„Ef þú nærð svona samningum, ef þú borgar eina milljón og færð þrjátíu og eitthvað milljónir í eftirgjöf, þá finnst mér það með ólíkindum ef það er hægt. Ég kannast ekki við svona dæmi,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, aðspurð um hversu algengt það sé að einstaklingar fái eftirgjöf skulda, meðal annars út af fasteignalánun, eða öðrum lánum þar sem persónuleg ábyrgð liggur á bak við lánið.
Stundin greinir frá því að Róbert Wessmann, einn auðugasti Íslendingurinn, hafi samið við Glitni um að greiða 1,3 milljarða króna af þeim 40 milljörðum króna sem hann skuldaði bankanum. Ástæðan var að eignir hans voru á aflandssvæðum og bankinn taldi sig því ekki hafa hag af því að ganga á hann, þótt hann væri í persónulegum ábyrgðum fyrir lánunum. Ekki löngu eftir skuldaeftirgjöfina keypti Róbert íbúð að andvirði þriggja milljarða króna. …
Athugasemdir