Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Stefán Ólafsson: Vinnuvikan sú næstlengsta í Evrópu

Nýj­ar töl­ur Hag­stof­unn­ar um vinnu­magn benda ekki til þess að vinnu­tími Ís­lend­inga hafi ver­ið of­met­inn, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­fræði og sér­fræð­ing­ur hjá Efl­ingu. Ís­lend­ing­ar hafi lengi var­ið af­ar stór­um hluta af lífi sínu til vinnu.

Stefán Ólafsson: Vinnuvikan sú næstlengsta í Evrópu

Íslendingar vinna einna lengst Evrópuþjóða og nýjar tölur Hagstofunnar breyta engu um þann samanburð. Þetta skrifar Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði og sérfræðingur hjá Eflingu, í grein á Eyjunni í dag.

Nýjar tölur Hagstofunnar um vinnumagn og framleiðni hafa vakið athygli í vikunni. Virtust þær benda til þess að vinnudagur Íslendinga sé styttri en áður hefur verið talið og framleiðni á hverja vinnustund meiri. „OECD hefur tekið Ísland út úr tölum um vinnutíma,“ skrifaði Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, á Twitter. „Enda virðist hann hafa verið ofmetinn svo langur vinnudagur Íslendinga er því mýta.“

Hagstofan árétti hins vegar í tilkynningu í dag að um sé að ræða nýja tölfræði, ekki leiðréttingu á áður útgefnum tölum. Tölfræðin byggi á alþjóðlegum stöðlum þjóðhagsreikninga, en ekki vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar. Þessi tölfræði sé hins vegar ekki vel til þess fallin að bera saman fjölda vinnustunda milli ríkja.

„Það eru því engar forsendur fyrir þeim ályktunum sem hagfræðingur Viðskiptaráðs dró af þessum nýju mælingum Hagstofunnar á þróun framleiðni milli ára,“ skrifar Stefán.

Næstlengsta vinnuvikan samkvæmt Eurostat

Bendir Stefán á að Eurostat noti samanburð á vinnumarkaðskönnunum sem framkvæmdar eru eins í öllum Evrópulöndum. Þetta séu bestu mælingarnar til að svara því hve löng vinnuvikan er hjá vinnandi fólki á Íslandi og í öðrum Evrópulöndum.

„Niðurstaðan er sú, að launafólk á Íslandi er með næstlengstu vinnuvikuna í aðalstarfi í Evrópu, á eftir Tyrklandi,“ skrifar Stefán. „Ísland er einnig með næsthæsta hlutfall þeirra sem Eurostat telur hafa langa vinnuviku. Hinar norrænu þjóðirnar eru á hinum enda stigans, bæði með einna stystu meðal vinnuvikuna og lægst hlutfall fólks sem er með langa vinnuviku.“

Stefán segir Íslendinga hafa meiri atvinnuþátttöku en flestar vestrænar þjóðir, lengri starfsævi og fleiri heimili með tvær fyrirvinnur. Vinnandi fólk á Íslandi hafi um langt skeið unnið lengri vinnuviku en flestar vestrænar þjóðir og því varið afar stórum hluta af lífi sínu til vinnu. „Íslenskt verkafólk sem er á lágum launum hefur iðulega þurft að stóla á umtalsverða yfirvinnu og aukavinnu til að ná endum saman. Þannig er það því miður enn.“

    Kjósa
    0
    Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

    Athugasemdir

    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
    Tengdar greinar

    Kjarabaráttan

    Kjaraviðræður stranda á forsenduákvæðum og breiðfylkingin fundar um mögulegar verkfallsaðgerðir
    GreiningKjarabaráttan

    Kjara­við­ræð­ur stranda á for­sendu­ákvæð­um og breið­fylk­ing­in fund­ar um mögu­leg­ar verk­falls­að­gerð­ir

    Formað­ur VR fékk í gær sam­þykkta heim­ild til þess að grípa til að­gerða og fé­lög inn­an breið­fylk­ing­ar­inn­ar hafa blás­ið til fund­ar í dag þar sem rætt verð­ur um næstu skref. Um tals­verð­an við­snún­ing er að ræða frá því að kjara­við­ræð­ur hóf­ust fyrst. Nú hafa við­ræð­urn­ar harðn­að og er það fyrst og fremst vegna ósætt­is um for­sendu­ákvæði í langa­tíma­kjara­samn­ingn­um.
    Af hverju dó hamingjan milli breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins?
    GreiningKjarabaráttan

    Af hverju dó ham­ingj­an milli breið­fylk­ing­ar­inn­ar og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins?

    Allt ann­ar tónn hef­ur ver­ið í kjara­bar­átt­unni nú en síð­ustu miss­eri. Við­semj­end­ur ætl­uðu að taka hönd­um sam­an og auka stöð­ug­leika í efna­hags­líf­inu. En svo heyrð­ist lít­ið af fram­gangi. Í þess­ari viku var við­ræð­um slit­ið og deil­unni vís­að til rík­is­sátta­semj­ara. Marg­ir klór­uðu sér í hausn­um og spurðu hvað hefði eig­in­lega gerst? Svar­ið við því er: ansi margt.

    Mest lesið

    Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
    1
    Viðtal

    Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

    Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

    Mest lesið

    Mest lesið í vikunni

    „Hann sagðist ekki geta meir“
    1
    Viðtal

    „Hann sagð­ist ekki geta meir“

    „Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
    Síðasta tilraun Ingu Sæland
    3
    ViðtalFormannaviðtöl

    Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

    Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
    Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
    6
    Fréttir

    Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

    Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

    Mest lesið í mánuðinum

    Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
    1
    Afhjúpun

    Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

    Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
    „Hann sagðist ekki geta meir“
    3
    Viðtal

    „Hann sagð­ist ekki geta meir“

    „Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
    Grunaði að það ætti að reka hana
    4
    Viðtal

    Grun­aði að það ætti að reka hana

    Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

    Mest lesið í mánuðinum

    Nýtt efni

    Mest lesið undanfarið ár