Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Raddir Lífar og Gunnlaugs heyrast í nokkrar mínútur

Björn Ingi Hrafns­son bland­ar fleiri stjórn­mála­mönn­um í Klaust­urs­mál­ið: „Voru átta en ekki sex“.

Raddir Lífar og Gunnlaugs heyrast í nokkrar mínútur

Raddir Lífar Magneudóttur borgarfulltrúa Vinstri grænna og Gunnlaugs Braga Björnssonar varaborgarfulltrúa Viðreisnar heyrast í nokkrar mínútur á síðustu Klaustursupptökunni sem Stundin hefur undir höndum. 

Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi aðaleigandi DV og Pressunnar, greindi frá því á vef sínum Viljanum.is í gær að „stjórnmálamennirnir sem sátu á Klaustur [hefðu verið] átta en ekki sex“. Sagði hann að Líf og Gunnlaugur hefðu setið „drykklanga stund“ með Miðflokksmönnum á Klaustri bar.

Líf og Gunnlaugur brugðust við á Facebook og sögðust hafa litið við á Klaustri þetta kvöld til að fá sér einn drykk; Sigmundur Davíð hefði boðið þeim yfir á þingmannaborðið, þau kastað kveðju á karlana en látið sig hverfa skömmu síðar.

Sex þingmanna hittingur

Hljóðupptökurnar af Klaustri sem Stundin hefur undir höndum eru 3 klukkustundir og 41 mínúta á lengd. Þar af taka um 3 klukkustundir og 38 mínútur einvörðungu til samtala sex þingmanna, þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Gunnars Braga Sveinssonar,  Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, Bergþórs Ólasonar, Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar. 

Á síðustu upptökunni má heyra fleiri raddir í fjarska, meðal annars kvenmannsrödd. Þegar tvær mínútur eru eftir af upptökunni má greina að konan segir: „Jæja, hefst þá ekki bara innrás kommúnismans og frjálshyggjunnar.“ Nú liggur fyrir að þetta var Líf, oddviti Vinstri grænna í borginni, en með henni í för var Gunnlaugur varaborgarfulltrúi markaðshyggjuflokksins Viðreisnar. 

Líf og Gunnlaugur heyrast tala saman sín á milli í lágum hljóðum. Orðaskil þeirra eru illgreinanleg enda tala Miðflokksmenn talsvert hærra en þau og virðast afar ölvaðir þegar hér er komið sögu.

„Við þáðum boðið [að setjast við borðið] en áttuðum okkur fljótt á því að félagarnir væru ofurölvi og varla samræðuhæfir,“ skrifar Líf á Facebook. „Við köstuðum því á þá kveðju og héldum heim á leið grunlaus um allt það sem hafði farið fram fyrr um kvöldið.“ 

Tók ekki eftir Líf

Hér sat Bára og tók samskipti þingmannanna upp eins og frægt er orðið.

Bára Halldórsdóttir , sem sat skammt frá og tók samskipti þingmannanna upp, fór út af Klaustri bar að því er virðist skömmu eftir að Líf og Gunnlaugur komu inn. Bára kom af fjöllum þegar Stundin bar undir hana grein Björns Inga og sagðist ekki hafa tekið eftir Líf Magneudóttur.

Aðspurð um málið segir Líf að það sé þvættingur að þau Gunnlaugur hafi setið „drykklanga stund“ með Gunnari Braga, Sigmundi og Bergþóri. Í mesta lagi hafi þau setið í fáeinar mínútur á borðinu. Er þetta í samræmi við frásögn Gunnlaugs Braga. „Ég einfaldlega fordæmi orð og mannhatur þingmannanna sex. Þessari aumkunarverðu tilraun Björns Inga og félaga til að draga okkur Líf inn í þetta ömurlega mál vísa ég einfaldlega beinustu leið til föðurhúsanna,“ skrifar Gunnlaugur á Facebook.

Björn Ingi segir í greininni á vef Viljans: „Upptökur þær af samtali stjórnmálamannanna, sem senda voru þremur fjölmiðlum í síðustu viku, ná ekkert til samræðnanna þegar þau Líf og Gunnlaugur voru sest við borðið. Að minnsta kosti hefur ekkert birst af þeim í þeim fjölmiðlum; DV, Stundinni og Kvennablaðinu sem fengu þær sendar frá heimildarmanni sem kallaði sig Marvin.“

Björn Ingi hefur komið víða við í stjórnmálum og viðskiptum. Eftir að hafa yfirtekið fjölda fjölmiðla á síðustu árum riðaði Pressuveldi hans til falls, en var bjargað með fjármagni frá óþekktum aðila. Þá stofnaði Björn Ingi Samvinnuflokkinn fyrir síðustu alþingiskosningar, en hann rann inn í Miðflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Viljinn.is er nýr vefmiðill Björns Inga.

Sem áður segir koma raddir Lífar og Gunnlaugs fyrir í nokkrar mínútur á umræddum upptökum en ekkert af því sem þau heyrast segja hefur verið metið fréttnæmt. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár