Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ásmundur gagnrýnir Pírata: „Ég hef aldrei fengið athugasemdir“

Ásmund­ur Frið­riks­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, seg­ist keyra mik­ið um kjör­dæmi sitt til að vera í góðu sam­bandi við fólk­ið. Hver ferð sé um 300 kíló­metr­ar og hann noti alla þá 265 daga sem þing­ið er ekki að störf­um til að sinna kjós­end­um. Spyr hann hvað Pírat­ar geri við sama tíma.

Ásmundur gagnrýnir Pírata: „Ég hef aldrei fengið athugasemdir“

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, ferðast hátt í 50 þúsund kílómetra á ári vegna vinnu og til að rækta samband sitt við kjósendur í suðurkjördæm,i að eigin sögn. Í grein á vefnum Eyjar.net á sunnudag spyr hann hvað Píratar geri í þágu kjósenda þá daga sem þingfundir eru ekki haldnir.

Ásmundur var ökuhæsti íslenski þingmaðurinn á síðasta ári og fékk 4,6 milljónir króna endurgreiddar frá íslenska ríkinu vegna notkunar á eigin bifreið árið 2017, eða 385 þúsund krónur á mánuði. Hlaut hann mikla gagnrýni í byrjun árs vegna málsins.

Ásmundur segir það kosta mikla vinnu og ferðalög að sinna kjördæminu. „Um hver mánaðarmót frá maí 2013 hef ég í 68 skipti skilað inn aksturbókinni og geri enn,“ skrifar Ásmundur. „Ég hef aldrei fengið athugasemdir. Skrifstofa þingsins hefur heldur ekki talið ástæðu til að óska eftir frekari útskýringum.“

Skrifar Ásmundur að Alþingi starfi í um 100 daga á ári og hann nýti því 265 daga ársins í að rækta sambandið við fólkið í kjördæminu. „Það væri áhugavert ef Píratar gætu gefið okkur mynd af sínum störfum í þágu kjósenda sinna og hvernig þeir hafa ráðstafað þeim 265 dögum sem þinghald stendur ekki yfir á hverju ári.“

Hver ferð að meðaltali 300 kílómetrar

Ásmundur sætti mikilli gagnrýni í byrjun árs þegar í ljós kom að hann fékk mest endurgreitt allra þingmanna í fyrra vegna aksturskostnaðar. Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) hefur áætlað að það kosti rúmar 2 milljónir króna á ári að reka Kia Sportage jeppling Ásmundar, miðað við notkun hans á bílnum í fyrra. Hann hafi því fengið meira en tvöfaldan kostnaðinn greiddan.

Ásmundur er þingmaður Suðurkjördæmis sem er næststærsta íslenska kjördæmið, 31.800 ferkílómetrar að stærð, á eftir Norðausturkjördæmi sem er 38.000 ferkílómetrar. Suðurkjördæmi er hins vegar langlengsta kjördæmið og býr Ásmundur í vestasta enda þess, Reykjanesbæ.

„Til að sækja þingfundi ek ég u.þ.b. 12.000 km á ári og u.þ.b. 30-35.000 km til að ferðast í kjördæminu á hverju ári,“ skrifar Ásmundur. „Ég fer um og yfir 100 ferðir um kjördæmið og er hver ferð að meðaltali 300 km. Gera má ráð fyrir að þessar ferðir sem flestar eru farnar um helgar og á kvöldin. Um allflestar þessara ferða má lesa á fésbókinn minni. Þar eru myndir af þeim sem ég hitti og oft stutt frásögn af því sem ég upplifði. Segi frá starfsemi fyrirtækja eða mannlífi á förnum vegi. Þetta hefur mælst mjög vel fyrir hjá fólki í mínu kjördæmi og langt út fyrir það.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Aksturskostnaður þingmanna

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
Úttekt

Lækk­an­ir akst­ur­greiðslna sýna fram á kosti gagn­sæ­is

Veru­leg­ar upp­hæð­ir spar­ast í akst­urs­kostn­aði þing­manna eft­ir að upp­lýs­ing­ar um end­ur­greiðsl­ur til þeirra voru gerð­ar op­in­ber­ar. Kostn­að­ur vegna akst­urs þing­manna nam alls 42,7 millj­ón­um króna ár­ið 2017, í fyrra hafði upp­hæð­in lækk­að nið­ur í 30,7 millj­ón­ir og í ár er reikn­að með því að kostn­að­ur­inn endi í 26 millj­ón­um.

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár