Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Forsætisráðherra „áhrifavaldur“ með dulda auglýsingu

Formað­ur Við­reisn­ar spurði á Al­þingi hvort for­sæt­is­ráð­herra muni aug­lýsa full­veld­is­bjór og full­veldisklein­ur eins og MS mjólk í þing­hús­inu. Katrín Jak­obs­dótt­ir sagð­ist hafa tek­ið þátt í ótal við­burð­um og að hún feli sig ekki bak við af­mæl­is­nefnd­ina.

Forsætisráðherra „áhrifavaldur“ með dulda auglýsingu
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir Formenn Viðreisnar og Vinstri grænna ræddu myndatöku í anddyri þinghússins á þingfundi í gær. Mynd: Pressphotos

Forsætisráðherra segist ekkert hafa séð því til fyrirstöðu að taka við nýjum mjólkurfernum MS við athöfn í anddyri Alþingishússins á föstudag. Hún hafi verið beðin um það af afmælisnefnd fullveldis Íslands enda sé fullveldisafmælið ekki einkaeign ríkisins, heldur þjóðarinnar allrar og einnig einkaaðila.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, vakti athygli á málinu í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í gær. Sat Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fyrir svörum.

„Við sem hér störfum vitum að reglan er sú að húsið er ekki notað til kynningar á vörum og hafa mörkin þar verið nokkuð skýr,“ sagði Þorgerður Katrín. „Úr varð þessi fína ljósmynd af forsætisráðherra með mjólkurfernurnar góðu fyrir framan málverk af Jóni forseta. Aðspurður segir síðan skrifstofustjóri Alþingis að ekki sé um neina vörusýningu eða vöruauglýsingu að ræða heldur fyrst og fremst atburð sem tengist hátíðardagskránni. Gott og vel. Þá hlýt ég að spyrja: Getur hvaða fyrirtæki sem er útbúið nýjar umbúðir í tilefni af fullveldisafmælinu og fengið forsætisráðherra til að sitja fyrir og auglýsa þannig vörurnar?“

Þorgerður Katrín benti á að MS sé í „svokallaðri“ samkeppni við aðra framleiðendur mjólkurafurða og hafi verið dæmt vegna samkeppnisbrota á árinu. „Þótt þessi uppákoma endurspegli í raun ákveðna einokunarstarfsemi á mjólkurmarkaði, sem kemur ekki á óvart miðað við stefnu ríkisstjórnarinnar, er það umhugsunarefni. Hvernig er það metið hvort þetta sé gert í markaðslegum tilgangi eða ekki? Það er alþekkt að nýta svona leiðir til markaðssetningar, t.d. með áhrifavöldum. Þeir sem mættu í anddyri til að afhenda vöruna voru einmitt forstjóri Mjólkursamsölunnar, sá góði maður, markaðsstjóri og markaðsfulltrúar. En var þetta ekki í markaðslegum tilgangi?“

Hefði þurft að merkja myndina #samstarf

Þorgerður Katrín sagði það vera ljóst að um dulda auglýsingu væri að ræða. „Hvað kostar klukkustund með forsætisráðherra, líklega mesta áhrifavaldi landsins? Er virkilega ekki um dulda auglýsingu að ræða? Hefði mögulega átt að setja undir myndina #samstarf, eins og Neytendastofa hefur ítrekað bent á að sé nauðsynleg forsenda þess að neytendur átti sig á hvort um dulda auglýsingu sé að ræða eða ekki?“

Katrín JakobsdóttirForsætisráðherra veitti fernunum viðtöku frá fulltrúum MS og afmælisnefndarinnar.

Hún spurði í framhaldinu hvar draga eigi mörkin þegar kemur að því að nota þinghúsið sem auglýsingavettvang. „Mun þá forsætisráðherra ekki fetta fingur út í það ef þessi fullveldisnefnd kemur aftur með tillögur?“ spurði Þorgerður Katrín. „Við erum til dæmis með frábæra bjórframleiðendur víða um land. Verður þinghúsið vettvangur fyrir auglýsingu á fullveldisbjór? Eða eigum við að tala um fullveldiskleinur? Við erum með marga frábæra framleiðendur að kleinum, góða bakara, sem geta alveg örugglega bakað fullveldiskleinur.“

Viðreisn eigi fulltrúa í afmælisnefndinni

Katrín svaraði því til að hún hafi fengið óskina frá afmælisnefndinni og kannað í kjölfarið hvort leyfi hafi verið veitt af hálfu Alþingis. „Ég hef skilið markmið afmælisnefndarinnar sem svo að fullveldisafmælið sé ekki einkaeign ríkisins heldur þjóðarinnar allrar og þau hafa því hvatt meðal annars einkafyrirtæki til að koma að hátíðahöldum,“ sagði Katrín. „Þar sem ég hef tekið þátt í óteljandi viðburðum á þessu afmælisári tengdum fullveldinu, bæði með einkafyrirtækjum, frjálsum félagasamtökum og stofnunum, sá ég í í sjálfu sér ekkert því til fyrirstöðu að veita þessum mjólkurfernum viðtöku.“

Katrín benti á að í afmælisnefndinni sitji fulltrúar allra flokka á þingi, þar á meðal Viðreisnar. „Ég vil ítreka að ég er alls ekki að fela sig á bak við nefndina. Mér fannst bara rétt að nefna það af því að mér fannst ég greina á fyrri orðum háttvirts þingmanns að hún þekkti hugsanlega ekki til þess að þessi beiðni hefði komið frá nefndinni þar sem hennar fulltrúi situr,“ sagði Katrín.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samkeppnismál

KS kaupir Kjarnafæði – Skagfirska efnahagssvæðið orðið Norðurland allt
Skýring

KS kaup­ir Kjarna­fæði – Skag­firska efna­hags­svæð­ið orð­ið Norð­ur­land allt

Kaup­fé­lag Skag­firð­inga mun ekki þurfa að bera kaup sín á Kjarna­fæði und­ir Norð­lenska Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið, eft­ir að Al­þingi und­an­skyldi fyr­ir­tæk­in sam­keppn­is­lög­um. KS fær yf­ir­burð­ar­stöðu á kjöt­mark­aði. Kjarna­fæði sam­ein­að­ist Norð­lenska fyr­ir tveim­ur ár­um með ströng­um skil­yrð­um, sem falla nú nið­ur. Verð­laus hlut­ur þing­manns, sem harð­ast barð­ist fyr­ir sam­keppn­isund­an­þág­un­um, í KN, er orð­inn millj­óna­virði.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár