Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

30 milljörðum hærri arðgreiðslur til eigenda fyrirtækja

Gögn frá Hag­stof­unni sýna að arð­greiðsl­ur við­skipta­hag­kerf­is­ins juk­ust um 26% á milli ára. Fyr­ir­tæk­in greiddu eig­end­um sín­um 143 millj­arða króna í arð ár­ið 2017.

30 milljörðum hærri arðgreiðslur til eigenda fyrirtækja
Samtök atvinnulífsins Arðgreiðslur jukust um 26% á milli ára. Mynd: Samtök atvinnulífsins

Arðgreiðslur fyrirtækja í viðskiptahagkerfinu jukust um 26% á milli áranna 2016 og 2017. Fyrirtækin sem um ræðir greiddu eigendum sínum 143 milljarða króna í arð árið 2017. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar í dag.

Viðskiptahagkerfið er hugtak sem nær yfir allan fyrirtækjarekstur á Íslandi fyrir utan lyfjaframleiðslu, fjármála- og vátryggingastarfsemi og opinbera starfsemi. 39.000 fyrirtæki eru í þessum hópi og starfa 124 þúsund launþegar hjá þeim samkvæmt flokkun Hagstofunnar.

Mest aukning arðgreiðslna var í heildverslun, þar sem þær hækkuðu um 66% á milli ára, og í byggingariðnaði, þar sem hækkunin var 58%. Fyrirtæki í viðskiptahagkerfinu greiddu eigendum sínum 113 milljarða króna í arð árið 2016, en 143 milljarða árið 2017.

Þá kemur fram að eigið fé fyrirtækjanna hafi hækkað um 6% á milli ára, úr 2.812 milljörðum króna árið 2016 í 2.993 milljarða árið 2017. Mesta hækkun eigin fjár var 30% í byggingariðnaði og mannvirkjagerð, en eigið fé hækkaði um 10% í greinum ferðaþjónustu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár