Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sjáið leiklestur Borgarleikhússins á samtali þingmanna á Klaustri

Stór hluti sam­tals­ins túlk­að­ur af leik­kon­um og leik­ara Borg­ar­leik­húss­ins fyrr í kvöld.

Sjáið leiklestur Borgarleikhússins á samtali þingmanna á Klaustri

Leiklestur á orðum sem sex þingmenn létu falla á Klaustursfundinum alræmda fór fram í Borgarleikhúsinu í kvöld.

Viðburðurinn var haldinn í samvinnu við Stundina og má sjá upptöku af verkinu hér í fréttinni.

Bergur Þór Ingólfsson er leikstjóri og hlutverkaskipan eftirfarandi:

Gunnar Bragi Sveinsson – Unnur Ösp Stefánsdóttir
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson – Sigrún Edda Björnsdóttir
Bergþór Ólason – Þórunn Arna Kristjànsdóttir
Ólafur Ísleifsson– Edda Björg Eyjólfsdóttir
Karl Gauti Hjaltason – Þuríður Blær Jóhannsdóttir
Anna Kolbrún Árnadóttir – Hilmar Guðjónsson

Upptökum af samræðum þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Gunnars Braga Sveinssonar, Bergþórs Ólasonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, sem og Karls Gauta Hjaltasonar og Ólafs Ísleifssonar, þar sem þau sátu að drykkju meðan þing var enn að störfum, var komið til Stundarinnar, DV og Kvennablaðsins, sem hafa greint frá lítilsvirðandi ummælum þingmanna um nafngreindar stjórnmálakonur, samkynhneigða og fatlaða, um leið og þeir mærðu hver annan og gortuðu af því að hafa misbeitt valdi við skipun sendiherra. 

Ummælin hafa dregið dilk á eftir sér. Tveir þingmenn voru reknir úr Flokki fólksins vegna framgöngu sinnar og tveir þingmanna Miðflokksins eru komnir í leyfi.

Fjöldi fólks safnaðist saman á Austurvelli um helgina og krafðist afsagnar þingmannanna og í dag óskaði forsætisnefnd Alþingis eftir því að siðanefnd þingsins tæki málið fyrir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár