Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þakklátar góðhjartaða fólkinu sem gefur föt

Dæmi er um að fólk prjóni fyr­ir nauð­stadda sem sækja sér hjálp á Kaffi­stofu Sam­hjálp­ar. Sæ­dís Slaufa Haf­steins­dótt­ir fór í gegn­um með­ferð­ar­úr­ræð­ið og hjálp­ar nú öðr­um.

Þakklátar góðhjartaða fólkinu sem gefur föt
Sædís Slaufa Hafsteinsdóttir Segir fatasöfnun sína hafa farið langt fram úr vonum. Hún er búin að klæða meira og minna alla sem koma á kaffistofuna og á nóg eftir. Mynd: Davíð Þór

Sædís Slaufa Hafsteinsdóttir vinnur sjálfboðavinnu á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni. Hún auglýsti á dögunum eftir hlífðarfatnaði á Facebook til að gefa þeim sem koma á Kaffistofuna. Stundin hitti Sædísi á Kaffistofunni ásamt Rósu Gunnlaugsdóttur sem vinnur á skrifstofu þeirra. Sædís segir frá eigin sjálfboðavinnu, en hún sjálf nýtti sér meðferðarúrræði Samhjálpar.

„Hérna er fólk að koma alls staðar frá, býr á götunni eða býr í tjöldum og maður sér hvað þau eru illa klædd,“ segir Sædís, en fatasöfnun hennar fór langt fram úr vonum. „Ég er nánast búin að gefa öllum eitthvað hérna, bæði skó og mjög góðar úlpur, hlý teppi og ullarsokka. Við fengum meira að segja föðurland til að gefa.“

Eftir eru fjórir eða fimm fullir svartir pokar af fötum. Sædís bjóst ekki við því að fólk tæki sér tíma úr vinnu til að koma með föt á Kaffistofuna sem er lokað klukkan þrjú. „Samt komu allir bara með þetta hingað og fengu bara gott knús fyrir.“

Náin samskipti við skjólstæðinga

„Fólk verður svo rosalega opið við mann,“ heldur Sædís áfram. „Þau koma alls staðar frá úr heiminum og hafa svo ólíkan bakgrunn miðað við okkur. Stundum þurfa þau bara að tala við mann. Ég sit stundum frammi á spjalli við fólkið, spyr hvað þau ætla að gera í framtíðinni, hvað er planið? Fólk veit ekkert hvað gerist, hvort það fái að vera í landinu eða ekki. Sumir eru bara einir hérna í landinu, eiga enga vini og ekkert. Þau sjá ekki fram á að komast neitt og vita ekkert hvað verður, hver þeirra staða er almennt innan þjóðfélagsins eða lífsins.“

„Það kemur nánast daglega einhver hingað inn og segist vera nýkominn til landsins og veit ekki hvað á að gera“

Þær segja að fólk viti stundum ekki einu sinni af Útlendingastofnun við komu til landsins. „Það kemur nánast daglega einhver hingað inn og segist vera nýkominn til landsins og veit ekki hvað á að gera,“ segir Sædís. „Þá er það bara að fara í Kópavog í Útlendingastofnun. Gá hvort þeir geti útvegað íbúð og þá ertu í herbergi með tíu öðrum. En þá er lögreglan með vegabréfið. Þetta er bara það eina sem maður getur sagt. Þetta hlýtur að vera mjög óþægilegt. Að vera bara einn í einhverju landi, tala ekki málið og hafa engan samastað. Þá er gott að geta rétt smá hjálparhönd! Smá bros, knús eða föt eða kaffi. Bara eitthvað. Bara að vera næs. Kurteisi kostar ekki neitt.“

Fjölbreytt starf

Starf Samhjálpar er margþætt. Ásamt því að reka Kaffistofuna, þar sem hádegismatur er eldaður allan ársins hring, er meðferðarheimilið Hlaðgerðarkot, áfangaheimili og önnur stuðningsheimili fyrir fólk sem þarf aðstoð við daglegt amstur. „Það er bara þetta sem við heyrum svo oft, að það vantar úrræði sem grípur fólk þegar það er búið í meðferðinni,“ segir Rósa, en skrifstofan miðstýrir öllum þessum stöðum. „Það lendir bara aftur á götunni eða aftur þar sem það var statt áður. Oft eru þau búin að brenna allar brýr að baki sér vegna margra ára neyslu.“ Áfangaheimili eins og Sporið eru til þess að hjálpa fólki að komast aftur í samfélagið. Á Sporinu eru einstaklingar með herbergi, allt að tuttugu manns eru þar hverju sinni og hafa aðgang að sameiginlegri aðstöðu.

Sædís er, eins og áður kom fram, dæmi um einstakling sem fór í gegnum meðferðarúrræði Samhjálpar. Hún nýtti sér einnig hin úrræðin eftir meðferðina og bauð sig svo fram í sjálfboðastarf.

