Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þingmenn um málsókn gegn Báru: „Mér blöskrar þetta framferði“

Þing­menn ræddu mál­sókn þing­manna Mið­flokks­ins gegn Báru Hall­dórs­dótt­ur, upp­ljóstr­ara í Klaust­urs­mál­inu, á Al­þingi í dag. „Þeir ættu frek­ar að þakka henni fyr­ir að hafa kennt sér mik­il­væga lífs­lex­íu,“ sagði Snæ­björn Brynj­ars­son.

Þingmenn um málsókn gegn Báru: „Mér blöskrar þetta framferði“

Þingmenn fóru hörðum orðum um málshöfðun fjögurra þingmanna Miðflokksins gegn Báru Halldórsdóttur, uppljóstrara í Klaustursmálinu, undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag.

„Mér blöskrar þetta framferði,“ sagði Snæbjörn Brynjarsson, varaþingmaður Pírata. „Mér blöskrar að fólk sem er með margfaldar tekjur á við þennan einstakling hópist saman gegn þessari einu manneskju og krefjist refsingar. Þessir menn hafa sýnt að þeir hafi hvorki manndóm né kjark til að biðjast afsökunar á hegðun sinni eða segja af sér.“

Þingmenn Miðflokksins, þau Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir, vilja að Bára, 42 ára öryrki, sæti refsingu og greiði þeim miskabætur vegna „njósnaaðgerðar“ á Klaustri Bar þann 20. nóvember síðastliðinn. 

Snæbjörn sagði það ótrúlegt að hugsa til þess að þeim hafi dottið málsókn í hug. „Þeir ættu frekar að þakka henni fyrir að hafa kennt sér mikilvæga lífslexíu.“ Heyrðust þá þingmenn hrópa „heyr, heyr“.

Segir þingmennina beina athyglinni annað

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tók í sama streng. „Við erum að tala um atvik þar sem forseti Alþingis þurfti að biðja bæði þing og þjóð afsökunar,“ sagði hún. „Í mínum huga lýsir þetta algjöru skilningsleysi á alvarleika málsins og á þeirri stöðu sem þessir fjórmenningar hafa komið sér í.“

Lýsti hún skömm og furðu á málinu. „Að mínu mati er þetta enn og aftur tilraun til þess að drepa málinu á dreif, beina athyglinni annað og reyna um leið að komast hjá því að axla ábyrgð á eigin orðum og gjörðum og það er þessum þingmönnum hreint ekki til sóma,“ sagði Bjarkey.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár