Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Anna Kolbrún var titluð þroskaþjálfi á framboðslista árið 2007 án menntunar

Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, þing­mað­ur Mið­flokks­ins og ein sex­menn­ing­anna af Klaustri Bar, virð­ist hafa titl­að sig þroska­þjálfa í yf­ir ára­tug án þess að hafa til þess mennt­un eða heim­ild.

Anna Kolbrún var titluð þroskaþjálfi á framboðslista árið 2007 án menntunar
Hefur titlað sig þroskaþjálfa í áratug Anna Kolbrún, sem ekki er menntaður þroskaþjálfi, hefur titlað sig sem slíka í yfir áratug. Mynd: Pressphotos

Anna Kolbrún Árnadóttir var titluð þroskaþjálfi þegar hún sat í 9. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar árið 2007. Anna Kolbrún er hins vegar ekki þroskaþjálfi, líkt og komið hefur fram, meðal annars í umfjöllun Stundarinnar. Óheimilt er að starfa sem þroskaþjálfi hafi fólk ekki menntun til þess og heimild frá heilbrigðisyfirvöldum.

Á vefsíðunni kosning.is, sem er í eigu og umsjón dómsmálaráðuneytisins, má sjá framboðslista Framsóknarflokksins frá árinu 2007 í Norðausturkjördæmi. Þar kemur fram að Anna Kolbrún, sem sat í 9. sæti listans, var titluð þroskaþjálfi. Á auglýsingu frá landskjörstjórn um framboð við alþingiskosningar 2. maí 2007 er Anna Kolbrún einnig titluð þroskaþjálfi. Því er ljóst að Anna Kolbrún hefur titlað sig þroskaþjálfa í meira en áratug án þess að hafa til þess menntun eða heimild.

Anna Kolbrún er einn þeirra þingmanna sem hittust á Klaustri bar þann 20. nóvember síðastliðinn og létu gamminn geysa. Stundin, DV og Kvennablaðið hafa fjallað ítarlega um samskiptin sem náðust á hljóðupptöku.

Í æviágripi á vef Alþingis kom fram að Anna Kolbrún hafa unnið sem þroskaþjálfi. Þeirri skráningu var breytt í gær en þar kemur ekki lengur fram að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi. Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt landlæknisembættinu um óleyfilega notkun Önnu Kolbrúnar á titlinum.

Í dag hófst þingfundur á Alþingi með því að Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, lýsti því að eftir skoðun á ævi- og starfsferilsskráningu Önnu Kolbrúnar á vef Alþingis að hún hefði gefið réttar upplýsingar um menntun sína og störf. Röksemdirnar sem Steingrímur lagði fram því til stuðnings voru þær að í æviágripi Önnu Kolbrúnar kæmi bara fram að hún hefði starfað sem þroskaþjálfi, ekki að hún hefði sagst vera það. Með öllu er óheimilt að sinna störfum þroskaþjálfa hafi fólk ekki til þess menntun. Þá má ekki titla sig þroskaþjálfa nema  hafa hlotið til þess menntun, háskólanám í fjögur ár og starfsleyfi frá Landlæknisembættinu, enda er starfsheitið þroskaþjálfi lögverndað.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Ríkið kaus að stíga ekki inn í kaupin á ISNIC
4
Viðskipti

Rík­ið kaus að stíga ekki inn í kaup­in á ISNIC

Sjóð­stjóri hjá Stefni seg­ir að samn­ing­ar um kaup sjóðs­ins SÍA IV á meiri­hluta í fé­lag­inu In­ter­net á Ís­landi hf., sem sér um ís­lenska lands­höf­uð­slén­ið og hef­ur greitt rúm­lega einn millj­arð til hlut­hafa sinna frá ár­inu 2011, hafi náðst í sept­em­ber. Rík­is­sjóð­ur hafi svo til­kynnt í des­em­ber að for­kaups­rétt­ur rík­is­ins, sem skrif­að­ur var inn í lög fyr­ir nokkr­um ár­um, yrði ekki nýtt­ur. Verð­ið sem sjóð­ur­inn greið­ir fyr­ir 73 pró­senta hlut í fé­lag­inu fæst ekki upp­gef­ið.
Heimilislaus eftir hjólhýsabrunann: Missti föður sinn í eldsvoða sem barn
5
FréttirHjólhýsabyggðin

Heim­il­is­laus eft­ir hjól­hýsa­brun­ann: Missti föð­ur sinn í elds­voða sem barn

Þrír íbú­ar hjól­hýsa­hverf­is­ins á Sæv­ar­höfða eru heim­il­is­laus­ir eft­ir að eld­ur kom upp í einu hýs­anna í nótt. „Hann stóð bara úti og grét,“ seg­ir Geir­dís Hanna Kristjáns­dótt­ir um við­brögð ná­granna síns sem missti hús­bíl sinn. Sjálf missti hún heim­ili sitt í brun­an­um en Geir­dís hef­ur tvisvar áð­ur á æv­inni misst allt sitt í elds­voða. Í þeim fyrsta lést pabbi henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár