Anna Kolbrún var titluð þroskaþjálfi á framboðslista árið 2007 án menntunar

Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, þing­mað­ur Mið­flokks­ins og ein sex­menn­ing­anna af Klaustri Bar, virð­ist hafa titl­að sig þroska­þjálfa í yf­ir ára­tug án þess að hafa til þess mennt­un eða heim­ild.

Anna Kolbrún var titluð þroskaþjálfi á framboðslista árið 2007 án menntunar
Hefur titlað sig þroskaþjálfa í áratug Anna Kolbrún, sem ekki er menntaður þroskaþjálfi, hefur titlað sig sem slíka í yfir áratug. Mynd: Pressphotos

Anna Kolbrún Árnadóttir var titluð þroskaþjálfi þegar hún sat í 9. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar árið 2007. Anna Kolbrún er hins vegar ekki þroskaþjálfi, líkt og komið hefur fram, meðal annars í umfjöllun Stundarinnar. Óheimilt er að starfa sem þroskaþjálfi hafi fólk ekki menntun til þess og heimild frá heilbrigðisyfirvöldum.

Á vefsíðunni kosning.is, sem er í eigu og umsjón dómsmálaráðuneytisins, má sjá framboðslista Framsóknarflokksins frá árinu 2007 í Norðausturkjördæmi. Þar kemur fram að Anna Kolbrún, sem sat í 9. sæti listans, var titluð þroskaþjálfi. Á auglýsingu frá landskjörstjórn um framboð við alþingiskosningar 2. maí 2007 er Anna Kolbrún einnig titluð þroskaþjálfi. Því er ljóst að Anna Kolbrún hefur titlað sig þroskaþjálfa í meira en áratug án þess að hafa til þess menntun eða heimild.

Anna Kolbrún er einn þeirra þingmanna sem hittust á Klaustri bar þann 20. nóvember síðastliðinn og létu gamminn geysa. Stundin, DV og Kvennablaðið hafa fjallað ítarlega um samskiptin sem náðust á hljóðupptöku.

Í æviágripi á vef Alþingis kom fram að Anna Kolbrún hafa unnið sem þroskaþjálfi. Þeirri skráningu var breytt í gær en þar kemur ekki lengur fram að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi. Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt landlæknisembættinu um óleyfilega notkun Önnu Kolbrúnar á titlinum.

Í dag hófst þingfundur á Alþingi með því að Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, lýsti því að eftir skoðun á ævi- og starfsferilsskráningu Önnu Kolbrúnar á vef Alþingis að hún hefði gefið réttar upplýsingar um menntun sína og störf. Röksemdirnar sem Steingrímur lagði fram því til stuðnings voru þær að í æviágripi Önnu Kolbrúnar kæmi bara fram að hún hefði starfað sem þroskaþjálfi, ekki að hún hefði sagst vera það. Með öllu er óheimilt að sinna störfum þroskaþjálfa hafi fólk ekki til þess menntun. Þá má ekki titla sig þroskaþjálfa nema  hafa hlotið til þess menntun, háskólanám í fjögur ár og starfsleyfi frá Landlæknisembættinu, enda er starfsheitið þroskaþjálfi lögverndað.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
3
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár