Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Forsætisráðherra „áhrifavaldur“ með dulda auglýsingu

Formað­ur Við­reisn­ar spurði á Al­þingi hvort for­sæt­is­ráð­herra muni aug­lýsa full­veld­is­bjór og full­veldisklein­ur eins og MS mjólk í þing­hús­inu. Katrín Jak­obs­dótt­ir sagð­ist hafa tek­ið þátt í ótal við­burð­um og að hún feli sig ekki bak við af­mæl­is­nefnd­ina.

Forsætisráðherra „áhrifavaldur“ með dulda auglýsingu
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir Formenn Viðreisnar og Vinstri grænna ræddu myndatöku í anddyri þinghússins á þingfundi í gær. Mynd: Pressphotos

Forsætisráðherra segist ekkert hafa séð því til fyrirstöðu að taka við nýjum mjólkurfernum MS við athöfn í anddyri Alþingishússins á föstudag. Hún hafi verið beðin um það af afmælisnefnd fullveldis Íslands enda sé fullveldisafmælið ekki einkaeign ríkisins, heldur þjóðarinnar allrar og einnig einkaaðila.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, vakti athygli á málinu í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í gær. Sat Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fyrir svörum.

„Við sem hér störfum vitum að reglan er sú að húsið er ekki notað til kynningar á vörum og hafa mörkin þar verið nokkuð skýr,“ sagði Þorgerður Katrín. „Úr varð þessi fína ljósmynd af forsætisráðherra með mjólkurfernurnar góðu fyrir framan málverk af Jóni forseta. Aðspurður segir síðan skrifstofustjóri Alþingis að ekki sé um neina vörusýningu eða vöruauglýsingu að ræða heldur fyrst og fremst atburð sem tengist hátíðardagskránni. Gott og vel. Þá hlýt ég að spyrja: Getur hvaða fyrirtæki sem er útbúið nýjar umbúðir í tilefni af fullveldisafmælinu og fengið forsætisráðherra til að sitja fyrir og auglýsa þannig vörurnar?“

Þorgerður Katrín benti á að MS sé í „svokallaðri“ samkeppni við aðra framleiðendur mjólkurafurða og hafi verið dæmt vegna samkeppnisbrota á árinu. „Þótt þessi uppákoma endurspegli í raun ákveðna einokunarstarfsemi á mjólkurmarkaði, sem kemur ekki á óvart miðað við stefnu ríkisstjórnarinnar, er það umhugsunarefni. Hvernig er það metið hvort þetta sé gert í markaðslegum tilgangi eða ekki? Það er alþekkt að nýta svona leiðir til markaðssetningar, t.d. með áhrifavöldum. Þeir sem mættu í anddyri til að afhenda vöruna voru einmitt forstjóri Mjólkursamsölunnar, sá góði maður, markaðsstjóri og markaðsfulltrúar. En var þetta ekki í markaðslegum tilgangi?“

Hefði þurft að merkja myndina #samstarf

Þorgerður Katrín sagði það vera ljóst að um dulda auglýsingu væri að ræða. „Hvað kostar klukkustund með forsætisráðherra, líklega mesta áhrifavaldi landsins? Er virkilega ekki um dulda auglýsingu að ræða? Hefði mögulega átt að setja undir myndina #samstarf, eins og Neytendastofa hefur ítrekað bent á að sé nauðsynleg forsenda þess að neytendur átti sig á hvort um dulda auglýsingu sé að ræða eða ekki?“

Katrín JakobsdóttirForsætisráðherra veitti fernunum viðtöku frá fulltrúum MS og afmælisnefndarinnar.

Hún spurði í framhaldinu hvar draga eigi mörkin þegar kemur að því að nota þinghúsið sem auglýsingavettvang. „Mun þá forsætisráðherra ekki fetta fingur út í það ef þessi fullveldisnefnd kemur aftur með tillögur?“ spurði Þorgerður Katrín. „Við erum til dæmis með frábæra bjórframleiðendur víða um land. Verður þinghúsið vettvangur fyrir auglýsingu á fullveldisbjór? Eða eigum við að tala um fullveldiskleinur? Við erum með marga frábæra framleiðendur að kleinum, góða bakara, sem geta alveg örugglega bakað fullveldiskleinur.“

Viðreisn eigi fulltrúa í afmælisnefndinni

Katrín svaraði því til að hún hafi fengið óskina frá afmælisnefndinni og kannað í kjölfarið hvort leyfi hafi verið veitt af hálfu Alþingis. „Ég hef skilið markmið afmælisnefndarinnar sem svo að fullveldisafmælið sé ekki einkaeign ríkisins heldur þjóðarinnar allrar og þau hafa því hvatt meðal annars einkafyrirtæki til að koma að hátíðahöldum,“ sagði Katrín. „Þar sem ég hef tekið þátt í óteljandi viðburðum á þessu afmælisári tengdum fullveldinu, bæði með einkafyrirtækjum, frjálsum félagasamtökum og stofnunum, sá ég í í sjálfu sér ekkert því til fyrirstöðu að veita þessum mjólkurfernum viðtöku.“

Katrín benti á að í afmælisnefndinni sitji fulltrúar allra flokka á þingi, þar á meðal Viðreisnar. „Ég vil ítreka að ég er alls ekki að fela sig á bak við nefndina. Mér fannst bara rétt að nefna það af því að mér fannst ég greina á fyrri orðum háttvirts þingmanns að hún þekkti hugsanlega ekki til þess að þessi beiðni hefði komið frá nefndinni þar sem hennar fulltrúi situr,“ sagði Katrín.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samkeppnismál

KS kaupir Kjarnafæði – Skagfirska efnahagssvæðið orðið Norðurland allt
Skýring

KS kaup­ir Kjarna­fæði – Skag­firska efna­hags­svæð­ið orð­ið Norð­ur­land allt

Kaup­fé­lag Skag­firð­inga mun ekki þurfa að bera kaup sín á Kjarna­fæði und­ir Norð­lenska Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið, eft­ir að Al­þingi und­an­skyldi fyr­ir­tæk­in sam­keppn­is­lög­um. KS fær yf­ir­burð­ar­stöðu á kjöt­mark­aði. Kjarna­fæði sam­ein­að­ist Norð­lenska fyr­ir tveim­ur ár­um með ströng­um skil­yrð­um, sem falla nú nið­ur. Verð­laus hlut­ur þing­manns, sem harð­ast barð­ist fyr­ir sam­keppn­isund­an­þág­un­um, í KN, er orð­inn millj­óna­virði.

Mest lesið

Bandaríski fasisminn hefur áhrif á Ísland
4
Út fyrir boxið#1

Banda­ríski fasism­inn hef­ur áhrif á Ís­land

Á sama tíma og ein­ræð­is­ríki rísa upp eiga Ís­lend­ing­ar varn­ir sín­ar und­ir Banda­ríkj­un­um, þar sem stór hluti þjóð­ar­inn­ar styð­ur stefnu sem lík­ist sí­fellt meir fas­isma. Silja Bára Óm­ars­dótt­ir al­þjóða­stjórn­mála­fræð­ing­ur ræð­ir um fall­valt­leika lýð­ræð­is­ins í Banda­ríkj­un­um og hvernig Ís­lend­ing­ar geta brugð­ist við hættu­legri heimi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár