Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Almenningur fær ekki eftirgjöf skulda eins og auðmenn

Um­boðs­mað­ur skuld­ara seg­ir að ein­stak­ling­ar fái yf­ir­leitt að­eins skulda­eft­ir­gjöf ef gild­ar ástæð­ur eins og mik­il veik­indi eru fyr­ir hendi eða ef kröfu­hafa þyki full­ljóst að hann fái kröf­ur sín­ar ekki greidd­ar. Eng­in af ástæð­un­um átti við um skulda­eft­ir­gjöf til Ró­berts Wess­mann, sem með­al ann­ars hef­ur keypt sér 3 millj­arða íbúð eft­ir skulda­að­lög­un sína.

Almenningur fær ekki eftirgjöf skulda eins og auðmenn
Veikindi og algjört eignaleysi forsenda skuldaeftirgjafar Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, segir að mikil veikindi eða algjört eignaleysi séu forsenda þeirrar skuldaeftirgjafar sem embættið hefur milligöngu um í tilfelli einstaklinga.

„Ef þú nærð svona samningum, ef þú borgar eina milljón og færð þrjátíu og eitthvað milljónir í eftirgjöf, þá finnst mér það með ólíkindum ef það er hægt. Ég kannast ekki við svona dæmi,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, aðspurð um hversu algengt það sé að einstaklingar fái eftirgjöf skulda, meðal annars út af fasteignalánun, eða öðrum lánum þar sem persónuleg ábyrgð liggur á bak við lánið.

Stundin greinir frá því að Róbert Wessmann, einn auðugasti Íslendingurinn, hafi samið við Glitni um að greiða 1,3 milljarða króna af þeim 40 milljörðum króna sem hann skuldaði bankanum. Ástæðan var að eignir hans voru á aflandssvæðum og bankinn taldi sig því ekki hafa hag af því að ganga á hann, þótt hann væri í persónulegum ábyrgðum fyrir lánunum. Ekki löngu eftir skuldaeftirgjöfina keypti Róbert íbúð að andvirði þriggja milljarða króna. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár