Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Veðkall í hlutabréfum Sturlu Sighvatssonar í Heimavöllum

Bréf fé­lags Sturlu Sig­hvats­son­ar í leigu­fé­lag­inu Heima­völl­um voru seld á 140 millj­ón­ir króna og missti hann yf­ir­ráð yf­ir lang­stærst­um hluta bréfa sinna. Gengi Heima­valla hef­ur hækk­að mik­ið síð­an.

Veðkall í hlutabréfum Sturlu Sighvatssonar í Heimavöllum
Hafnar því að um veðkall hafi verið að ræða Sturla segist bara hafa verið að skipta um banka og að hann ætli að kaupa öll hlutabréfin sín aftur með samningum við Arion banka, sem sé að kaupa bréf fyrir hann núna. Arion banki er einn þeirra kröfuhafa sem hafa beðið um nauðungarsölur í fasteignum Sturlu síðustu mánuði. Mynd: RÚV

Veðkall var gert í hlutabréfum Laugavegar ehf., félags Sturlu Sighvatssonar fjárfestis, í leigufélaginu Heimavöllum á dögunum, samkvæmt traustum heimildum ViðskiptaMoggans. Sturla hafi þannig misst yfirráð yfir langstærstum hluta bréfa sinna í félaginu, sem seld hafi verið á 140 milljónir króna.

Stundin fjallað nýlega um Sturlu, sem var einn af stofnendum Heimavalla og fyrsti framkvæmdastjóri félagsins. Samkvæmt nýjustu tilkynningu félagsins til kauphallarinnar í maí var félag hans, Laugavegur ehf., þrettándi stærsti hluthafi Heimavalla, með 2,04% hlut. Nafnvirði bréfa hans námu um 200-250 milljónum króna að mati ViðskiptaMoggans.

Fjöldi fasteigna í eigu félaga Sturlu hefur hins vegar verið boðinn upp til nauðungarsölu undanfarna mánuði. Fasteignafélag hans er ógjaldfært og sum dótturfélög í mjög alvarlegum vanskilum. Sturla hefur verið umfangsmikill í fasteignaviðskiptum og situr í stjórn á þriðja tug félaga, sem flest snúa að fjárfestingum í fasteignum eða sjóðum.

Telja heimildarmenn Viðskiptamoggans að lengi hafi verið vitað af fjárhagsörðugleikum sem tíundaðir voru í frétt Stundarinnar og mögulega hafi gengi Heimavalla tekið kipp eftir að ljóst var að Laugavegur ehf. hyrfi úr hluthafahópnum. Bréf Heimavalla hafi hækkað mikið í kjölfar veðkallsins, en bréfin voru seld af Kviku á lægsta verði sem bréf Heimavalla hafa verið skráð á síðan félagið fór á markað í vor.

Veðkall er þegar fjárfestir þarf að leggja fram auknar tryggingar vegna láns sem liggur til grundvallar skuldsettri fjárfestingu. Lánveitandinn hefur heimild til að þvinga lántakandann til að selja bréf ef hann getur ekki lagað stöðuna með öðrum hætti.

Segist kaupa bréfin aftur

Sturla hafnar því í samtali við ViðskiptaMoggann að um veðkall hafi verið að ræða. Segir hann að hann hafi skipt um banka og hyggist kaupa öll bréfin aftur með framvirkum samningi hjá Arion banka. „Þeir eru að kaupa bréf fyrir mig núna og út þessa viku. Ég mun á endanum eiga sama magn bréfa og ég átti áður, og jafnvel meira. Ég hef mikla trú á Heimavöllum til framtíðar,“ segir Sturla. 

Arion banki er einn af þeim kröfuhöfum sem beðið hafa um nauðungarsölur í fasteignum félaga Sturlu undanfarna mánuði, eins og fram hefur komið í umfjöllun Stundarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu