Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Árni Þór segist ekkert hafa vitað um skipan Geirs sem sendiherra

Árni Þór Sig­urðs­son seg­ir að skip­an sín sem sendi­herra ár­ið 2014 hafi byggst á mennt­un hans, þekk­ingu og reynslu. Eng­in skil­yrði um póli­tíska greiða í fram­tíð­inni hafi fylgt henni.

Árni Þór segist ekkert hafa vitað um skipan Geirs sem sendiherra
Vissi ekki af skipan Geirs Árni Þór Sigurðsson segir að hann hafi ekkert vitað um að Gunnar Bragi Sveinsson hyggðist skipa Geir H. Haarde sendiherra á sama tíma og sig. Mynd: Pressphotos

Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Finnlandi, segir að sér hafi ekki verið kunnugt um að Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, hyggðist skipa Geir H. Haarde í sendiherraembætti á sama tíma og sig. Að Gunnar Bragi hafi gert það sé Árna Þór með öllu óviðkomandi. Þá hafi ákvörðun sín um að sækjast eftir störfum í utanríkisþjónustunni byggst á menntun Árna Þórs og reynslu. „Það er sannfæring mín að sanngjarnast sé að meta fólk út frá störfum sínum, árangri og umsögnum samstarfsfólks. Því mati kvíði ég ekki.“

Gunnar Bragi kallaði Árna Þór „fávita“

Þetta kemur fram í Facebook-færslu Árna Þórs, sem er viðbragð við yfirlýsingum Gunnars Braga sem heyra má á Klaustursupptökunum svokölluðu. Þar lýsir Gunnar Bragi því að hann hafi í utanríkisráðherratíð sinni árið 2014 gert Árna Þór að sendiherra til að draga athyglina frá umdeildri skipan Geirs í sendiherrastól á sama tíma. Gunnar Bragi fór mikinn í lýsingum sínum á þessu háttalagi og kallaði meðal annars Árna Þór „fávita“ og „senditík Steingríms [J. Sigfússonar]“. Sömuleiðis lýsti Gunnar Bragi því að hann hefði talið sig eiga inni hjá Sjálfstæðisflokknum vegna þessarar skipunar Geirs.

Árni Þór rekur í færslu sinni að forsagan að því hann hafi verið skipaður í embætti sendiherra megi rekja til þess að hann hafi í byrjun árs sýnt áhuga á að verða skipaður í stöðu eins af framkvæmdastjórum ÖSE sem þá var laus. „Athygli mín var vakin á þessari stöðu enda samræmdist menntun mín og reynsla hæfiskröfum, m.a. um þekkingu á utanríkis- og alþjóðamálum, reynslu af stjórnmálum og sérþekkingu um málefni Rússlands og austur-Evrópu, vel. Ég kannaði hjá utanríkisráðuneytinu hvort ég kæmi til álita og varð niðurstaðan sú að ég var tilnefndur í starfið fyrir atbeina ráðuneytisins.“

Það fór þó svo að Árni Þór var ekki valinn til starfans. Í framhaldinu segir Árni Þór að hann hafi lýst því við Gunnar Braga að hann hefði áhuga á að starfa að utanríkis- og alþjóðamálum. Hann hafi aldrei óskað eftir stuðningi síns flokks, Vinstri grænna, í ferlinu enda hafi hann talið að meta ætti einstaklinga út frá hæfni, þekkingu, reynslu og menntun. „Skipan mín sem sendiherra var ákvörðun ráðherra og í samræmi við lög um utanríkisþjónustuna. Þeirri skipun fylgdu engin skilyrði um einhvern greiða í framtíðinni.“

Segir skipan Geirs sér með öllu óviðkomandi

Árni segir að Gunnar Bragi hafi ekki nefnt við sig að hann hyggðist skipa Geir sem sendiherra. „Skömmu áður en frá skipuninni var gengið nefndi hann þó að tveir yrðu skipaðir úr röðum stjórnmála og væri ég annar þeirra. Nafn Geirs hafði komið fram í fjölmiðlum í þessu sambandi. Afstaða mín til þess að hverfa úr stjórnmálum og hefja störf að utanríkismálum byggðist hins vegar sem fyrr segir á þeim áhuga að nýta sem best menntun mína og reynslu. Af því leiðir að hvaða aðrir einstaklingar kynnu að fara til starfa í utanríkisráðuneytinu á svipuðum tíma hafði ekki áhrif á mig. Sá þáttur málsins er mér með öllu óviðkomandi.

Þegar ákvörðun um skipan mína lá fyrir greindi ég formanni VG frá því að ég myndi láta af þingmennsku og hefja störf í utanríkisráðuneytinu. Í framhaldinu greindi ég einnig þingflokki VG frá því. Ýmsir í mínum flokki gagnrýndu mig fyrir þá ákvörðun, það var gagnrýni sem ég hafði skilning á og tók nærri mér, en ég var engu að síður ósammála. Það er sannfæring mín að sanngjarnast sé að meta fólk út frá störfum sínum, árangri og umsögnum samstarfsfólks. Því mati kvíði ég ekki.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
3
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
5
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár