Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Lögbanni á Stundina hafnað: Umfjöllunin átti erindi við almenning í aðdraganda kosninga

Lög­bann sýsl­ummans á frétta­flutn­ing af við­skipt­um Bjarna Bene­dikts­son­ar og fjöl­skyldu hans var ólög­legt. Lands­rétt­ur stað­festi dómsorð Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur en lög­bann­ið hef­ur stað­ið í tæpt ár.

Lögbanni á Stundina hafnað: Umfjöllunin átti erindi við almenning í aðdraganda kosninga
Lögbanni hafnað Landsréttur staðfesti höfnun á lögbanni Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavik Media. Mynd: Heiða Helgadóttir

Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að hafna staðfestingu lögbanns Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning upp úr gögnum úr Glitni banka. 

„Með vísan til gagna málsins er fallist á þær forsendur héraðsdóms að umfjöllun Stundarinnar hafi í megindráttum beinst að viðskiptaháttum í einum af stóru viðskiptabönkunum fyrir fall þeirra 2008 og viðskiptaumsvifum þáverandi forsætisráðherra og lögaðila og einstaklinga sem tengdust honum fjölskylduböndumog/eða í gegnum viðskipti sem jafnframt tengdust eða voru fjármögnuð af umræddumbanka,“ segir í niðurstöðu dómsins.

Fram kemur að umfjöllunin hafi að stærstum hlutaátt erindi til almennings á þeim tíma sem hún var sett  fram í aðdraganda þingkosninga.

Fréttaflutningur stöðvaður í aðdraganda kosninga

Málið má rekja til þess þegar þrotabú Glitnis banka, Glitnir HoldCo, krafðist þess 16. október árið 2017 að Sýslumaðurinn í Reykjavík setti lögbann á frekari umfjöllun Stundarinnar um viðskipti Bjarna Bendiktssonar, þáverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins og fjölskyldu hans.

Krafðist lögmaður Glitnis HoldCo þess jafnframt að Stundin léti af hendi öll þau gögn sem fréttaflutningurinn byggði á og að fréttum um viðskipti Bjarna, sem birtar hefðu verið á vef Stundarinnar, yrði eytt. Daginn eftir, 17. október, samþykkti sýslumaður lögbannskröfuna.

Glitnir HoldCo stefndi svo Stundinni og Reykjavik Media, sem vann fréttir upp úr umræddum gögnum í samvinnu við Stundina og breska dagblaðið The Guardian, 23. október og krafðist þess að fjölmiðlunum yrði gert að afhenda öll gögn úr Glitni banka og afrit af þeim. Sömuleiðis krafðist þrotabúið þess að lögbann sýslumanns yrði staðfest. Þá var skorað á Stundina að afhenda dómara gögnin í trúnaði, gegn þagnarskyldu. Því hafnaði Stundin enda hefði slík framganga gegnið gegn grundvallargildum blaðamennsku og rofið trúnað blaðsins við heimildarmenn þess. Athygli vakti að Glitnir HoldCo fór fram á að málið yrði þingfest þann 31. október, þremur dögum eftir þingkosningar sem þá áttu að fara fram.

Bjarni losaði sig út úr Sjóði 9 í hruninu

Umfjöllun fjölmiðlanna hófst 6. október 2017 með ítarlegum fréttaskýringum um viðskipti Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra, og fjölskyldu hans í kringum bankahrunið 2008.

Kom meðal annars fram að Bjarni Benediktsson hefði selt allar eignir sínar í Sjóði 9 hjá Glitni dagana 2. til 6. október 2008 og að faðir hans hefði verið leystur undan sjálfskuldarábyrgð hjá bankanum skömmu fyrir hrun.

Stundin fjallaði svo ítarlega um kaup Engeyinga á Olíufélaginu árið 2006 og hvernig yfirtakan var að miklu leyti fjármögnuð með kúlulánum.

Fram kom að Bjarni hefði verið losaður undan 50 milljóna kúluláni sem hann hafði tekið persónulega hjá Glitni og skuldin færð yfir á skuldsett eignarhaldsfélag föður hans, Hafsilfur ehf., sem síðan var slitið eftir hrun. Slitastjórn Glitnis tók málið til sérstakrar skoðunar enda fannst engin fundargerð þar sem skuldskeytingin var leyfð.

ÖSE mótmælti lögbanninu

Lögbanninu á frekari fréttaflutning var víða andmælt, meðal annars af formanni Blaðamannafélags Íslands og Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, sem hvatti til þess að lögbanninu yrði tafarlaust aflétt þar eð það græfi undan  frelsi fjölmiðla og réttindum almennings til upplýsinga. 

Röksemdir þrotabús Glitnis í málinu, samkvæmt stefnu, sneru að því að umfjöllunin byggði á gögnum sem væru bundin bankaleynd og að gögnin innihéldu upplýsingar um þúsundir fyrrverandi og núverandi viðskiptamanna stefnanda.

Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp úrskurð í málinu 2. febrúar 2018 þar sem öllum kröfum Glitnis HoldCo á hendur Stundinni og Reykjavik Media var hafnað.

Í dómi héraðsdóms sagði að óumdeilt væri að þungamiðja umfjöllunar Stundarinnar hefði verið „ þátttaka þáverandi forsætisráðherra í ýmsum viðskiptum sem og einstaklinga og lögaðila sem tengdust honum. Lutu upplýsingarnar sem greint var frá í umfjölluninni fyrst og fremst að fjárhagsmálefnum þeirra og innbyrðis samskiptum sem og samskiptum við bankann, Glitni hf.“

Í dómsorði kom jafnframt fram að þegar taka bæri tillit til þess hvort sjónarmið um friðhelgi einkalífs gæti réttlætt lögbannið væri ekki hægt að líta framhjá því að umfjöllunin hafi í öllum aðalatriðum beinst að viðskiptum Bjarna Benediktssonar, sem hefði sem stjórnmálamaður sjálfur gefið kost á sér til opinberra trúnaðarstarfa. Stjórnmálamenn gætu ekki vænst þess að njóta sömu verndar og almenningur gagnvart opinberri umfjöllun.

Lögbann staðið í tæpt ár

Glitnir HoldCo áfrýjaði dómi héraðsdóms til Landsréttar 15. febrúar síðastliðinn og hefur því lögbann á frekari umfjöllun Stundarinnar verið í gildi fram á þennan dag.

Í millitíðinni hafnaði Landsréttur kröfu Glitnis HoldCo um að Stundinni og Reykjavik Media bæri skylda til að afhenda umrædd gögn, hvorki gögn um viðskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, skyldmenna hans og fleiri viðskiptavina Glitnis né önnur gögn sem Glitnir telur eiga uppruna sinn í bankanum. Til vara hafði þrotabúið gert þá kröfu að afhent 1.013 skjöl, sem tilgreind voru með skráarheitum fyrir héraðsdómi. Umrædd skjöl eru gögn sem sakamálarannsókn héraðssaksóknara hefur beinst að. Á meðal skráarheitanna sem upp eru talin í kröfunni er skjal sem ber heitið „1engeyingar.pdf“, fjöldi skjala er varða sérstaklega viðskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og einnig skjöl um fjármál dómara.

Í úrskurði Landsdóms kom fram að ekkert liggi fyrir um að þau 1.013 gögn sem Glitnir HoldCo fór fram á að Stundin og Reykjavik Media afhenti séu sömu gögn og fjömiðlarnir hafa undir höndum og hafa unnið fréttir úr.

Úrskurði Landsréttar var áfrýjað til Hæstaréttar af hálfu Glitnis HoldCo. Hæstiréttur vísaði kröfu þrotabúsins hins vegar frá 7. júní síðastliðinn.

-----------------------------
Fyrirvari: Fjölmiðillinn Stundin er aðili að málinu sem hér er fjallað um.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár