Hækkanir lægstu launa leiða til minni verðbólguáhrifa ef þær smitast ekki upp launastigann og minni þörf verður á stýrivaxtahækkunum en ella. Ef aðgerðir stjórnvalda til að greiða fyrir kjarasamningum beinast að afmörkuðum hópum styður það við sama markmið. Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri í svari við fyrirspurn Stundarinnar.
Í desember losna 82 kjarasamningar og 153 til viðbótar í febrúar og mars 2019. Samningar rúmlega helmings starfandi fólks á íslenskum vinnumarkaði eru þar undir. Samtök atvinnulífsins hafa fundað með bæði VR og Starfsgreinasambandinu og virðist samstaða um að áherslan verði á lægstu launin hjá þeim félögum. Hætta sé þó á að hækkun lægstu launa smitist hlutfallslega upp launastigann þegar önnur félög semja. Stjórnvöld bíða þess að sjá heildarmyndina áður en aðkoma þeirra til að greiða fyrir samningum verður kynnt.
Peningastefnunefnd Seðlabankans, sem Már gegnir formennsku í, hefur ítrekað bent á vilja sinn til að sporna gegn aukinni verðbólgu undanfarin misseri. Hefur …
Athugasemdir