Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Icelandair telur ólíklegt að fyrirvarar á kaupum á WOW air verði uppfylltir

Tal­ið ólík­legt að tak­ast megi að upp­fylla fyr­ir­vara fyr­ir hlut­hafa­fund Icelanda­ir á föstu­dag­inn.

Icelandair telur ólíklegt að fyrirvarar á kaupum á WOW air verði uppfylltir
Viðskipti í vafa Icelandair telur ólíklegt að takast megi að uppfylla fyrirvara á kaupunum á WOW air fyrir komandi hluthafafund á föstudaginn.

Ólíklegt er talið að takast megi að uppfylla alla fyrirvara á kaupum Icelandair Group á WOW air fyrir hluthafafund fyrrnefnda félagsins á föstudaginn kemur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair Group. Viðskipti með hlutabréf í Icelandair voru stöðvuð í Kauphöll Íslands í morgun.

Í tilkynningunni segir: „Líkt og tilkynnt hefur verið mun Icelandair Group halda hluthafafund þann 30. nóvember nk. Á dagskrá fundarins er tillaga um að samþykkja kaup félagsins á WOW air hf. Í kaupsamningi eru ýmsir fyrirvarar sem þurfa að vera uppfylltir. Miðað við stöðu málsins í dag telur Icelandair Group ólíklegt að allir fyrirvarar verði uppfylltir fyrir þann tímapunkt.

Áfram verður unnið í málinu og viðræður standa yfir milli samningsaðila um framgang málsins.“

Ekki kemur fram hvaða fyrirvara um er að ræða en meðal þeirra var samþykki hluthafafundar. Augljóst er að ekki er um þann fyrirvara að ræða en mögulega er um að ræða fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar á WOW air, en sá fyrirvari var einmitt nefndur sérstaklega í tilkynningu um kaupin í byrjun mánaðarins. 

Fjármálaeftirlitið gaf í morgun frá sér tilkynningu vegna stöðvunarinnar á viðskiptunum. Þar segir að að eftirlitið hafi ákveðið að stöðva tímabundið viðskipti með fjármálgerninga Icelandair Group í Kauphöllinni. Hafi ákvörðunin verið tekin til að vernda jafnræði fjárfesta. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu