Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sjáið leiklestur Borgarleikhússins á samtali þingmanna á Klaustri

Stór hluti sam­tals­ins túlk­að­ur af leik­kon­um og leik­ara Borg­ar­leik­húss­ins fyrr í kvöld.

Sjáið leiklestur Borgarleikhússins á samtali þingmanna á Klaustri

Leiklestur á orðum sem sex þingmenn létu falla á Klaustursfundinum alræmda fór fram í Borgarleikhúsinu í kvöld.

Viðburðurinn var haldinn í samvinnu við Stundina og má sjá upptöku af verkinu hér í fréttinni.

Bergur Þór Ingólfsson er leikstjóri og hlutverkaskipan eftirfarandi:

Gunnar Bragi Sveinsson – Unnur Ösp Stefánsdóttir
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson – Sigrún Edda Björnsdóttir
Bergþór Ólason – Þórunn Arna Kristjànsdóttir
Ólafur Ísleifsson– Edda Björg Eyjólfsdóttir
Karl Gauti Hjaltason – Þuríður Blær Jóhannsdóttir
Anna Kolbrún Árnadóttir – Hilmar Guðjónsson

Upptökum af samræðum þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Gunnars Braga Sveinssonar, Bergþórs Ólasonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, sem og Karls Gauta Hjaltasonar og Ólafs Ísleifssonar, þar sem þau sátu að drykkju meðan þing var enn að störfum, var komið til Stundarinnar, DV og Kvennablaðsins, sem hafa greint frá lítilsvirðandi ummælum þingmanna um nafngreindar stjórnmálakonur, samkynhneigða og fatlaða, um leið og þeir mærðu hver annan og gortuðu af því að hafa misbeitt valdi við skipun sendiherra. 

Ummælin hafa dregið dilk á eftir sér. Tveir þingmenn voru reknir úr Flokki fólksins vegna framgöngu sinnar og tveir þingmanna Miðflokksins eru komnir í leyfi.

Fjöldi fólks safnaðist saman á Austurvelli um helgina og krafðist afsagnar þingmannanna og í dag óskaði forsætisnefnd Alþingis eftir því að siðanefnd þingsins tæki málið fyrir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
3
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár