónulegum ástæðum“ 19. desember síðastliðinn. „Hans verður sárt saknað en brotthvarf hans mun annars ekki hafa nein áhrif á starf hljómsveitarinnar um ókomna tíð,“ sagði í tilkynningu frá hljómsveitinni á Facebook.

Líkamsárásin mun hafa átt sér stað í byrjun desember og Zakarías gist fangageymslur í kjölfar hennar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hegðun af þessum toga er borin upp á Zakarías. Samkvæmt heimildum Stundarinnar var honum meinað að taka þátt með Babies-flokknum í Girl Power-tónleikum á Húrra í maí, sem söngkonan Salka Sól Eyfeld stóð meðal annars fyrir. Höfðu sögusagnir um fyrri hegðun Zakaríasar borist til eyrna stjórnenda viðburðarins.

Zakarías Herman Gunnarsson

Babies-flokkurinn hefur notið mikilla vinsælda sem ballhljómsveit undanfarin ár. Sveitin spilar helst tökulög á tónleikum og hefur komið fram á mánaðarlegum viðburðum á skemmtistaðnum Húrra undanfarin ár, auk þess að halda tónleika í Gamla bíói á tyllidögum. Fyrstu tónleikar sveitarinnar án Zakaríasar voru sunnudagskvöldið 30. desember í Gamla bíói. Þá spilaði hljómsveitin á þrettándaballi á Bryggjunni Brugghúsi 5. janúar síðastliðinn.

Zakarías er einnig í proggtónlistarsveitinni Caterpillarmen. Ekki hefur komið fram frá hljómsveitinni hvort hann starfi enn innan hennar vébanda.

Ekki náðist í Zakarías við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár