Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Almenningur fær ekki eftirgjöf skulda eins og auðmenn

Um­boðs­mað­ur skuld­ara seg­ir að ein­stak­ling­ar fái yf­ir­leitt að­eins skulda­eft­ir­gjöf ef gild­ar ástæð­ur eins og mik­il veik­indi eru fyr­ir hendi eða ef kröfu­hafa þyki full­ljóst að hann fái kröf­ur sín­ar ekki greidd­ar. Eng­in af ástæð­un­um átti við um skulda­eft­ir­gjöf til Ró­berts Wess­mann, sem með­al ann­ars hef­ur keypt sér 3 millj­arða íbúð eft­ir skulda­að­lög­un sína.

Almenningur fær ekki eftirgjöf skulda eins og auðmenn
Veikindi og algjört eignaleysi forsenda skuldaeftirgjafar Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, segir að mikil veikindi eða algjört eignaleysi séu forsenda þeirrar skuldaeftirgjafar sem embættið hefur milligöngu um í tilfelli einstaklinga.

„Ef þú nærð svona samningum, ef þú borgar eina milljón og færð þrjátíu og eitthvað milljónir í eftirgjöf, þá finnst mér það með ólíkindum ef það er hægt. Ég kannast ekki við svona dæmi,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, aðspurð um hversu algengt það sé að einstaklingar fái eftirgjöf skulda, meðal annars út af fasteignalánun, eða öðrum lánum þar sem persónuleg ábyrgð liggur á bak við lánið.

Stundin greinir frá því að Róbert Wessmann, einn auðugasti Íslendingurinn, hafi samið við Glitni um að greiða 1,3 milljarða króna af þeim 40 milljörðum króna sem hann skuldaði bankanum. Ástæðan var að eignir hans voru á aflandssvæðum og bankinn taldi sig því ekki hafa hag af því að ganga á hann, þótt hann væri í persónulegum ábyrgðum fyrir lánunum. Ekki löngu eftir skuldaeftirgjöfina keypti Róbert íbúð að andvirði þriggja milljarða króna. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár