Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Högni fer til Úkraínu þrátt fyrir yfirvofandi herlög og útgöngubann

Úkraínsk stjórn­völd skoða að setja her­lög á í land­inu eft­ir að Rúss­ar her­tóku þrjú skip þeirra ná­lægt Krímskaga. Högni Eg­ils­son held­ur tón­leika í Kíev á föstu­dag og seg­ir að mamma hans hafi hvatt hann til að hætta við.

Högni fer til Úkraínu þrátt fyrir yfirvofandi herlög og útgöngubann

„É

g var að hugsa hvort ég ætti að sleppa þessu, en það er best að taka sénsinn, þó að mamma hafi ráðlagt mér að fara ekki,“ segir Högni Egilsson tónlistarmaður. Hann var staddur á flugvellinum í Varsjá að bíða eftir að ákvörðun verði tekin um flug hans til Kíev þegar blaðamaður Stundarinnar náði tali af honum í dag.

Úkraínsk stjórnvöld skoða í dag hvort setja eigi á herlög í landinu eftir að Rússar hertóku þrjú úkraínsk skip skammt frá Krímskaga. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og Atlantshafsbandalagið NATO hafa boðað til neyðarfunda vegna málsins. Mikil spenna hefur verið í samskiptum Rússa og Úkraínumanna undanfarin ár eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014.

Högni á að spila á tónleikum í Kíev á föstudagskvöld. Hann segir að fluginu sínu hafi þegar verið seinkað án skýringa, auk þess sem hætt hafi verið við flug til Úkraínu síðar um kvöldið. „Ég hef bæði verið í Kíev og Donetsk áður, en þetta er í fyrsta sinn sem ég fer einn,“ segir Högni.

Hann segir allt utanumhald vegna tónleikana vera afar vandað og að samskipti við tónleikahaldarann séu góð. „Ég hringdi í hann og hann sagðist ekki hafa áhyggjur af þessu, en ef það yrðu herlög sett á þá yrði útgöngubann. Þannig að hann þyrfti að hafa tónleikana fyrr um kvöldið.“

Á sunnudag beittu Rússar vopnum sínum gegn skipunum þremur sem sigldu undan strönd Krímskaga. Segja Rússar að skipin hafi farið inn á sitt hafsvæði, en úkraínsk stjórnvöld segja rússneskt skip hafa siglt á eitt þeirra í því skyni að ógna þeim.

Í Kíev mun Högni flytja nýlega tónlist eftir sig, Strengjakvartett no.1. „Hún er svo friðsæl að vonandi á hún erindi,“ segir Högni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Utanríkismál

Sigmundur Davíð skoðaði lagningu sæstrengs með Cameron „til að sýna fram á að það hentaði ekki“
FréttirUtanríkismál

Sig­mund­ur Dav­íð skoð­aði lagn­ingu sæ­strengs með Ca­meron „til að sýna fram á að það hent­aði ekki“

Þing­heim­ur hló þeg­ar Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, formað­ur Mið­flokks­ins, sagð­ist ein­göngu hafa sam­þykkt stofn­un vinnu­hóps með Bret­um um lagn­ingu sæ­strengs ár­ið 2015 til þess að ekk­ert yrði af verk­efn­inu. Hann mæl­ir með að Bret­land gangi í EES, þrátt fyr­ir að ut­an þess yrði sæ­streng­ur ill­mögu­leg­ur eft­ir Brex­it.
Fyrrverandi héraðsdómari segir Guðlaug Þór hafa misbeitt valdi og jafnvel bakað sér refsiábyrgð
Fréttir

Fyrr­ver­andi hér­aðs­dóm­ari seg­ir Guð­laug Þór hafa mis­beitt valdi og jafn­vel bak­að sér refsi­á­byrgð

Pét­ur Guð­geirs­son, fyrr­ver­andi dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur, tel­ur ut­an­rík­is­ráð­herra hafa gerst sek­an um ólög­mæta íhlut­un í stjórn­skip­un­ar­mál full­valda rík­is með stuðn­ings­yf­ir­lýs­ing­unni við Ju­an Guaidó í Venesúela. Rétt­ast sé að Guð­laug­ur biðj­ist af­sök­un­ar og segi af sér.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
6
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár