Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Veðkall í hlutabréfum Sturlu Sighvatssonar í Heimavöllum

Bréf fé­lags Sturlu Sig­hvats­son­ar í leigu­fé­lag­inu Heima­völl­um voru seld á 140 millj­ón­ir króna og missti hann yf­ir­ráð yf­ir lang­stærst­um hluta bréfa sinna. Gengi Heima­valla hef­ur hækk­að mik­ið síð­an.

Veðkall í hlutabréfum Sturlu Sighvatssonar í Heimavöllum
Hafnar því að um veðkall hafi verið að ræða Sturla segist bara hafa verið að skipta um banka og að hann ætli að kaupa öll hlutabréfin sín aftur með samningum við Arion banka, sem sé að kaupa bréf fyrir hann núna. Arion banki er einn þeirra kröfuhafa sem hafa beðið um nauðungarsölur í fasteignum Sturlu síðustu mánuði. Mynd: RÚV

Veðkall var gert í hlutabréfum Laugavegar ehf., félags Sturlu Sighvatssonar fjárfestis, í leigufélaginu Heimavöllum á dögunum, samkvæmt traustum heimildum ViðskiptaMoggans. Sturla hafi þannig misst yfirráð yfir langstærstum hluta bréfa sinna í félaginu, sem seld hafi verið á 140 milljónir króna.

Stundin fjallað nýlega um Sturlu, sem var einn af stofnendum Heimavalla og fyrsti framkvæmdastjóri félagsins. Samkvæmt nýjustu tilkynningu félagsins til kauphallarinnar í maí var félag hans, Laugavegur ehf., þrettándi stærsti hluthafi Heimavalla, með 2,04% hlut. Nafnvirði bréfa hans námu um 200-250 milljónum króna að mati ViðskiptaMoggans.

Fjöldi fasteigna í eigu félaga Sturlu hefur hins vegar verið boðinn upp til nauðungarsölu undanfarna mánuði. Fasteignafélag hans er ógjaldfært og sum dótturfélög í mjög alvarlegum vanskilum. Sturla hefur verið umfangsmikill í fasteignaviðskiptum og situr í stjórn á þriðja tug félaga, sem flest snúa að fjárfestingum í fasteignum eða sjóðum.

Telja heimildarmenn Viðskiptamoggans að lengi hafi verið vitað af fjárhagsörðugleikum sem tíundaðir voru í frétt Stundarinnar og mögulega hafi gengi Heimavalla tekið kipp eftir að ljóst var að Laugavegur ehf. hyrfi úr hluthafahópnum. Bréf Heimavalla hafi hækkað mikið í kjölfar veðkallsins, en bréfin voru seld af Kviku á lægsta verði sem bréf Heimavalla hafa verið skráð á síðan félagið fór á markað í vor.

Veðkall er þegar fjárfestir þarf að leggja fram auknar tryggingar vegna láns sem liggur til grundvallar skuldsettri fjárfestingu. Lánveitandinn hefur heimild til að þvinga lántakandann til að selja bréf ef hann getur ekki lagað stöðuna með öðrum hætti.

Segist kaupa bréfin aftur

Sturla hafnar því í samtali við ViðskiptaMoggann að um veðkall hafi verið að ræða. Segir hann að hann hafi skipt um banka og hyggist kaupa öll bréfin aftur með framvirkum samningi hjá Arion banka. „Þeir eru að kaupa bréf fyrir mig núna og út þessa viku. Ég mun á endanum eiga sama magn bréfa og ég átti áður, og jafnvel meira. Ég hef mikla trú á Heimavöllum til framtíðar,“ segir Sturla. 

Arion banki er einn af þeim kröfuhöfum sem beðið hafa um nauðungarsölur í fasteignum félaga Sturlu undanfarna mánuði, eins og fram hefur komið í umfjöllun Stundarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár