Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vefsíða nauðgunarsinna sett í hlé

Tekju­mögu­leik­ar vef­síð­unn­ar eru tak­mark­að­ir eft­ir að aug­lý­send­ur fjar­lægja sig frá síð­unni sök­um efn­is sem hvet­ur til nauðg­ana. Eig­andi síð­unn­ar sjálf­ur við­ur­kennt nauðg­un og skrif­ar ráð sem ein­kenn­ast af því að „hella kon­ur full­ar og ein­angra þær.“

Vefsíða nauðgunarsinna sett í hlé
Roosh V Gaf meðal annars út bækur þar sem hann leiðbeinir karlmönnum að táldraga konur í mismunandi löndum, eins og Litháen, Íslandi, Argentínu og Póllandi. Mynd:

Nauðgunarsinninn Roosh Valizadeh tilkynnti í byrjun mánaðar að vefsíðan hans, Return of Kings, væri að fara í ótímabundið hlé. Síðan er fyrir „alvöru karlmenn“ samkvæmt lýsingunni og inniheldur skrif frá honum sjálfum og öðrum karlmönnum. Roosh er einnig þekktur sem Roosh V og hefur gengist undir nafninu Roosh Vorek. 

Vefsíðan hefur verið í gangi í meira en sex ár, en helsta þema hennar er að hjálpa karlmönnum að stunda kynlíf með konum. Roosh V hefur skrifað margar bækur þess efnis, meðal annars leiðbeiningar um hvernig á að sofa hjá konum í mismunandi löndum. Árið 2011 gaf hann út bók slíka bók um Ísland. Önnur lönd sem Roosh hefur fjallað um eru Pólland, Litháen og Argentína. Hann hefur gefið út tvær bækur þar sem hann mælir gegn því að menn fari til þess að stunda kynlíf, en það eru Lettland og Danmörk.

Leiðbeiningar Roosh einkennast af því að ná valdi yfir konum og ekki að leyfa þeim að fá tækifæri til þess að segja nei. Hann hefur viðurkennt að hafa nauðgað konu á meðan Íslandsferð hans stóð, en hann skrifar að hún hafi verið of full til þess að gefa samþykki. Svipaða sögu er að segja um bók hans um Pólland, en þar lýsir hann því að hafa haldið konu niðri og nauðgað henni. 

Ástæður hlésins eru helst að auglýsendur hafa í auknum mæli dregið til baka stuðning sinn við síðuna vegna þess efnis sem þar birtist. Síðan braut reglur PayPal um hatursorðræðu, sem þýddi að PayPal lokaði á greiðsluþjónustu í gegnum síðuna. Eru því litlar sem engar tekjur að berast inn og umferð um síðuna einnig takmörkuð.

Roosh var mikið til umfjöllunar í íslenskum fjölmiðlum árið 2016 þegar hann tilkynnti um fund sem hann ætlaði að halda fyrir stuðningsmenn sína við styttu Leifs Eiríkssonar. Eftir fréttaflutning og mikil mótmæli hætti hann við komu sína. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár