Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Íslandspóstur oftók gjöld upp á hundruð milljóna en þarf samt neyðarlán frá ríkinu

Af bók­halds­upp­lýs­ing­um má ráða að megin­á­stæð­an fyr­ir fjár­hags­vanda Ís­land­s­pósts sé við­var­andi tap á sam­keppn­is­hlið fyr­ir­tæk­is­ins.

Íslandspóstur oftók gjöld upp á hundruð milljóna en þarf samt neyðarlán frá ríkinu
Ábata ekki skilað til notenda Ábata í rekstri Íslandspósts hefur ekki verið skilað til notenda póstþjónustu í formi gjaldskrárlækkunar en gjaldskrá fyrir póstþjónustu hefur hækkað langt umfram vísitölu neysluverðs á undanförnum árum. Mynd: Af Facebook-síðu fyrirtækisins

Afkoman af einkaréttarþjónustu Íslandspósts nam 497 milljónum króna árið 2016 og 370 milljónum í fyrra. Þetta er gríðarlegur viðsnúningur frá rekstrarárinu 2015 þegar afkoman var nær hlutlaus eða um 13 milljónir. 

Þrátt fyrir að hagnaðurinn stafi að verulegu leyti af tekjuaukningu umfram áætlun og hagræðingaraðgerðum hefur ábatanum ekki verið skilað til notenda póstþjónustu í formi gjaldskrárlækkunar, en gjaldskrá fyrir póstþjónustu hefur hækkað langt umfram vísitölu neysluverðs á undanförnum árum. 

Þegar Íslandspóstur skilaði Póst- og fjarskiptastofnun sundurliðuðum bóhalds- og fjármálaupplýsingum vegna rekstraráranna 2013, 2014 og 2015 staðfesti stofnunin að verðgrundvöllur einkaréttar væri í samræmi við 16. gr. laga um póstþjónustu. Samkvæmt ákvæðinu skal gjaldskrá fyrir alþjónustu taka mið af raunkostnaði við að veita þjónustuna að viðbættum hæfilegum hagnaði. 

Athygli vekur að í yfirliti Póst- og fjarskiptastofnunar vegna bókhaldslegs aðskilnaðar Íslandspósts árið 2016 er brugðið frá venjunni og ekki vikið einu orði að því hvort verðgrundvöllur einkaréttarins og gjaldskrá Íslandspósts samræmist umræddu lagaákvæði. 

Veitir neyðarlánÍslandspóstur fær 500 milljóna neyðarlán frá ríkinu.

Þrátt fyrir gríðarlegan hagnað af einkaréttarþjónustu Íslandspósts glímir fyrirtækið við alvarlegan lausafjárvanda. Af ársreikningum og bókhaldsupplýsingum frá Íslandspósti og Póst- og fjarskiptastofnun má ráða að sá vandi eigi sér fyrst og fremst rætur í samkeppnisrekstri fyrirtækisins. 

Nýlega ákvað fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, að veita fyrirtækinu lán upp á 500 milljónir króna en aðstoðarmaður Bjarna, Svanhildur Hólm Valsdóttir, er varaformaður stjórnar Íslandspósts og hefur setið í stjórninni frá því í mars 2014. Stjórninni ber, samkvæmt samþykktum Íslandspósts, að hafa „stöðugt og ítarlegt eftirlit með öllum rekstri félagsins“ og „setja gjaldskrá fyrir félagið í samræmi við ákvæði laga um póstþjónustu“. 

Báðu um enn frekari gjaldskrárhækkun

Fram kom í umfjöllun Viðskiptablaðsins þann 1. febrúar síðastliðinn að viðsnúningurinn í afkomu af einkaréttarþjónustu milli 2015 og 2016 stafaði meðal annars af „tekjuaukningu umfram áætlun, mikilli aukningu á erlendum póstsendingum, lækkun kostnaðar vegna fækkunar útburðardaga í dreifbýli og lægri kostnaðar vegna ýmissa hagræðingaraðgerða“. 

Verðskrár uppfærðarIngimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts hefur sagt að fyrirtækið fylgist vel með þróuninni yfir árið og uppfæri verðskrá eftir því sem þarf.

Haft hefur verið eftir Ingimundi Sigurpálssyni, forstjóra Íslandspósts, að Íslandspóstur hafi „yfirleitt endurmetið verðskrár […] að minnsta kosti einu sinni á ári, jafnvel oftar, eftir því hvernig hlutir eru að þróast“. 

Þrátt fyrir þetta, þrátt fyrir að tekjur hafi verið umfram áætlun árið 2016 og Íslandspóstur fylgist vel með þróuninni og endurmeti verðskrár í samræmi við hana, var haldið áfram á sömu braut í fyrra. 

Rétt undir lok ársins 2016 sendi Íslandspóstur beiðni til Póst- og fjarskiptastofnunar um 11 prósenta hækkun gjaldskrár innan einkaréttar. Stofnunin heimilaði verðhækkunina og fyrir vikið hélt Íslandspóstur áfram að skila gríðarlegum hagnaði af einkaréttarlegri starfsemi sinni árið 2017. Á því ári var afkoma einkaréttarins 370 milljónir króna. 

Alls hefur þannig einkaréttarlegi hluti Íslandspósts skilað hagnaði upp á hátt í milljarð árin 2016 og 2017 þrátt fyrir að í lögum um póstþjónustu komi fram að gjaldskrár skuli taka mið af raunkostnaði við veitingu þjónustu að viðbættum hæfilegum hagnaði. Hæfilegur hagnaður er, samkvæmt yfirliti Póst- og fjarskiptastofnunar um bókhaldslegan aðskilnað Íslandspósts, skilgreindur út frá sögulegum rekstrarkostnaði þar sem ávöxtunarkrafa miðast við vegið meðaltal fjármagnskostnaðar. Í bókhaldsyfirlitinu er sá hagnaður tekinn út fyrir sviga og færður undir sérstakan lið.  

Samkeppnisrekstur niðurgreiddur

Samkvæmt 6. mgr. 16. gr. laga um póstþjónustu er Íslandspósti óheimilt að nota tekjur af þjónustu í einkarétti til að greiða niður þjónustugjöld í alþjónustu sem ekki fellur undir einkarétt. Af hálfu Póst- og fjarskiptastofnunar hefur komið skýrt fram að gjaldskrá Íslandspósts innan einkaréttarins sé ekki ætlað að standa undir öllum rekstri fyrirtækisins. 

Upplýsingar sem fram koma í ársreikningum og bókhaldsyfirlitum Íslandspósts benda þó til þess að fyrirtækið hafi nýtt það svigrúm sem skapast vegna oftekinna gjalda til að niðurgreiða samkeppnisrekstur. 

Afkoman af samkeppni innan alþjónustu var neikvæð um 566 milljónir króna árið 2015 og neikvæð um 790 milljónir króna árið 2016 eftir að tekið er tillit til þess kostnaðar sem einkarétti er heimilt að greiða niður vegna alþjónustu sem ekki fellur undir einkaréttarlega rekstrarhluta. Tapið var svo 692 milljónir í fyrra samkvæmt ársskýrslu Íslandspósts. 

Bar að skila hagræðinu til notenda 

Í sömu ársskýrslunni er að finna ávarp Ingimundar Sigurpálssonar forstjóra þar sem hann viðurkennir að fyrirtækið hafi ætlað að nýta hagræði af skerðingu á bréfapóstþjónustu innan einkaréttar til að lappa upp á afkomu fyrirtækisins, þ.e. bregðast við tapinu sem hefur sem áður segir verið alfarið á samkeppnishliðinni. 

„Hreinn hagnaður var nokkru minni en upphafleg áætlun ársins gerði ráð fyrir, en það má einkum rekja til dráttar á innleiðingu fækkunar dreifingardaga í þéttbýli, sem fyrirhuguð var frá haustmánuðum 2017 og leiða átti til lækkunar á dreifingarkostnaði, en sú breyting kom þess í stað til framkvæmda 1. febrúar 2018,“ segir Ingimundur í ávarpinu. 

Póst- og fjarskiptastofnun birti ákvörðun þann 23. janúar 2018 og skikkaði Íslandspóst til að endurskoða gjaldskrána innan einkaréttar í ljósi fækkunar dreifingardaga, enda ætti hagræðið af fækkuninni að skila sér til notenda póstþjónustunnar. Í ákvörðuninni kemur skýrt fram að stofnunin telji Íslandspóst hafa fengið allan viðbótarkostnað vegna veitingar alþjónustu undanfarin ár „bættan upp að fullu í gegnum gjaldskrá félagsins innan einkaréttar“. 

Að sama skapi hefur Samkeppniseftirlitið bent á, í sátt stofnunarinnar og Íslandspósts frá febrúar 2017, að Íslandspóstur geti ekki „þótt fyrirtækið njóti einkaréttar, skammtað sér tekjur (og e.a. einkasölugróða) af dreifingu og afhendingu bréfa 0-50 mgr.“ Þannig séu víxlniðurgreiðslu samkeppnisstarfsemi með einkaréttarafkomu settar skorður.

Til skoðunar hvort Íslandspóstur hafi brotið gegn sátt

Með sáttinni við Íslandspóst felldi Samkeppniseftirlitið niður níu rannsóknir á meintum samkeppnisbrotum fyrirtækisins með því skilyrði að Íslandspóstur gripi til tiltekinna ráðstafana og tryggði að fjármagn sem stafar frá einkarétti væri ekki nýtt til niðurgreiðslu samkeppnisrekstrar. Samkvæmt sáttinni átti Íslandspóstur að tryggja að ábyrgð móðurfélagsins, Íslandspósts, gagnvart dótturfélögum takmarkaðist við eiginfjárframlag og að stofnfjármögnun dótturfélaga væri á kjörum sem eru ekki undir markaðskjörum sem sambærileg fyrirtæki njóta. 

Eins og Stundin greindi frá þann 25. september síðastliðinn reiðir dótturfélagið ePóstur sig enn á vaxtalaut lán frá móðurfélaginu þrátt fyrir ákvæði sáttarinnar. Skuld ePósts við móðurfélagið nemur um 284 milljónum, samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2017 sem samþykktur var á aðalfundi þann 25. júní síðastliðinn, en vaxtagjöld ePósts voru aðeins 5.547 krónur.

Þannig virðist lánið frá móðurfélaginu ekki bera neina vexti, en ef ePóstur hefði tekið lán af sömu stærðargráðu á markaðskjörum hlypu vaxtagjöldin á tugum milljóna enda er félagið í krappri stöðu og rekstrartap verulegt. 

Eftir að Stundin fjallaði um málefni ePósts sendi Félag atvinnurekenda kvörtun til eftirlitsnefndar um framkvæmd sáttar Samkeppniseftirlitsins og Íslandspósts. Samkvæmt heimildum blaðsins er málið nú til skoðunar á þeim vettvangi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
3
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
5
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
7
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
10
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár