Stærsti eigandi norska laxeldisfyrirtækisins, sem er stærsti hluthafi íslenska laxeldisfyrirtækisins Arnarlax, er einn ríkasti maður Noregs og er í þriðja sæti yfir þá efnuðustu í landinu sem eru yngri en 30 ára gamlir. Þetta kemur fram á nýbirtum listum frá Noregi yfir hæstu skattgreiðendur í landinu sem norskir og sænskir fjölmiðlar hafa síðustu daga gert sér mat úr.
Í fyrra var maðurinn, Gustav Magnar Witzøe, sem einungis er 25 ára gamall, í efsta sæti yfir ríkustu Norðmennina undir 30 ára aldri. Gustav Magnar Witzøe er stærsti hluthafi norska laxeldisfyrirtækisins Salmar AS, sem aftur er stærsti hluthafi Arnarlax, en faðir hans, sem einnig heitir Gustav Witzøe, stofnaði Salmar árið 1991. Gustav yngri gengur gjarnan undir nafninu „laxaerfinginn“ í norskum og sænskum fjölmiðlum.
Norskir viðskiptafréttamiðlar hafa fjallað um það að verðmæti Salmar AS sé nú um 22 milljarðar norskra króna, 320 milljarða íslenskra króna, og að hlutabréf fyrirtækisins hafi tvöfaldast í verði. …
Athugasemdir