Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Konur dragast aftur úr í launum eftir fæðingarorlof

At­hug­un VR á launa­þró­un eft­ir fæð­ing­ar­or­lof sýn­ir að 10 ár get­ur tek­ið kon­ur að ná aft­ur sömu laun­um og kyn­syst­ur þeirra eft­ir or­lof. Sama ferli tek­ur karl­menn 20 mán­uði.

Konur dragast aftur úr í launum eftir fæðingarorlof
Konur dragast aftur úr Konur dragast aftur úr körlum í launum við barneignir.

Konur sem fara í fæðingarorlof vegna fyrsta barns eru tíu ár að ná aftur sömu launum og kynsystur þeirra. Sama ferli tekur karlmenn 20 mánuði. Þetta kemur fram í efnahagsyfirliti VR sem birt var í dag.

Í yfirlitinu segir að dönsk rannsókn hafi sýnt að fórnarkostnaður kvenna vegna barneigna jafngildi tekjulækkun til frambúðar. Laun kynjanna þróist á sambærilegan hátt fimm ár fyrir fæðingu fyrsta barns en svo dragi sundur með þeim.

VR þekkir ekki til þess að samsvarandi rannsókn hafi verið gerð á Íslandi, en þegar launaþróun karla og kvenna innan VR sé skoðuð með dönsku rannsóknina í huga bendi niðurstöðurnar til samsvarandi breytinga á launaþróun kynjanna innan VR fljótlega eftir fæðingu fyrsta barns.

„Hins vegar eru vísbendingar um að konur í félaginu nái aftur sömu launum í hlutfalli við aðrar konur í félaginu. Slíkt tekur þó tíu ár. Karlar ná aftur sömu stöðu á um 20 mánuðum,“ segir í yfirlitinu.

Skoðun VR á launaþróuninni er þó ekki gerð á sama hátt og í dönsku rannsókninni. Um lauslega skoðun á þróun launa kynjanna yfir tíu ára tímabil er að ræða, að teknu tilliti til fjarveru frá vinnu vegna barneigna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Jafnréttismál

„Stelpur, horfið bálreiðar um öxl“
Allt af létta

„Stelp­ur, horf­ið bál­reið­ar um öxl“

Una Torfa­dótt­ir söng­kona lend­ir enn í því að fólki finn­ist hún biðja um of há­ar upp­hæð­ir fyr­ir að stíga á svið. „Svo heyr­ir mað­ur sög­ur af strák­um sem eru að spila og eru að taka miklu meira og það þyk­ir bara töff,“ seg­ir Una. Hún tel­ur þó þetta ójafn­rétti „smá­mál“ mið­að við það mis­rétti sem kon­ur og kvár í minni­hluta­hóp­um verða fyr­ir.
Ekki fræðilegur möguleiki að manna vaktina með karlmönnum
ViðtalJafnréttismál

Ekki fræði­leg­ur mögu­leiki að manna vakt­ina með karl­mönn­um

Jakobína Rut Daní­els­dótt­ir var að reyna að fá einn af fjór­um karl­kyns sam­starfs­mönn­um sín­um til að taka vakt­ina henn­ar í dag þeg­ar hún ræddi við Heim­ild­ina í síð­ustu viku. Hún sinn­ir starfi sem hún get­ur ekki geng­ið í burtu frá, jafn­vel þó að á í dag sé kvenna­verk­fall. Hún er ein af þeim fjöl­mörgu kon­um sem halda heil­brigðis­kerf­inu uppi.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár