Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vefsíða nauðgunarsinna sett í hlé

Tekju­mögu­leik­ar vef­síð­unn­ar eru tak­mark­að­ir eft­ir að aug­lý­send­ur fjar­lægja sig frá síð­unni sök­um efn­is sem hvet­ur til nauðg­ana. Eig­andi síð­unn­ar sjálf­ur við­ur­kennt nauðg­un og skrif­ar ráð sem ein­kenn­ast af því að „hella kon­ur full­ar og ein­angra þær.“

Vefsíða nauðgunarsinna sett í hlé
Roosh V Gaf meðal annars út bækur þar sem hann leiðbeinir karlmönnum að táldraga konur í mismunandi löndum, eins og Litháen, Íslandi, Argentínu og Póllandi. Mynd:

Nauðgunarsinninn Roosh Valizadeh tilkynnti í byrjun mánaðar að vefsíðan hans, Return of Kings, væri að fara í ótímabundið hlé. Síðan er fyrir „alvöru karlmenn“ samkvæmt lýsingunni og inniheldur skrif frá honum sjálfum og öðrum karlmönnum. Roosh er einnig þekktur sem Roosh V og hefur gengist undir nafninu Roosh Vorek. 

Vefsíðan hefur verið í gangi í meira en sex ár, en helsta þema hennar er að hjálpa karlmönnum að stunda kynlíf með konum. Roosh V hefur skrifað margar bækur þess efnis, meðal annars leiðbeiningar um hvernig á að sofa hjá konum í mismunandi löndum. Árið 2011 gaf hann út bók slíka bók um Ísland. Önnur lönd sem Roosh hefur fjallað um eru Pólland, Litháen og Argentína. Hann hefur gefið út tvær bækur þar sem hann mælir gegn því að menn fari til þess að stunda kynlíf, en það eru Lettland og Danmörk.

Leiðbeiningar Roosh einkennast af því að ná valdi yfir konum og ekki að leyfa þeim að fá tækifæri til þess að segja nei. Hann hefur viðurkennt að hafa nauðgað konu á meðan Íslandsferð hans stóð, en hann skrifar að hún hafi verið of full til þess að gefa samþykki. Svipaða sögu er að segja um bók hans um Pólland, en þar lýsir hann því að hafa haldið konu niðri og nauðgað henni. 

Ástæður hlésins eru helst að auglýsendur hafa í auknum mæli dregið til baka stuðning sinn við síðuna vegna þess efnis sem þar birtist. Síðan braut reglur PayPal um hatursorðræðu, sem þýddi að PayPal lokaði á greiðsluþjónustu í gegnum síðuna. Eru því litlar sem engar tekjur að berast inn og umferð um síðuna einnig takmörkuð.

Roosh var mikið til umfjöllunar í íslenskum fjölmiðlum árið 2016 þegar hann tilkynnti um fund sem hann ætlaði að halda fyrir stuðningsmenn sína við styttu Leifs Eiríkssonar. Eftir fréttaflutning og mikil mótmæli hætti hann við komu sína. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
5
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár