Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Grunur um stórfelld skattalagabrot og nauðgunarmál skyggja á feril Sigur Rósar

Fang­elsis­vist og fé­sekt­ir liggja við meint­um stór­felld­um skatta­laga­brot­um með­lima hljóm­sveit­ar­inn­ar Sig­ur Rós­ar. Stór hluti fjár­mála með­limanna eru er­lend­is og nýttu þeir fjár­fest­inga­leið Seðla­bank­ans við kaup á ís­lensk­um fast­eign­um með af­slætti, sem nú eru kyrr­sett­ar af skatt­rann­sókn­ar­stjóra.

Grunur um stórfelld skattalagabrot og nauðgunarmál skyggja á feril Sigur Rósar
Sigur Rós á tónleikum Hljómsveitin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og verið stór þáttur í að kynna íslenska tónlistarsenu á alþjóðavísu. Mynd: Wikipedia

Frá því hljómsveitin Sigur Rós steig fyrst fram á sjónarsviðið í lok tíunda áratugarins hefur frægðarsól hennar risið ört. Sveitin festi sig í sessi sem frumkvöðull í sinni tónlistarstefnu og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda fyrir einkennandi hljóðheim og magnaða tónleika. Þá hefur hljómsveitin beitt sér í þágu málefna eins og umhverfisverndar, komið fram í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones og The Simpsons, auk þess að stuðla að uppbyggingu íslensks tónlistariðnaðar, meðal annars með rekstri hljóðvers og skipulagningu tónlistarviðburða.

En síðasta ár hafa ásakanir um lögbrot skyggt á tónlistina sjálfa. Jón Þór Birgisson og Georg Holm, meðlimir hljómsveitarinnar, auk Orra Páls Dýrasonar sem nýlega hætti í kjölfar ásakana um nauðgun, gætu átt yfir höfði sér fésektir og fangelsisdóm, verði þeir fundnir sekir um stórfelld skattalagabrot sem skattrannsóknarstjóri hefur til meðferðar.

Þá var tónleikahaldarinn Kári Sturluson, sem lengi …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skattamál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár