Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Árni Þór segist ekkert hafa vitað um skipan Geirs sem sendiherra

Árni Þór Sig­urðs­son seg­ir að skip­an sín sem sendi­herra ár­ið 2014 hafi byggst á mennt­un hans, þekk­ingu og reynslu. Eng­in skil­yrði um póli­tíska greiða í fram­tíð­inni hafi fylgt henni.

Árni Þór segist ekkert hafa vitað um skipan Geirs sem sendiherra
Vissi ekki af skipan Geirs Árni Þór Sigurðsson segir að hann hafi ekkert vitað um að Gunnar Bragi Sveinsson hyggðist skipa Geir H. Haarde sendiherra á sama tíma og sig. Mynd: Pressphotos

Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Finnlandi, segir að sér hafi ekki verið kunnugt um að Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, hyggðist skipa Geir H. Haarde í sendiherraembætti á sama tíma og sig. Að Gunnar Bragi hafi gert það sé Árna Þór með öllu óviðkomandi. Þá hafi ákvörðun sín um að sækjast eftir störfum í utanríkisþjónustunni byggst á menntun Árna Þórs og reynslu. „Það er sannfæring mín að sanngjarnast sé að meta fólk út frá störfum sínum, árangri og umsögnum samstarfsfólks. Því mati kvíði ég ekki.“

Gunnar Bragi kallaði Árna Þór „fávita“

Þetta kemur fram í Facebook-færslu Árna Þórs, sem er viðbragð við yfirlýsingum Gunnars Braga sem heyra má á Klaustursupptökunum svokölluðu. Þar lýsir Gunnar Bragi því að hann hafi í utanríkisráðherratíð sinni árið 2014 gert Árna Þór að sendiherra til að draga athyglina frá umdeildri skipan Geirs í sendiherrastól á sama tíma. Gunnar Bragi fór mikinn í lýsingum sínum á þessu háttalagi og kallaði meðal annars Árna Þór „fávita“ og „senditík Steingríms [J. Sigfússonar]“. Sömuleiðis lýsti Gunnar Bragi því að hann hefði talið sig eiga inni hjá Sjálfstæðisflokknum vegna þessarar skipunar Geirs.

Árni Þór rekur í færslu sinni að forsagan að því hann hafi verið skipaður í embætti sendiherra megi rekja til þess að hann hafi í byrjun árs sýnt áhuga á að verða skipaður í stöðu eins af framkvæmdastjórum ÖSE sem þá var laus. „Athygli mín var vakin á þessari stöðu enda samræmdist menntun mín og reynsla hæfiskröfum, m.a. um þekkingu á utanríkis- og alþjóðamálum, reynslu af stjórnmálum og sérþekkingu um málefni Rússlands og austur-Evrópu, vel. Ég kannaði hjá utanríkisráðuneytinu hvort ég kæmi til álita og varð niðurstaðan sú að ég var tilnefndur í starfið fyrir atbeina ráðuneytisins.“

Það fór þó svo að Árni Þór var ekki valinn til starfans. Í framhaldinu segir Árni Þór að hann hafi lýst því við Gunnar Braga að hann hefði áhuga á að starfa að utanríkis- og alþjóðamálum. Hann hafi aldrei óskað eftir stuðningi síns flokks, Vinstri grænna, í ferlinu enda hafi hann talið að meta ætti einstaklinga út frá hæfni, þekkingu, reynslu og menntun. „Skipan mín sem sendiherra var ákvörðun ráðherra og í samræmi við lög um utanríkisþjónustuna. Þeirri skipun fylgdu engin skilyrði um einhvern greiða í framtíðinni.“

Segir skipan Geirs sér með öllu óviðkomandi

Árni segir að Gunnar Bragi hafi ekki nefnt við sig að hann hyggðist skipa Geir sem sendiherra. „Skömmu áður en frá skipuninni var gengið nefndi hann þó að tveir yrðu skipaðir úr röðum stjórnmála og væri ég annar þeirra. Nafn Geirs hafði komið fram í fjölmiðlum í þessu sambandi. Afstaða mín til þess að hverfa úr stjórnmálum og hefja störf að utanríkismálum byggðist hins vegar sem fyrr segir á þeim áhuga að nýta sem best menntun mína og reynslu. Af því leiðir að hvaða aðrir einstaklingar kynnu að fara til starfa í utanríkisráðuneytinu á svipuðum tíma hafði ekki áhrif á mig. Sá þáttur málsins er mér með öllu óviðkomandi.

Þegar ákvörðun um skipan mína lá fyrir greindi ég formanni VG frá því að ég myndi láta af þingmennsku og hefja störf í utanríkisráðuneytinu. Í framhaldinu greindi ég einnig þingflokki VG frá því. Ýmsir í mínum flokki gagnrýndu mig fyrir þá ákvörðun, það var gagnrýni sem ég hafði skilning á og tók nærri mér, en ég var engu að síður ósammála. Það er sannfæring mín að sanngjarnast sé að meta fólk út frá störfum sínum, árangri og umsögnum samstarfsfólks. Því mati kvíði ég ekki.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár