Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Kjarabótum öryrkja frestað meðan útgerðin greiðir 3 milljörðum minna og græðir á gengisveikingu

„Það má segja að á boð­uð­um breyt­ing­um sé yf­ir­bragð öf­ugs Hróa Hatt­ar,“ seg­ir Þórólf­ur Matth­ías­son hag­fræði­pró­fess­or.

Kjarabótum öryrkja frestað meðan útgerðin greiðir 3 milljörðum minna og græðir á gengisveikingu
Forgangsröðun ríkisstjórnarinnar er gagnrýnd harðlega þessa dagana. Mynd: Stjórnarráðið

Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis ætlar að leggja til að fjárframlög ríkisins til öryrkja verði 1100 milljónum lægri á næsta ári heldur en upphaflega stóð til. Þetta er gert í aðhaldsskyni og til að „bregðast við kólnun hagkerfisins“ samkvæmt frétt RÚV um málið þar sem rætt var við Willum Þór Þórsson, formann fjárlaganefndar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra neitar því hins vegar að breytingin hafi nokkuð með hagræðingu eða breyttar þjóðhagsforsendur að gera. Haft er eftir honum á Mbl.is að lækkunin stafi af því að vinna við innleiðingu kerfisbreytinga í þágu öryrkja hafi gengið hægar en áður var ráðgert. 

Seðlabankinn gerir ráð fyrir 4,4 prósenta hagvexti á yfirstandandi ári en að vöxturinn gefi svo nokkuð eftir á næstu misserum og verði í kringum 2,7 prósent á komandi árum. Verðbólguhorfur hafa hins vegar versnað og gengi krónunnar veikst.

Þórólfur Matthíassonprófessor í hagfræði við Háskóla Íslands

Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir í samtali við Stundina að af þjóðhagsspám og efnahagsplöggum stjórnsýslustofnana bendi fátt ef nokkuð til þess að djúp kreppa eða harkaleg niðursveifla sé í uppsiglingu á Íslandi. „Það má segja að á þeim tíma sem fjárlagafrumvarp ársins 2019 var samið hefði verið æskilegt að aðhaldsstig þess hefði verið meira. Því hefði mátt ná fram með því að halda aftur af skattalækkunaráformum eða með minni framkvæmda- eða tilfærsluútgjöldum,“ segir Þórólfur. „Það sem menn hljóta að staldra við nú er ekki endilega að það sé verið að stilla tekjur og gjöld í fjárlögum betur saman en var gert í frumvarpinu, heldur aðferðafræðin sem notuð er og sem ekki er nein nauð til að fylgja.“

Í fjárlögum yfirstandandi árs var gert ráð fyrir 10 milljarða tekjum af veiðigjöldum en alls reyndist heildarupphæð álagðs veiðigjalds á fiskveiðiárinu 2017/2018 nema 11,2 milljörðum. Í frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til nýrra veiðigjaldalaga er að finna bráðabirgðaákvæði þar sem mælt er fyrir um veiðigjald ársins 2019 áætlað að það nemi rúmlega 7 milljörðum króna. Sömu tölu er að finna í fjárlagafrumvarpi ársins 2019. Um leið og útgerðarfyrirtæki greiða minna til samneyslunnar í formi veiðigjalda er ljóst að þau njóta góðs af veikingu krónunnar meðan gengislækkunin bitnar á almenningi í formi kaupmáttarrýrnunar. 

Öryrkjabandalag Íslands hefur gagnrýnt lækkun fyrirhugaðra fjárframlaga harðlega. „Við erum orðlaus, þetta er með ólíkindum. Það kemur á óvart hvað kerfið er tilbúið í að stíga fast á þá sem minnst mega sín,“ sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, í samtali við Vísi.is í gær eftir að fjallað var um tillögur meirihluta fjárlaganefndar Alþingis. 

Þórólfur segist einnig furða sig á því sem komið hefur fram í fréttum. „Það má segja að á boðuðum breytingum sé yfirbragð öfugs Hróa Hattar. Mér skilst að það eigi að létta 3 milljörðum af útgerðinni með lækkun veiðigjalda. Um leið er gert ráð fyrir milljarði minni framlögum til aldraðra og öryrkja en áður. Þ.e.a.s. öryrkjar fá það heldur verra til að stórútgerðin fái það umtalsvert betra! Og er útgerðin þó að fá umtalsverðan tekjuauka á næsta ári vegna veikingar krónunnar.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fiskveiðar

Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna
FréttirFiskveiðar

Fé­lag í eigu Sam­herja og sam­starfs­að­ila skuld­ar rík­is­sjóði Namib­íu jafn­virði 1600 millj­óna króna

Fjöl­mið­ill­inn Con­fidén­te grein­ir frá því að ArcticNam Fis­hing, út­gerð sem Sam­herji á hlut í gegn­um Esju Fis­hing, standi í skatta­skuld upp á 200 millj­ón­ir namib­íudoll­ara. Enn deila hlut­haf­ar um skatt­greiðsl­ur en rík­is­skatt­stjóri Namib­íu rann­sak­ar bók­halds­brell­ur fjól­þjóða­fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
3
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár