Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vefsíða nauðgunarsinna sett í hlé

Tekju­mögu­leik­ar vef­síð­unn­ar eru tak­mark­að­ir eft­ir að aug­lý­send­ur fjar­lægja sig frá síð­unni sök­um efn­is sem hvet­ur til nauðg­ana. Eig­andi síð­unn­ar sjálf­ur við­ur­kennt nauðg­un og skrif­ar ráð sem ein­kenn­ast af því að „hella kon­ur full­ar og ein­angra þær.“

Vefsíða nauðgunarsinna sett í hlé
Roosh V Gaf meðal annars út bækur þar sem hann leiðbeinir karlmönnum að táldraga konur í mismunandi löndum, eins og Litháen, Íslandi, Argentínu og Póllandi. Mynd:

Nauðgunarsinninn Roosh Valizadeh tilkynnti í byrjun mánaðar að vefsíðan hans, Return of Kings, væri að fara í ótímabundið hlé. Síðan er fyrir „alvöru karlmenn“ samkvæmt lýsingunni og inniheldur skrif frá honum sjálfum og öðrum karlmönnum. Roosh er einnig þekktur sem Roosh V og hefur gengist undir nafninu Roosh Vorek. 

Vefsíðan hefur verið í gangi í meira en sex ár, en helsta þema hennar er að hjálpa karlmönnum að stunda kynlíf með konum. Roosh V hefur skrifað margar bækur þess efnis, meðal annars leiðbeiningar um hvernig á að sofa hjá konum í mismunandi löndum. Árið 2011 gaf hann út bók slíka bók um Ísland. Önnur lönd sem Roosh hefur fjallað um eru Pólland, Litháen og Argentína. Hann hefur gefið út tvær bækur þar sem hann mælir gegn því að menn fari til þess að stunda kynlíf, en það eru Lettland og Danmörk.

Leiðbeiningar Roosh einkennast af því að ná valdi yfir konum og ekki að leyfa þeim að fá tækifæri til þess að segja nei. Hann hefur viðurkennt að hafa nauðgað konu á meðan Íslandsferð hans stóð, en hann skrifar að hún hafi verið of full til þess að gefa samþykki. Svipaða sögu er að segja um bók hans um Pólland, en þar lýsir hann því að hafa haldið konu niðri og nauðgað henni. 

Ástæður hlésins eru helst að auglýsendur hafa í auknum mæli dregið til baka stuðning sinn við síðuna vegna þess efnis sem þar birtist. Síðan braut reglur PayPal um hatursorðræðu, sem þýddi að PayPal lokaði á greiðsluþjónustu í gegnum síðuna. Eru því litlar sem engar tekjur að berast inn og umferð um síðuna einnig takmörkuð.

Roosh var mikið til umfjöllunar í íslenskum fjölmiðlum árið 2016 þegar hann tilkynnti um fund sem hann ætlaði að halda fyrir stuðningsmenn sína við styttu Leifs Eiríkssonar. Eftir fréttaflutning og mikil mótmæli hætti hann við komu sína. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár