Hafrannsóknastofnun er við það að ljúka greiningu á uppruna níu eldislaxa sem veiðst hafa í villtri náttúru Íslands. Um er að ræða DNA-erfðagreiningu sem hefur það að markmiði að komast að því hvaðan, frá hvaða fyrirtæki, umræddir eldislaxar sluppu. Þetta segir Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri rannsókna á ferskvatnsfiskum hjá Hafrannsóknastofnun. Meðal annars er um að ræða hrygnu sem veiddist síðsumars í fyrra í Vatnsdalsá á Norðurlandi en talsvert var fjallað um þann fisk í fjölmiðlum.
Guðni segir að til hafi staðið að ljúka greiningunni á löxunum fyrir lok þessa árs. „Það er búið að vera að vinna í því að greina hverjir foreldrar þessara fiska voru. Það er vitað af hvaða uppruna fiskarnir eru en skrefið sem er eftir er að greina hvert hver fiskur fór, í hvaða eldiskví. Þannig að það er ekki búið að rekja þetta alveg alla leið,“ segir Guðni en með þessum hætti er hægt að …
Athugasemdir