Ótrúlegt hve margir góðir eru til

Kaffistofan reiðir sig mikið á velvild fyrirtækja. „Ekki aðeins af því að maturinn er útrunninn heldur líka bara af því að vörur beyglast og þá selst það ekki,“ heldur Rósa áfram. „Þá fáum við það allt saman til okkar og við getum þá stolt sagt frá því að við erum að sporna gegn matarsóun með þessu. Við nýtum það sem annars væri hent.“

„Það eru konur sem eru í alvörunni á kvöldin að prjóna vettlinga og húfur og koma svo með það hingað“

Rósa lýsir góðum viðbrögðum við hjálparbeiðnum. „Sædís sendir frá sér eina ósk þar sem hún segist vera frá Kaffistofunni og sé að óska eftir fötum fyrir fólk sem þurfi á því að halda sem bara bókstaflega býr á götunni. Að sjá viðbrögðin sem komu við þessu! Þetta er eitthvað sem við erum vitni að á hverjum degi. Það eru konur sem eru í alvörunni á kvöldin að prjóna vettlinga og húfur og koma svo með það hingað. Ímyndið ykkur bara tímann sem fer í þetta. Þær koma með poka fulla af húfum og vettlingum, ullarvörum sem þær hafa sjálfar setið og prjónað.“

Hún segir einnig að góðhjartaðir einstaklingar innan fyrirtækja ákveði að gefa mat og aðrar vörur til Samhjálpar.

„Maður getur ekki alltaf verið að horfa á fyrirtæki sem einhverja ómannaða vél. Það er eldaður hádegismatur hérna á hverjum einasta degi, 365 daga ársins, og fólk veit það.“ Þetta er ekki gróðastarfsemi,“ segir Rósa og hlær. „Alveg langt í frá.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hamingjan

Endurheimti hamingjuna með aðstoð og breyttu hugarfari
Hamingjan

End­ur­heimti ham­ingj­una með að­stoð og breyttu hug­ar­fari

Eva Hrund Ein­ars­dótt­ir gekk á vegg fyr­ir mörg­um ár­um en hún upp­lifði kuln­un með­al ann­ars vegna of­þjálf­un­ar. Hún fékk alls kon­ar hjálp til að kom­ast yf­ir ástand­ið og end­ur­heimta ham­ingj­una. „Helsti lær­dóm­ur­inn var að læra að segja nei, að lifa í nú­inu, nýta tím­ann með þeim sem mað­ur elsk­ar sem og verja tím­an­um í hluti sem veita manni já­kvæða orku.“
Fjallgöngur veita hamingju
Hamingjan

Fjall­göng­ur veita ham­ingju

Jó­hanna Fríða Dal­kvist seg­ir að sér finn­ist að fólk geti ekki alltaf ver­ið „sky high“; það sé ekki ham­ingj­an að vera alltaf ein­hvers stað­ar á bleiku skýi. Hún seg­ir að fólk þurfi að kunna og ákveða hvernig það ætli að bregð­ast við ef það finn­ur fyr­ir óham­ingju. Það þurfi að ákveða að vinna sig út úr því og tala um hlut­ina. Fjall­göng­ur hjálp­uðu Jó­hönnu Fríðu í kjöl­far sam­bands­slita á sín­um tíma og síð­an hef­ur hún geng­ið mik­ið á fjöll og er meira að segja far­in að vinna sem far­ar­stjóri í auka­vinnu.
Maður varð heill
Hamingjan

Mað­ur varð heill

Guð­mund­ur Andri Thors­son seg­ir að þeg­ar eitt­hvað kem­ur upp á í líf­inu verði mað­ur bara að standa á fæt­ur aft­ur, hrista sig og halda áfram. Það að vinna úr hlut­un­um á já­kvæð­an hátt sé alltaf ákvörð­un. Guð­mund­ur Andri og eig­in­kona hans gátu ekki eign­ast barn og ákváðu því að ætt­leiða og eiga tvær upp­komn­ar dæt­ur. Þeg­ar hann hafi feng­ið eldri dótt­ur­ina í fang­ið þá hafi hann orð­ið heill.
„Ég þurfti að samþykkja sjálfa mig fyrir það sem ég er“
Hamingjan

„Ég þurfti að sam­þykkja sjálfa mig fyr­ir það sem ég er“

Ingi­leif Frið­riks­dótt­ir var góð í að fela það hvernig henni leið í æsku. Um ára­bil var hún skot­spónn bekkj­ar­fé­laga sinna og upp­lifði sig eina þótt hún ætti vin­kon­ur. Hún þorði ekki að koma út úr skápn­um en til að losna við til­finn­inga­doð­ann varð hún að horfa í speg­il og finna sjálfa sig. „Það var risa­stórt og ótrú­lega ógn­væn­legt skref,“ seg­ir Ingi­leif sem er nú ham­ingju­sam­lega gift. Fjöl­skyld­an er henni allt.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár