Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir nýr formaður BSRB

Lög­fræð­ing­ur BSRB var kjör­inn nýr formað­ur sam­tak­anna í dag, en frá­far­andi formað­ur gaf ekki kost á sér.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir nýr formaður BSRB
Sonja Ýr Þorbergsdóttir Nýr formaður BSRB hefur starfað sem lögfræðingur samtakanna.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, lögfræðingur BSRB, var kosinn formaður félagsins á þingi félagsins í dag. Vésteinn Valgarðsson, stuðningsfulltrúi á Kleppi, var einnig í framboði, en fráfarandi formaður, Elín Björg Jónsdóttir, tilkynnti í byrjun sumars að hún gæfi ekki kost á sér.

Sonja hlaut 86,3 prósent atkvæða þingfulltrúa en Vésteinn 13,7 prósent. „Ég hlakka til að takast á við þau fjölbreyttu verkefni sem framundan eru,“ sagði Sonja í ávarpi til þingsins. „Hér á þingi BSRB höfum við mótað í sameiningu skýra sýn í stefnu og ályktunum sem við munum fylgja kröftuglega eftir. Ég er sannfærð um að saman munum við stuðla að breytingum og betra samfélagi fyrir okkar félagsmenn, í vinnu sem einkalífi.“

BSRB eru stærstu samtök opinberra starfsmanna á Íslandi. Aðildarfélög eru 25 talsins og fjöldi félagsmanna rúmlega 21 þúsund. Samkvæmt drögum að stefnu félagsins sem rædd verða á þinginu verður lögð áhersla á styttingu vinnuvikunnar, bætta stöðu tekjulágra fjölskyldna og nýtingu skattkerfisins sem jöfnunartækis, meðal annars.

„Það verður aldrei sátt í okkar samfélagi á meðan bætt kjör og betri lífsgæði eiga bara við um suma en ekki alla,“ sagði Elín Björg, fráfarandi formaður, í opnunarávarpi þingsins á miðvikudag. „Þar skiptir máli að við getum staðið saman til að þrýsta á um þær breytingar sem við teljum að muni bæta samfélagið og vinna að sameiginlegum skilningi allra aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda. Við þurfum að bera gæfu til þess að nýta þann mikla samtakamátt sem býr í íslensku launafólki til að bæta samfélagið allt.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjarabaráttan

Kjaraviðræður stranda á forsenduákvæðum og breiðfylkingin fundar um mögulegar verkfallsaðgerðir
GreiningKjarabaráttan

Kjara­við­ræð­ur stranda á for­sendu­ákvæð­um og breið­fylk­ing­in fund­ar um mögu­leg­ar verk­falls­að­gerð­ir

Formað­ur VR fékk í gær sam­þykkta heim­ild til þess að grípa til að­gerða og fé­lög inn­an breið­fylk­ing­ar­inn­ar hafa blás­ið til fund­ar í dag þar sem rætt verð­ur um næstu skref. Um tals­verð­an við­snún­ing er að ræða frá því að kjara­við­ræð­ur hóf­ust fyrst. Nú hafa við­ræð­urn­ar harðn­að og er það fyrst og fremst vegna ósætt­is um for­sendu­ákvæði í langa­tíma­kjara­samn­ingn­um.
Af hverju dó hamingjan milli breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins?
GreiningKjarabaráttan

Af hverju dó ham­ingj­an milli breið­fylk­ing­ar­inn­ar og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins?

Allt ann­ar tónn hef­ur ver­ið í kjara­bar­átt­unni nú en síð­ustu miss­eri. Við­semj­end­ur ætl­uðu að taka hönd­um sam­an og auka stöð­ug­leika í efna­hags­líf­inu. En svo heyrð­ist lít­ið af fram­gangi. Í þess­ari viku var við­ræð­um slit­ið og deil­unni vís­að til rík­is­sátta­semj­ara. Marg­ir klór­uðu sér í hausn­um og spurðu hvað hefði eig­in­lega gerst? Svar­ið við því er: ansi margt.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár