Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Erfið stemning í þingveislu á Bessastöðum í gær – myndir

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, þing­mað­ur Mið­flokks­ins, lét sig ekki vanta í þing­veislu á Bessa­stöð­um í gær. Sam­flokks­menn hans, þeir Berg­þór Óla­son og Gunn­ar Bragi Sveins­son mættu ekki en greint hef­ur ver­ið frá því að for­seti þings­ins hafi lát­ið þau boð út ganga að nær­veru þeirra væri ekki ósk­að.

Erfið stemning í þingveislu á Bessastöðum í gær – myndir
Ráðherradans Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigríður Anderson dómsmálaráðherra létu sig ekki vanta í veisluna sem fór fram á meðan vindar geisuðu.

Þingmenn fjölmenntu í þingveislu á Bessastöðum, sem haldin er árlega í tilefni af fullveldisdeginum, í gær. Andrúmsloftið mun hafa verið litað af uppljóstrunum síðustu daga en tveir þingmenn Miðflokksins, þeir Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, létu ekki sjá sig í veislunni. Vísir og Eyjan hafa greint frá því í morgun að Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hafi komið þeim skilaboðum á framfæri að beiðni Guðna Th. Jóhannssonar, forseta, að nærveru þeirra væri ekki óskað 

Forseti hóf veisluhöld á því að ræða fílinn í herberginu, þ.e. mál málanna og hin ógeðfelldu ummæli sem þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins létu falla á Klaustur bar þann 20. nóvember, og Stundin hefur fjallað um með ítarlegum hætti. Þingmenn sem Stundin hefur rætt við segja að þetta hafi hjálpað til við að að gera erfiða samkomu bærilegri, en stemningin var eins og gefur að skilja ekki sú besta.

Sigmundur Davíð Guðmundsson, þingmaður Miðflokksins, og einn þeirra sem lét óviðurkvæmileg orð falla á Klaustri bar, lét sig ekki vanta þó að félagar hans hafi ekki mætt, en hann ku hafa verið „hress og sprækur líkt og hann væri hrókur alls fagnaðar,“ eins og einn viðmælandi komst að orði. „En það var hann ekki,“ segir sá hinn sami. 

Þingheimur lék á reiðiskjálfi í gær og fundað var á öllum hæðum Alþingis vegna málsins. Hegðun og tungutak þingmannanna þykir ekki til þess fallið að auka veg og virðingu Alþingis sem hefur átt við töluverðan ímyndarvanda að stríða síðustu ár. Þingveislan, sem haldin var í skugga uppljóstrananna, fór fram í vindasömu veðri eins og meðfylgjandi myndir sína. 

Simmi sprækurSigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, var hress og sprækur í veislunni í gær, en samflokksmenn hans, þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, mættu ekki. Anna Kolbrún Árnadóttir, samflokkskona hans, kom einnig í boðið.
Fordæmir ummælinLogi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur gagnrýnt þá þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins sem töluðu með niðrandi hætti um konur.
Forseti kom skilaboðum áleiðisSteingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, mun hafa komið þeim skilaboðum áleiðis til þingmannanna Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar að nærveru þeirra væri ekki óskað í veislunni.
Stormasamir tímar á þingiVeðrið lék ekki við þingmenn og ráðherra þegar þeir yfirgáfu þingveisluna, en Sigríður Andersen innanríkisráðherra mætti líkt og aðrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar.
Sæmileg stemningHalldóra Mogensen, þingmaður Pírata, yfirgefur þingveisluna á Bessastöðum þar sem stemningin var eftir atvikum sæmileg.
Allra veðra vonÁsmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra mætti eins og aðrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar í þingveisluna á Bessastöðum.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár