Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

30 milljörðum hærri arðgreiðslur til eigenda fyrirtækja

Gögn frá Hag­stof­unni sýna að arð­greiðsl­ur við­skipta­hag­kerf­is­ins juk­ust um 26% á milli ára. Fyr­ir­tæk­in greiddu eig­end­um sín­um 143 millj­arða króna í arð ár­ið 2017.

30 milljörðum hærri arðgreiðslur til eigenda fyrirtækja
Samtök atvinnulífsins Arðgreiðslur jukust um 26% á milli ára. Mynd: Samtök atvinnulífsins

Arðgreiðslur fyrirtækja í viðskiptahagkerfinu jukust um 26% á milli áranna 2016 og 2017. Fyrirtækin sem um ræðir greiddu eigendum sínum 143 milljarða króna í arð árið 2017. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar í dag.

Viðskiptahagkerfið er hugtak sem nær yfir allan fyrirtækjarekstur á Íslandi fyrir utan lyfjaframleiðslu, fjármála- og vátryggingastarfsemi og opinbera starfsemi. 39.000 fyrirtæki eru í þessum hópi og starfa 124 þúsund launþegar hjá þeim samkvæmt flokkun Hagstofunnar.

Mest aukning arðgreiðslna var í heildverslun, þar sem þær hækkuðu um 66% á milli ára, og í byggingariðnaði, þar sem hækkunin var 58%. Fyrirtæki í viðskiptahagkerfinu greiddu eigendum sínum 113 milljarða króna í arð árið 2016, en 143 milljarða árið 2017.

Þá kemur fram að eigið fé fyrirtækjanna hafi hækkað um 6% á milli ára, úr 2.812 milljörðum króna árið 2016 í 2.993 milljarða árið 2017. Mesta hækkun eigin fjár var 30% í byggingariðnaði og mannvirkjagerð, en eigið fé hækkaði um 10% í greinum ferðaþjónustu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár