Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Framsóknarflokkurinn og VG höfnuðu veggjöldum - vinna nú að innleiðingu þeirra

„Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafn­ar toll­hlið­um á nú­ver­andi þjóð­veg­um,“ sagði í lands­fundarálykt­un Fram­sókn­ar­flokks­ins síð­asta vor. Formað­ur flokks­ins vinn­ur nú að því að inn­leiða veg­gjöld fyr­ir ára­mót. Vinstri græn töldu áhersl­ur síð­ustu rík­is­stjórn­ar, sem vildi að tek­in yrðu upp veg­gjöld, „forkast­an­leg­ar“.

Framsóknarflokkurinn og VG höfnuðu veggjöldum - vinna nú að innleiðingu þeirra
Veggjöld gegn stefnu flokkanna Verði lögð á veggjöld til uppbyggingar vegakerfisins brýtur það í bágu við samþykktir tveggja ríkisstjórnarflokka af þremur. Mynd: Getty images

Framsóknarflokkurinn hafnaði alfarið að sett yrðu upp tollhlið á núverandi þjóðvegum landsins í ályktun á síðasta flokksþingi flokksins sem fór fram í mars síðastliðnum. Hið sama gerðu Vinstri græn en flokkurinn hafnaði álagningu veggjalda í ályktun á síðasta landsfundi flokksins, sem fór fram í október 2017. Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis hyggst nú leggja fram breytingartillögu við samgönguáætlun sem inniber að veggjöld verði tekin upp um allt landi. Meirihlutann skipa þingmenn bæði úr Framsóknarflokki og Vinstri grænum, auk þess sem tillagan er unnin í nánu samráði við samgönguráðherra, Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins.

Hafna gjaldtöku

Gengur gegn ályktunum flokksinsSigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgönguráðherra, gengur gegn ályktunum flokks síns með því að vinna að því að lögð verði á veggjöld.

Í málefnaályktun flokksþings Framsóknarmanna um samgöngumál kemur fram að útfæra þurfi nýjar tekjuleiðir sem endurspegli afnot af þjóðvegakerfinu og að eldsneytisskattar myndi áfram tekjugrunn samgangna á landi, og/eða að aksturstengd gjöld leysi þá af hólmi. Svo segir: „Framsóknarflokkurinn hafnar tollhliðum á núverandi þjóðvegum.“

Í landsfundarályktun Vinstri grænna um samgöngumáli frá því í október á síðasta ári segir að Vinstri græn telji að vegakerfið skuli byggt upp og viðhaldið úr sameiginlegum sjóðum og „hafna hugmyndum um uppbyggingu grunnvegakerfis byggðri á vegatollum.“  

Í ályktuninni segir einnig að Vinstri græn „telja áherslur fráfarandi ríkisstjórnar í samgöngumálum forkastanlegar.“ Sú ríkisstjórn sem um ræðir var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Jón Gunnarsson sat þá sem samgönguráðherra og talaði af þunga fyrir því að tekið yrði á vanda vegakerfisins með því að taka upp veggjöld, einkum á leiðum til og frá höfuðborgarsvæðinu. Þannig skipaði Jón starfshóp sem meta skyldi leiðir til uppbyggingar vegakerfisins. Sá starfshópur skilaði niðurstöðu í september á síðasta ári þar sem lagt var til að tekin yrðu upp veggjöld til að fjármagna uppbyggingu þriggja helstu þjóðvega landsins.

„Framsóknarflokkurinn hafnar tollhliðum á núverandi þjóðvegum“

Ríkisstjórn flokkanna þriggja sprakk hins vegar vegna þess trúnaðarbrests sem Björt framtíð upplifði vegna upreistar æru málsins svokallaða. Að afloknum kosningum var mynduð ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur. Þar settist Sigurður Ingi sem fyrr segir í stól samgönguráðherra en Jón Gunnarsson átti sæti í umhverfis- og samgöngunefnd.

Eftir að Klausturmálið kom upp á dögunum tók Jón við sem formaður nefndarinnar eftir að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, vék af þingi. Skömmu síðar var greint frá því að meirihluti nefndarinnar myndi leggja fram breytingartillögu við samgönguáætlun sem innibæri að teknir yrðu upp vegtollar á öllum stofnbrautum út frá Reykjavík og í öllum jarðgöngun landsins. Í umhverfis- og samgöngunefnd eiga sæti Líneik Anna Sævarsdóttir úr Framsóknarflokki og Ari Trausti Guðmundsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir úr Vinstri grænum.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár