Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Feillinn sem Ási gerði var að hætta að keyra“

Þing­menn ræddu akst­urs­kostn­að Ásmund­ar Frið­riks­son­ar þing­manns á hljóðupp­töku. Anna Kol­brún Árna­dótt­ir sagði hann hafa ját­að á sig sök­ina með því að minnka akst­ur­inn. Ólaf­ur Ís­leifs­son sagði mark­að fyr­ir sjón­ar­mið Ásmund­ar um inn­flytj­end­ur í kjör­dæm­inu.

„Feillinn sem Ási gerði var að hætta að keyra“
Ólafur Ísleifsson og Ásmundur Friðriksson

Sjónarmið Ásmundar Friðriksson og skrif „sem andstæðingar hans kalla rasistagreinar“ eiga upp á pallborðið í Suðurkjördæmi, að mati Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Flokks fólksins. Þetta kemur fram á hljóðupptöku sem Stundin er með undir höndum.

„Ásmundur Friðriksson er ekki maður að mínu skapi,“ sagði Ólafur á upptökunni. „Þið takið eftir því að það er einn þáttur í honum sem stjórnmálamanni og það er það að hann hefur treyst sér til að fjalla um mjög viðkvæm málefni, sem „góða fólkinu“ er mjög á móti skapi.“ 

Ásmundur hefur sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins vakið töluverða athygli fyrir málflutning sinn varðandi innflytjendur og hælisleitendur. Ummæli hans um málaflokkinn hafa sætt mikilli gagnrýni og þótt á skjön við það sem íslenskir stjórnmálamenn hafa látið hafa eftir sér opinberlega.

„Og þegar hann er þarna í sínu öðru sæti [á lista flokksins] að skrifa það sem andstæðingar hans kalla rasistagreinar. Ein slík grein hefði mögulega getað dregið Unni Brá [Konráðsdóttur, fyrrverandi þingmann] í framboð. Hennar eini séns var að Ásmundur mundi herða á sínu. Það er augljós markaður fyrir þessi sjónarmið í Suðurkjördæmi. Það kom mjög skýrt fram í þessu fjölmennasta prófkjöri sem haldið var fyrir kosningarnar.“

Mistök að hætta að keyra

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir voru á Klaustur bar 20. nóvember síðastliðinn og ræddu við Ólaf og Karl Gauta Hjaltason, þingmenn Flokks fólksins, um að ganga í Miðflokkinn. Orðaskiptin voru mjög hávær, áttu sér stað í vitna viðurvist og náðust að hluta á upptöku.

Áður en sjónarmið Ásmundar í innflytjendamálum bárust í tal höfðu þingmennirnir rætt aksturskostnað hans og hvort hann hefði brugðist rétt við gagnrýni sem hann hlaut í byrjun árs. Ásmundur vakti athygli fyrir 4,6 milljóna króna endurgreiðslur vegna aksturskostnaðar síns árið 2017.

„Feillinn sem Ási gerði var að hætta að keyra,“ sagði þá Anna Kolbrún. „Hann helmingaði aksturinn á milli ára. Hann játaði sökina.“

Ásmundur byrjaði í kjölfar gagnrýninnar að nota bílaleigubíl í stað síns eigin bíls, samkvæmt reglum Alþingis. Í framhaldinu af þessum umræðum sagðist Bergþór í kerskni hafa heyrt þá hugmynd að Ásmundur hefði átt að setja bílaleigubílinn á búkka í bílskúrnum.

„Þar væri hann á 100 kílómetra hraða alltaf þegar hann væri sofandi. Þannig að hverja nótt þegar Ási er sofandi þá keyrir bíllinn svona 700 kílómetra. Þannig að hann mun sýna okkur það að hann keyrir jafnvel meira.“

„Hann virkar hræddur almennt,“ sagði Sigmundur Davíð loks.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Aksturskostnaður þingmanna

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
Úttekt

Lækk­an­ir akst­ur­greiðslna sýna fram á kosti gagn­sæ­is

Veru­leg­ar upp­hæð­ir spar­ast í akst­urs­kostn­aði þing­manna eft­ir að upp­lýs­ing­ar um end­ur­greiðsl­ur til þeirra voru gerð­ar op­in­ber­ar. Kostn­að­ur vegna akst­urs þing­manna nam alls 42,7 millj­ón­um króna ár­ið 2017, í fyrra hafði upp­hæð­in lækk­að nið­ur í 30,7 millj­ón­ir og í ár er reikn­að með því að kostn­að­ur­inn endi í 26 millj­ón­um.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár