Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Erfið stemning í þingveislu á Bessastöðum í gær – myndir

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, þing­mað­ur Mið­flokks­ins, lét sig ekki vanta í þing­veislu á Bessa­stöð­um í gær. Sam­flokks­menn hans, þeir Berg­þór Óla­son og Gunn­ar Bragi Sveins­son mættu ekki en greint hef­ur ver­ið frá því að for­seti þings­ins hafi lát­ið þau boð út ganga að nær­veru þeirra væri ekki ósk­að.

Erfið stemning í þingveislu á Bessastöðum í gær – myndir
Ráðherradans Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigríður Anderson dómsmálaráðherra létu sig ekki vanta í veisluna sem fór fram á meðan vindar geisuðu.

Þingmenn fjölmenntu í þingveislu á Bessastöðum, sem haldin er árlega í tilefni af fullveldisdeginum, í gær. Andrúmsloftið mun hafa verið litað af uppljóstrunum síðustu daga en tveir þingmenn Miðflokksins, þeir Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, létu ekki sjá sig í veislunni. Vísir og Eyjan hafa greint frá því í morgun að Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hafi komið þeim skilaboðum á framfæri að beiðni Guðna Th. Jóhannssonar, forseta, að nærveru þeirra væri ekki óskað 

Forseti hóf veisluhöld á því að ræða fílinn í herberginu, þ.e. mál málanna og hin ógeðfelldu ummæli sem þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins létu falla á Klaustur bar þann 20. nóvember, og Stundin hefur fjallað um með ítarlegum hætti. Þingmenn sem Stundin hefur rætt við segja að þetta hafi hjálpað til við að að gera erfiða samkomu bærilegri, en stemningin var eins og gefur að skilja ekki sú besta.

Sigmundur Davíð Guðmundsson, þingmaður Miðflokksins, og einn þeirra sem lét óviðurkvæmileg orð falla á Klaustri bar, lét sig ekki vanta þó að félagar hans hafi ekki mætt, en hann ku hafa verið „hress og sprækur líkt og hann væri hrókur alls fagnaðar,“ eins og einn viðmælandi komst að orði. „En það var hann ekki,“ segir sá hinn sami. 

Þingheimur lék á reiðiskjálfi í gær og fundað var á öllum hæðum Alþingis vegna málsins. Hegðun og tungutak þingmannanna þykir ekki til þess fallið að auka veg og virðingu Alþingis sem hefur átt við töluverðan ímyndarvanda að stríða síðustu ár. Þingveislan, sem haldin var í skugga uppljóstrananna, fór fram í vindasömu veðri eins og meðfylgjandi myndir sína. 

Simmi sprækurSigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, var hress og sprækur í veislunni í gær, en samflokksmenn hans, þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, mættu ekki. Anna Kolbrún Árnadóttir, samflokkskona hans, kom einnig í boðið.
Fordæmir ummælinLogi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur gagnrýnt þá þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins sem töluðu með niðrandi hætti um konur.
Forseti kom skilaboðum áleiðisSteingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, mun hafa komið þeim skilaboðum áleiðis til þingmannanna Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar að nærveru þeirra væri ekki óskað í veislunni.
Stormasamir tímar á þingiVeðrið lék ekki við þingmenn og ráðherra þegar þeir yfirgáfu þingveisluna, en Sigríður Andersen innanríkisráðherra mætti líkt og aðrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar.
Sæmileg stemningHalldóra Mogensen, þingmaður Pírata, yfirgefur þingveisluna á Bessastöðum þar sem stemningin var eftir atvikum sæmileg.
Allra veðra vonÁsmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra mætti eins og aðrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar í þingveisluna á Bessastöðum.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár