Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Framsóknarflokkurinn og VG höfnuðu veggjöldum - vinna nú að innleiðingu þeirra

„Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafn­ar toll­hlið­um á nú­ver­andi þjóð­veg­um,“ sagði í lands­fundarálykt­un Fram­sókn­ar­flokks­ins síð­asta vor. Formað­ur flokks­ins vinn­ur nú að því að inn­leiða veg­gjöld fyr­ir ára­mót. Vinstri græn töldu áhersl­ur síð­ustu rík­is­stjórn­ar, sem vildi að tek­in yrðu upp veg­gjöld, „forkast­an­leg­ar“.

Framsóknarflokkurinn og VG höfnuðu veggjöldum - vinna nú að innleiðingu þeirra
Veggjöld gegn stefnu flokkanna Verði lögð á veggjöld til uppbyggingar vegakerfisins brýtur það í bágu við samþykktir tveggja ríkisstjórnarflokka af þremur. Mynd: Getty images

Framsóknarflokkurinn hafnaði alfarið að sett yrðu upp tollhlið á núverandi þjóðvegum landsins í ályktun á síðasta flokksþingi flokksins sem fór fram í mars síðastliðnum. Hið sama gerðu Vinstri græn en flokkurinn hafnaði álagningu veggjalda í ályktun á síðasta landsfundi flokksins, sem fór fram í október 2017. Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis hyggst nú leggja fram breytingartillögu við samgönguáætlun sem inniber að veggjöld verði tekin upp um allt landi. Meirihlutann skipa þingmenn bæði úr Framsóknarflokki og Vinstri grænum, auk þess sem tillagan er unnin í nánu samráði við samgönguráðherra, Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins.

Hafna gjaldtöku

Gengur gegn ályktunum flokksinsSigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgönguráðherra, gengur gegn ályktunum flokks síns með því að vinna að því að lögð verði á veggjöld.

Í málefnaályktun flokksþings Framsóknarmanna um samgöngumál kemur fram að útfæra þurfi nýjar tekjuleiðir sem endurspegli afnot af þjóðvegakerfinu og að eldsneytisskattar myndi áfram tekjugrunn samgangna á landi, og/eða að aksturstengd gjöld leysi þá af hólmi. Svo segir: „Framsóknarflokkurinn hafnar tollhliðum á núverandi þjóðvegum.“

Í landsfundarályktun Vinstri grænna um samgöngumáli frá því í október á síðasta ári segir að Vinstri græn telji að vegakerfið skuli byggt upp og viðhaldið úr sameiginlegum sjóðum og „hafna hugmyndum um uppbyggingu grunnvegakerfis byggðri á vegatollum.“  

Í ályktuninni segir einnig að Vinstri græn „telja áherslur fráfarandi ríkisstjórnar í samgöngumálum forkastanlegar.“ Sú ríkisstjórn sem um ræðir var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Jón Gunnarsson sat þá sem samgönguráðherra og talaði af þunga fyrir því að tekið yrði á vanda vegakerfisins með því að taka upp veggjöld, einkum á leiðum til og frá höfuðborgarsvæðinu. Þannig skipaði Jón starfshóp sem meta skyldi leiðir til uppbyggingar vegakerfisins. Sá starfshópur skilaði niðurstöðu í september á síðasta ári þar sem lagt var til að tekin yrðu upp veggjöld til að fjármagna uppbyggingu þriggja helstu þjóðvega landsins.

„Framsóknarflokkurinn hafnar tollhliðum á núverandi þjóðvegum“

Ríkisstjórn flokkanna þriggja sprakk hins vegar vegna þess trúnaðarbrests sem Björt framtíð upplifði vegna upreistar æru málsins svokallaða. Að afloknum kosningum var mynduð ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur. Þar settist Sigurður Ingi sem fyrr segir í stól samgönguráðherra en Jón Gunnarsson átti sæti í umhverfis- og samgöngunefnd.

Eftir að Klausturmálið kom upp á dögunum tók Jón við sem formaður nefndarinnar eftir að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, vék af þingi. Skömmu síðar var greint frá því að meirihluti nefndarinnar myndi leggja fram breytingartillögu við samgönguáætlun sem innibæri að teknir yrðu upp vegtollar á öllum stofnbrautum út frá Reykjavík og í öllum jarðgöngun landsins. Í umhverfis- og samgöngunefnd eiga sæti Líneik Anna Sævarsdóttir úr Framsóknarflokki og Ari Trausti Guðmundsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir úr Vinstri grænum.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár