Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vefsíða nauðgunarsinna sett í hlé

Tekju­mögu­leik­ar vef­síð­unn­ar eru tak­mark­að­ir eft­ir að aug­lý­send­ur fjar­lægja sig frá síð­unni sök­um efn­is sem hvet­ur til nauðg­ana. Eig­andi síð­unn­ar sjálf­ur við­ur­kennt nauðg­un og skrif­ar ráð sem ein­kenn­ast af því að „hella kon­ur full­ar og ein­angra þær.“

Vefsíða nauðgunarsinna sett í hlé
Roosh V Gaf meðal annars út bækur þar sem hann leiðbeinir karlmönnum að táldraga konur í mismunandi löndum, eins og Litháen, Íslandi, Argentínu og Póllandi. Mynd:

Nauðgunarsinninn Roosh Valizadeh tilkynnti í byrjun mánaðar að vefsíðan hans, Return of Kings, væri að fara í ótímabundið hlé. Síðan er fyrir „alvöru karlmenn“ samkvæmt lýsingunni og inniheldur skrif frá honum sjálfum og öðrum karlmönnum. Roosh er einnig þekktur sem Roosh V og hefur gengist undir nafninu Roosh Vorek. 

Vefsíðan hefur verið í gangi í meira en sex ár, en helsta þema hennar er að hjálpa karlmönnum að stunda kynlíf með konum. Roosh V hefur skrifað margar bækur þess efnis, meðal annars leiðbeiningar um hvernig á að sofa hjá konum í mismunandi löndum. Árið 2011 gaf hann út bók slíka bók um Ísland. Önnur lönd sem Roosh hefur fjallað um eru Pólland, Litháen og Argentína. Hann hefur gefið út tvær bækur þar sem hann mælir gegn því að menn fari til þess að stunda kynlíf, en það eru Lettland og Danmörk.

Leiðbeiningar Roosh einkennast af því að ná valdi yfir konum og ekki að leyfa þeim að fá tækifæri til þess að segja nei. Hann hefur viðurkennt að hafa nauðgað konu á meðan Íslandsferð hans stóð, en hann skrifar að hún hafi verið of full til þess að gefa samþykki. Svipaða sögu er að segja um bók hans um Pólland, en þar lýsir hann því að hafa haldið konu niðri og nauðgað henni. 

Ástæður hlésins eru helst að auglýsendur hafa í auknum mæli dregið til baka stuðning sinn við síðuna vegna þess efnis sem þar birtist. Síðan braut reglur PayPal um hatursorðræðu, sem þýddi að PayPal lokaði á greiðsluþjónustu í gegnum síðuna. Eru því litlar sem engar tekjur að berast inn og umferð um síðuna einnig takmörkuð.

Roosh var mikið til umfjöllunar í íslenskum fjölmiðlum árið 2016 þegar hann tilkynnti um fund sem hann ætlaði að halda fyrir stuðningsmenn sína við styttu Leifs Eiríkssonar. Eftir fréttaflutning og mikil mótmæli hætti hann við komu sína. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár