Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Skýrsla Hannesar „rýri trúverðugleika“ Íslands og Háskólans

Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir Hann­es Hólm­stein Giss­ur­ar­son vera einn af sköp­ur­um þess ástands sem leiddi af sér banka­hrun. Skýrsla hans sé dýr­keypt og vill­andi á er­lend­um vett­vangi.

Skýrsla Hannesar „rýri trúverðugleika“ Íslands og Háskólans

Skýrsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins rýrir trúverðugleika Íslands og Háskóla Íslands gagnvart umheiminum. Allir á Íslandi sjái hins vegar að skrif hans séu vilhöll Sjálfstæðisflokknum. Þetta segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

„Erlendir aðilar hafa mögulega ekki tök á að greina að dr. Hannes hafi ekki bara verið óháður stjórnarmeðlimur í Seðlabankanum heldur beinlínis einn af sköpurum þess ástands sem leiddi af sér hið íslenska bankahrun,“ skrifar Helga Vala. „Þegar skýrsla dr. Hannesar er þar að auki stimpluð í bak og fyrir með velþóknun íslenskra stjórnvalda er hætta á að lesandi álykti að hér sé á ferðinni vandað faglegt rit frá virtum Háskóla.“

Helga Vala skrifar að Hannes hafi aldrei farið leynt með flokkspólitíska afstöðu sína. „Hér á Íslandi ætti hver sá sem eitthvað hefur fylgst með stjórnmálum að geta greint skrif hans, greint að þar er þess gætt vandlega að sneiða framhjá hverju því sem fellt gæti skugga á hans Sjálfstæðisflokk sem og sneitt vandlega að því að krydda með frjálsu lagi hvað það sem gæti komið sjálfstæðisflokkspólitískum andstæðingum miður. Gott og blessað. En þá komum við að því hvort það sé heppilegt að íslensk stjórnvöld séu að velja slíkan einstakling til verks þegar rita á trúverðuga skýrslu fyrir íslenska ríkið á erlendri tungu, hvar tilgangurinn virðist að koma í dreifingu sem víðast um heim?“

Þá skrifar Helga Vala að í siðuðu ríki hefði verið ritað í inngangi skýrslunnar að höfundur hennar hefði um áratugaskeið verið áhrifamaður bak við tjöldin í Sjálfstæðisflokknum og einn „aðaláróðursmeistari“ flokksins sem hefur stýrt landinu um áratuga skeið. „Þegar æviferill höfundar verður lesendum ljós er hætta á að það rýri enn frekar trúverðugleika Íslands og Háskóla Íslands í augum umheimsins,“ skrifar hún að lokum. „Það, auk milljónanna tíu sem við greiddum fyrir verkið getur orðið okkur ansi dýrkeypt.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hrunið

Orð Geithner á skjön við hrunskýrslu Hannesar
FréttirHrunið

Orð Geit­hner á skjön við hrun­skýrslu Hann­es­ar

Timot­hy Geit­hner, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna, seg­ir ut­an­rík­is­stefnu Ís­lands aldrei hafa ver­ið rædda þeg­ar hug­mynd­um um gjald­eyr­is­skipta­samn­ing í hrun­inu 2008 var hafn­að. Í skýrslu Hann­es­ar Hólm­steins Giss­ur­ar­son­ar sagði hann ástæð­una vera að Ís­land hefði ekki leng­ur ver­ið hern­að­ar­lega mik­il­vægt í aug­um Banda­ríkj­anna.
Timothy Geithner um hrunið á Íslandi: „Skakkt númer, hringdu í Alþjóðagjaldeyrissjóðinn“
FréttirHrunið

Timot­hy Geit­hner um hrun­ið á Ís­landi: „Skakkt núm­er, hringdu í Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóð­inn“

Timot­hy Geit­hner, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna, seg­ist ekki minn­ast um­ræðu um ut­an­rík­is­stefnu Ís­lands vegna um­sókn­ar um gjald­eyr­is­skipta­samn­ing í hrun­inu 2008. Ís­land var ekki kerf­is­lega mik­il­vægt sam­kvæmt við­töl­um í bók Svein Har­ald Øygard, fyrr­ver­andi seðla­banka­stjóra.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár