Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Icelandair telur ólíklegt að fyrirvarar á kaupum á WOW air verði uppfylltir

Tal­ið ólík­legt að tak­ast megi að upp­fylla fyr­ir­vara fyr­ir hlut­hafa­fund Icelanda­ir á föstu­dag­inn.

Icelandair telur ólíklegt að fyrirvarar á kaupum á WOW air verði uppfylltir
Viðskipti í vafa Icelandair telur ólíklegt að takast megi að uppfylla fyrirvara á kaupunum á WOW air fyrir komandi hluthafafund á föstudaginn.

Ólíklegt er talið að takast megi að uppfylla alla fyrirvara á kaupum Icelandair Group á WOW air fyrir hluthafafund fyrrnefnda félagsins á föstudaginn kemur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair Group. Viðskipti með hlutabréf í Icelandair voru stöðvuð í Kauphöll Íslands í morgun.

Í tilkynningunni segir: „Líkt og tilkynnt hefur verið mun Icelandair Group halda hluthafafund þann 30. nóvember nk. Á dagskrá fundarins er tillaga um að samþykkja kaup félagsins á WOW air hf. Í kaupsamningi eru ýmsir fyrirvarar sem þurfa að vera uppfylltir. Miðað við stöðu málsins í dag telur Icelandair Group ólíklegt að allir fyrirvarar verði uppfylltir fyrir þann tímapunkt.

Áfram verður unnið í málinu og viðræður standa yfir milli samningsaðila um framgang málsins.“

Ekki kemur fram hvaða fyrirvara um er að ræða en meðal þeirra var samþykki hluthafafundar. Augljóst er að ekki er um þann fyrirvara að ræða en mögulega er um að ræða fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar á WOW air, en sá fyrirvari var einmitt nefndur sérstaklega í tilkynningu um kaupin í byrjun mánaðarins. 

Fjármálaeftirlitið gaf í morgun frá sér tilkynningu vegna stöðvunarinnar á viðskiptunum. Þar segir að að eftirlitið hafi ákveðið að stöðva tímabundið viðskipti með fjármálgerninga Icelandair Group í Kauphöllinni. Hafi ákvörðunin verið tekin til að vernda jafnræði fjárfesta. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár