Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir nýr formaður BSRB

Lög­fræð­ing­ur BSRB var kjör­inn nýr formað­ur sam­tak­anna í dag, en frá­far­andi formað­ur gaf ekki kost á sér.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir nýr formaður BSRB
Sonja Ýr Þorbergsdóttir Nýr formaður BSRB hefur starfað sem lögfræðingur samtakanna.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, lögfræðingur BSRB, var kosinn formaður félagsins á þingi félagsins í dag. Vésteinn Valgarðsson, stuðningsfulltrúi á Kleppi, var einnig í framboði, en fráfarandi formaður, Elín Björg Jónsdóttir, tilkynnti í byrjun sumars að hún gæfi ekki kost á sér.

Sonja hlaut 86,3 prósent atkvæða þingfulltrúa en Vésteinn 13,7 prósent. „Ég hlakka til að takast á við þau fjölbreyttu verkefni sem framundan eru,“ sagði Sonja í ávarpi til þingsins. „Hér á þingi BSRB höfum við mótað í sameiningu skýra sýn í stefnu og ályktunum sem við munum fylgja kröftuglega eftir. Ég er sannfærð um að saman munum við stuðla að breytingum og betra samfélagi fyrir okkar félagsmenn, í vinnu sem einkalífi.“

BSRB eru stærstu samtök opinberra starfsmanna á Íslandi. Aðildarfélög eru 25 talsins og fjöldi félagsmanna rúmlega 21 þúsund. Samkvæmt drögum að stefnu félagsins sem rædd verða á þinginu verður lögð áhersla á styttingu vinnuvikunnar, bætta stöðu tekjulágra fjölskyldna og nýtingu skattkerfisins sem jöfnunartækis, meðal annars.

„Það verður aldrei sátt í okkar samfélagi á meðan bætt kjör og betri lífsgæði eiga bara við um suma en ekki alla,“ sagði Elín Björg, fráfarandi formaður, í opnunarávarpi þingsins á miðvikudag. „Þar skiptir máli að við getum staðið saman til að þrýsta á um þær breytingar sem við teljum að muni bæta samfélagið og vinna að sameiginlegum skilningi allra aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda. Við þurfum að bera gæfu til þess að nýta þann mikla samtakamátt sem býr í íslensku launafólki til að bæta samfélagið allt.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjarabaráttan

Kjaraviðræður stranda á forsenduákvæðum og breiðfylkingin fundar um mögulegar verkfallsaðgerðir
GreiningKjarabaráttan

Kjara­við­ræð­ur stranda á for­sendu­ákvæð­um og breið­fylk­ing­in fund­ar um mögu­leg­ar verk­falls­að­gerð­ir

Formað­ur VR fékk í gær sam­þykkta heim­ild til þess að grípa til að­gerða og fé­lög inn­an breið­fylk­ing­ar­inn­ar hafa blás­ið til fund­ar í dag þar sem rætt verð­ur um næstu skref. Um tals­verð­an við­snún­ing er að ræða frá því að kjara­við­ræð­ur hóf­ust fyrst. Nú hafa við­ræð­urn­ar harðn­að og er það fyrst og fremst vegna ósætt­is um for­sendu­ákvæði í langa­tíma­kjara­samn­ingn­um.
Af hverju dó hamingjan milli breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins?
GreiningKjarabaráttan

Af hverju dó ham­ingj­an milli breið­fylk­ing­ar­inn­ar og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins?

Allt ann­ar tónn hef­ur ver­ið í kjara­bar­átt­unni nú en síð­ustu miss­eri. Við­semj­end­ur ætl­uðu að taka hönd­um sam­an og auka stöð­ug­leika í efna­hags­líf­inu. En svo heyrð­ist lít­ið af fram­gangi. Í þess­ari viku var við­ræð­um slit­ið og deil­unni vís­að til rík­is­sátta­semj­ara. Marg­ir klór­uðu sér í hausn­um og spurðu hvað hefði eig­in­lega gerst? Svar­ið við því er: ansi margt.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
6
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár