Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Stefán Ólafsson: Vinnuvikan sú næstlengsta í Evrópu

Nýj­ar töl­ur Hag­stof­unn­ar um vinnu­magn benda ekki til þess að vinnu­tími Ís­lend­inga hafi ver­ið of­met­inn, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­fræði og sér­fræð­ing­ur hjá Efl­ingu. Ís­lend­ing­ar hafi lengi var­ið af­ar stór­um hluta af lífi sínu til vinnu.

Stefán Ólafsson: Vinnuvikan sú næstlengsta í Evrópu

Íslendingar vinna einna lengst Evrópuþjóða og nýjar tölur Hagstofunnar breyta engu um þann samanburð. Þetta skrifar Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði og sérfræðingur hjá Eflingu, í grein á Eyjunni í dag.

Nýjar tölur Hagstofunnar um vinnumagn og framleiðni hafa vakið athygli í vikunni. Virtust þær benda til þess að vinnudagur Íslendinga sé styttri en áður hefur verið talið og framleiðni á hverja vinnustund meiri. „OECD hefur tekið Ísland út úr tölum um vinnutíma,“ skrifaði Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, á Twitter. „Enda virðist hann hafa verið ofmetinn svo langur vinnudagur Íslendinga er því mýta.“

Hagstofan árétti hins vegar í tilkynningu í dag að um sé að ræða nýja tölfræði, ekki leiðréttingu á áður útgefnum tölum. Tölfræðin byggi á alþjóðlegum stöðlum þjóðhagsreikninga, en ekki vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar. Þessi tölfræði sé hins vegar ekki vel til þess fallin að bera saman fjölda vinnustunda milli ríkja.

„Það eru því engar forsendur fyrir þeim ályktunum sem hagfræðingur Viðskiptaráðs dró af þessum nýju mælingum Hagstofunnar á þróun framleiðni milli ára,“ skrifar Stefán.

Næstlengsta vinnuvikan samkvæmt Eurostat

Bendir Stefán á að Eurostat noti samanburð á vinnumarkaðskönnunum sem framkvæmdar eru eins í öllum Evrópulöndum. Þetta séu bestu mælingarnar til að svara því hve löng vinnuvikan er hjá vinnandi fólki á Íslandi og í öðrum Evrópulöndum.

„Niðurstaðan er sú, að launafólk á Íslandi er með næstlengstu vinnuvikuna í aðalstarfi í Evrópu, á eftir Tyrklandi,“ skrifar Stefán. „Ísland er einnig með næsthæsta hlutfall þeirra sem Eurostat telur hafa langa vinnuviku. Hinar norrænu þjóðirnar eru á hinum enda stigans, bæði með einna stystu meðal vinnuvikuna og lægst hlutfall fólks sem er með langa vinnuviku.“

Stefán segir Íslendinga hafa meiri atvinnuþátttöku en flestar vestrænar þjóðir, lengri starfsævi og fleiri heimili með tvær fyrirvinnur. Vinnandi fólk á Íslandi hafi um langt skeið unnið lengri vinnuviku en flestar vestrænar þjóðir og því varið afar stórum hluta af lífi sínu til vinnu. „Íslenskt verkafólk sem er á lágum launum hefur iðulega þurft að stóla á umtalsverða yfirvinnu og aukavinnu til að ná endum saman. Þannig er það því miður enn.“

    Kjósa
    0
    Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

    Athugasemdir

    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
    Tengdar greinar

    Kjarabaráttan

    Kjaraviðræður stranda á forsenduákvæðum og breiðfylkingin fundar um mögulegar verkfallsaðgerðir
    GreiningKjarabaráttan

    Kjara­við­ræð­ur stranda á for­sendu­ákvæð­um og breið­fylk­ing­in fund­ar um mögu­leg­ar verk­falls­að­gerð­ir

    Formað­ur VR fékk í gær sam­þykkta heim­ild til þess að grípa til að­gerða og fé­lög inn­an breið­fylk­ing­ar­inn­ar hafa blás­ið til fund­ar í dag þar sem rætt verð­ur um næstu skref. Um tals­verð­an við­snún­ing er að ræða frá því að kjara­við­ræð­ur hóf­ust fyrst. Nú hafa við­ræð­urn­ar harðn­að og er það fyrst og fremst vegna ósætt­is um for­sendu­ákvæði í langa­tíma­kjara­samn­ingn­um.
    Af hverju dó hamingjan milli breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins?
    GreiningKjarabaráttan

    Af hverju dó ham­ingj­an milli breið­fylk­ing­ar­inn­ar og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins?

    Allt ann­ar tónn hef­ur ver­ið í kjara­bar­átt­unni nú en síð­ustu miss­eri. Við­semj­end­ur ætl­uðu að taka hönd­um sam­an og auka stöð­ug­leika í efna­hags­líf­inu. En svo heyrð­ist lít­ið af fram­gangi. Í þess­ari viku var við­ræð­um slit­ið og deil­unni vís­að til rík­is­sátta­semj­ara. Marg­ir klór­uðu sér í hausn­um og spurðu hvað hefði eig­in­lega gerst? Svar­ið við því er: ansi margt.

    Mest lesið

    Mest lesið

    Mest lesið í vikunni

    Mest lesið í mánuðinum

    Hann var búinn að öskra á hjálp
    2
    Viðtal

    Hann var bú­inn að öskra á hjálp

    Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

    Mest lesið í mánuðinum

    Nýtt efni

    Mest lesið undanfarið ár