Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Felldu út heimild fyrir 1,5 milljarða láni til Íslandspósts

Breyt­ing­ar­til­laga um láns­heim­ild­ina var dreg­in til baka við um­ræð­ur um fjár­laga­frum­varp næsta árs á Al­þingi í gær. Lán­ið átti að mæta lausa­fjár­vanda fyr­ir­tæk­is­ins.

Felldu út heimild fyrir 1,5 milljarða láni til Íslandspósts
Fá ekki lán Heimild til handa ríkissjóði til að lána Íslandspósti 1,5 milljarða króna var dregin til baka á Alþingi í gær. Mynd: Af Facebook-síðu fyrirtækisins

Breytingatillaga meirihluta fjárlaganefndar Alþingis, sem kvað á um að ríkissjóði yrði heimilað að lána Íslandspósti 1,5 milljarða króna, var dregin til baka við aðra umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs á þingi í gærkvöldi. Fyrirtækið hafði þegar fengið vilyrði fyrir láni upp á hálfan millljarð króna og átti að auka við þá upphæð, til að mæta lausafjárvanda þess.

Stundin hefur greint ítarlega frá rekstrarvanda Íslandspósts síðustu vikur. Í hálfsársuppgjöri fyrirtækisins sem birt var í lok sumars kom fram að Íslandspóstur hefði tapað 161,2 milljónum króna á fyrri helmingi þessa árs. Þá væri áætlað að tekjur fyrirtækisins myndu dragast saman um allt að 400 milljónir króna á árinu vegna fækkunnar bréfasendinga.

Í Fréttablaðinu í dag er rætt við Pál Magnússon nefndarmann í fjárlaganefnd sem lýsir því að meirihluti nefndarinnar hafi tekið þá ákvörðun að draga breytingartillögu til baka og skoða málið betur. „Það er til skoð­unar hvort ein­hver frek­ari skil­yrði verði sett fyrir þess­ari heim­ild til lán­veit­ing­ar. Þá kæmi breytt breyt­ing­ar­til­laga inn á milli ann­arrar og þriðju umræðu. Nefndin vildi skoða málið betur og kalla eftir frek­ari skýr­ingum áður en þessi heim­ild yrði veitt.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár