Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ásmundur gagnrýnir Pírata: „Ég hef aldrei fengið athugasemdir“

Ásmund­ur Frið­riks­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, seg­ist keyra mik­ið um kjör­dæmi sitt til að vera í góðu sam­bandi við fólk­ið. Hver ferð sé um 300 kíló­metr­ar og hann noti alla þá 265 daga sem þing­ið er ekki að störf­um til að sinna kjós­end­um. Spyr hann hvað Pírat­ar geri við sama tíma.

Ásmundur gagnrýnir Pírata: „Ég hef aldrei fengið athugasemdir“

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, ferðast hátt í 50 þúsund kílómetra á ári vegna vinnu og til að rækta samband sitt við kjósendur í suðurkjördæm,i að eigin sögn. Í grein á vefnum Eyjar.net á sunnudag spyr hann hvað Píratar geri í þágu kjósenda þá daga sem þingfundir eru ekki haldnir.

Ásmundur var ökuhæsti íslenski þingmaðurinn á síðasta ári og fékk 4,6 milljónir króna endurgreiddar frá íslenska ríkinu vegna notkunar á eigin bifreið árið 2017, eða 385 þúsund krónur á mánuði. Hlaut hann mikla gagnrýni í byrjun árs vegna málsins.

Ásmundur segir það kosta mikla vinnu og ferðalög að sinna kjördæminu. „Um hver mánaðarmót frá maí 2013 hef ég í 68 skipti skilað inn aksturbókinni og geri enn,“ skrifar Ásmundur. „Ég hef aldrei fengið athugasemdir. Skrifstofa þingsins hefur heldur ekki talið ástæðu til að óska eftir frekari útskýringum.“

Skrifar Ásmundur að Alþingi starfi í um 100 daga á ári og hann nýti því 265 daga ársins í að rækta sambandið við fólkið í kjördæminu. „Það væri áhugavert ef Píratar gætu gefið okkur mynd af sínum störfum í þágu kjósenda sinna og hvernig þeir hafa ráðstafað þeim 265 dögum sem þinghald stendur ekki yfir á hverju ári.“

Hver ferð að meðaltali 300 kílómetrar

Ásmundur sætti mikilli gagnrýni í byrjun árs þegar í ljós kom að hann fékk mest endurgreitt allra þingmanna í fyrra vegna aksturskostnaðar. Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) hefur áætlað að það kosti rúmar 2 milljónir króna á ári að reka Kia Sportage jeppling Ásmundar, miðað við notkun hans á bílnum í fyrra. Hann hafi því fengið meira en tvöfaldan kostnaðinn greiddan.

Ásmundur er þingmaður Suðurkjördæmis sem er næststærsta íslenska kjördæmið, 31.800 ferkílómetrar að stærð, á eftir Norðausturkjördæmi sem er 38.000 ferkílómetrar. Suðurkjördæmi er hins vegar langlengsta kjördæmið og býr Ásmundur í vestasta enda þess, Reykjanesbæ.

„Til að sækja þingfundi ek ég u.þ.b. 12.000 km á ári og u.þ.b. 30-35.000 km til að ferðast í kjördæminu á hverju ári,“ skrifar Ásmundur. „Ég fer um og yfir 100 ferðir um kjördæmið og er hver ferð að meðaltali 300 km. Gera má ráð fyrir að þessar ferðir sem flestar eru farnar um helgar og á kvöldin. Um allflestar þessara ferða má lesa á fésbókinn minni. Þar eru myndir af þeim sem ég hitti og oft stutt frásögn af því sem ég upplifði. Segi frá starfsemi fyrirtækja eða mannlífi á förnum vegi. Þetta hefur mælst mjög vel fyrir hjá fólki í mínu kjördæmi og langt út fyrir það.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Aksturskostnaður þingmanna

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
Úttekt

Lækk­an­ir akst­ur­greiðslna sýna fram á kosti gagn­sæ­is

Veru­leg­ar upp­hæð­ir spar­ast í akst­urs­kostn­aði þing­manna eft­ir að upp­lýs­ing­ar um end­ur­greiðsl­ur til þeirra voru gerð­ar op­in­ber­ar. Kostn­að­ur vegna akst­urs þing­manna nam alls 42,7 millj­ón­um króna ár­ið 2017, í fyrra hafði upp­hæð­in lækk­að nið­ur í 30,7 millj­ón­ir og í ár er reikn­að með því að kostn­að­ur­inn endi í 26 millj­ón­um.

Mest lesið

Sigur Trump í höfn
6
FréttirForsetakosningar í BNA 2024

Sig­ur Trump í höfn

Don­ald J. Trump er spáð sigri í for­seta­kosn­ing­un­um og verð­ur því að öll­um lík­ind­um næsti for­seti Banda­ríkj­anna. Eft­ir að hafa tryggt sér kjör­menn frá Penn­sylvan­íu er Trump tal­inn eiga sig­ur­inn vís­an. Fréttamiðl­ar ytra hafa enn sem kom­ið er ekki stað­fest úrstlit­in fyr­ir ut­an banda­rísku frétta­veit­una Fox sem lýsti Trump sig­ur­veg­ara kosn­ing­anna fyr­ir skömmu. Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra hef­ur ósk­að Trump til ham­ingju með sig­ur­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár