Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Felldu út heimild fyrir 1,5 milljarða láni til Íslandspósts

Breyt­ing­ar­til­laga um láns­heim­ild­ina var dreg­in til baka við um­ræð­ur um fjár­laga­frum­varp næsta árs á Al­þingi í gær. Lán­ið átti að mæta lausa­fjár­vanda fyr­ir­tæk­is­ins.

Felldu út heimild fyrir 1,5 milljarða láni til Íslandspósts
Fá ekki lán Heimild til handa ríkissjóði til að lána Íslandspósti 1,5 milljarða króna var dregin til baka á Alþingi í gær. Mynd: Af Facebook-síðu fyrirtækisins

Breytingatillaga meirihluta fjárlaganefndar Alþingis, sem kvað á um að ríkissjóði yrði heimilað að lána Íslandspósti 1,5 milljarða króna, var dregin til baka við aðra umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs á þingi í gærkvöldi. Fyrirtækið hafði þegar fengið vilyrði fyrir láni upp á hálfan millljarð króna og átti að auka við þá upphæð, til að mæta lausafjárvanda þess.

Stundin hefur greint ítarlega frá rekstrarvanda Íslandspósts síðustu vikur. Í hálfsársuppgjöri fyrirtækisins sem birt var í lok sumars kom fram að Íslandspóstur hefði tapað 161,2 milljónum króna á fyrri helmingi þessa árs. Þá væri áætlað að tekjur fyrirtækisins myndu dragast saman um allt að 400 milljónir króna á árinu vegna fækkunnar bréfasendinga.

Í Fréttablaðinu í dag er rætt við Pál Magnússon nefndarmann í fjárlaganefnd sem lýsir því að meirihluti nefndarinnar hafi tekið þá ákvörðun að draga breytingartillögu til baka og skoða málið betur. „Það er til skoð­unar hvort ein­hver frek­ari skil­yrði verði sett fyrir þess­ari heim­ild til lán­veit­ing­ar. Þá kæmi breytt breyt­ing­ar­til­laga inn á milli ann­arrar og þriðju umræðu. Nefndin vildi skoða málið betur og kalla eftir frek­ari skýr­ingum áður en þessi heim­ild yrði veitt.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár