Sjómannafélag Íslands fékk Hall Hallsson, rithöfund og fyrrum fjölmiðlamann, til þess að rita sögu félagsins í tilefni af hundrað ára afmæli stéttarfélagsins sem hét áður Sjómannafélag Reykjavíkur. Afraksturinn kom út árið 2015 í bókinni, Frjálsir menn þegar aldir renna, sem fæst gefins á skrifstofu Sjómannafélags Íslands. Í skriflegu svari við fyrirspurn Stundarinnar segist Hallur hafa fengið þrettán milljónir króna fyrir verkefnið.
Að hans sögn fékk hann verktakagreiðslur frá Sjómannafélagi Íslands fyrir skrifin. Nánar tiltekið hálfa milljón króna á mánuði í 26 mánuði eða þrettán milljónir alls. Hann segist hafa byrjað á verkefninu árið 2013 og lokið því í ágúst 2015 eða um það bil sem Sjómannafélag Íslands varð hundrað ára. Hallur segir ritstörf hafa staðið yfir á 28 mánaða tímabili en að hann hafi fengið greitt fyrir 26 enda hafi hann tekið sér einhver frí inn á milli. …
Athugasemdir