Frá því hljómsveitin Sigur Rós steig fyrst fram á sjónarsviðið í lok tíunda áratugarins hefur frægðarsól hennar risið ört. Sveitin festi sig í sessi sem frumkvöðull í sinni tónlistarstefnu og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda fyrir einkennandi hljóðheim og magnaða tónleika. Þá hefur hljómsveitin beitt sér í þágu málefna eins og umhverfisverndar, komið fram í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones og The Simpsons, auk þess að stuðla að uppbyggingu íslensks tónlistariðnaðar, meðal annars með rekstri hljóðvers og skipulagningu tónlistarviðburða.
En síðasta ár hafa ásakanir um lögbrot skyggt á tónlistina sjálfa. Jón Þór Birgisson og Georg Holm, meðlimir hljómsveitarinnar, auk Orra Páls Dýrasonar sem nýlega hætti í kjölfar ásakana um nauðgun, gætu átt yfir höfði sér fésektir og fangelsisdóm, verði þeir fundnir sekir um stórfelld skattalagabrot sem skattrannsóknarstjóri hefur til meðferðar.
Þá var tónleikahaldarinn Kári Sturluson, sem lengi …
Athugasemdir