Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hannesarskýrslan gefi tilefni til að „taka upp þráðinn“ við Breta

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son spurði um af­sök­un­ar­beiðni frá Bret­um vegna banka­hruns­ins á grund­velli skýrslu Hann­es­ar Hólm­steins Giss­ur­ar­son­ar. Bjarni Bene­dikts­son úti­lok­ar ekki sam­töl við er­lenda að­ila.

Hannesarskýrslan gefi tilefni til að „taka upp þráðinn“ við Breta

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, útilokar ekki að ræða við erlend stjórnvöld um framgöngu þeirra í bankahruninu á grundvelli skýrslu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar sem birt var í vikunni. Í skýrslunni, sem Hannes vann fyrir Félagsvísindastofnun að ósk Bjarna, er því haldið fram að gjörðir erlendra aðila hafi valdið þeirri keðjuverkun sem orsakaði bankahrunið.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, vakti máls á skýrslunni í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. „Nokkrir af vinstri kanti stjórnmálanna hafa að vísu sett út á að í skýrslu um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins sé of mikið fjalla um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins, of lítið um skoðanir þeirra sjálfra á innanlandspólitíkinni,“ sagði Sigmundur.

„Í leiðinni hafa menn hnýtt í aðalhöfund skýrslunnar og persónu hans og jafnan sama fólk og heldur því fram að það sé algjörlega óforsvaranlegt að gagnrýna fræðimenn. En þá væntanlega bara nógu vinstrisinnaða fræðimenn.“

Sigmundur spurði Bjarna hvernig hann ætlaði að fylgja skýrslunni eftir. „Verða þessi mál tekin upp við fulltrúa erlendra ríkja og alþjóðastofnana og verður til að mynda farið fram á afsökunarbeiðni frá breskum stjórnvöldum?“

Bjarni sagði að skýrslan væri mikilvæg samantekt á erlendum áhrifaþáttum bankahrunsins. Hann sagðist persónulega margsinnis hafa haft uppi athugasemdir við breska ráðamenn vegna framgöngu Breta á tíma hrunsins.

„En ég ætla alls ekki að útiloka að skýrslan gefi upp tilefni til að taka upp þráðinn, sérstaklega í einhverjum tilvikum, án þess að ég sé tilbúinn til að úttala mig um það hvaða mál það yrðu þá nákvæmlega sem þar ættu í hlut.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hrunið

Orð Geithner á skjön við hrunskýrslu Hannesar
FréttirHrunið

Orð Geit­hner á skjön við hrun­skýrslu Hann­es­ar

Timot­hy Geit­hner, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna, seg­ir ut­an­rík­is­stefnu Ís­lands aldrei hafa ver­ið rædda þeg­ar hug­mynd­um um gjald­eyr­is­skipta­samn­ing í hrun­inu 2008 var hafn­að. Í skýrslu Hann­es­ar Hólm­steins Giss­ur­ar­son­ar sagði hann ástæð­una vera að Ís­land hefði ekki leng­ur ver­ið hern­að­ar­lega mik­il­vægt í aug­um Banda­ríkj­anna.
Timothy Geithner um hrunið á Íslandi: „Skakkt númer, hringdu í Alþjóðagjaldeyrissjóðinn“
FréttirHrunið

Timot­hy Geit­hner um hrun­ið á Ís­landi: „Skakkt núm­er, hringdu í Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóð­inn“

Timot­hy Geit­hner, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna, seg­ist ekki minn­ast um­ræðu um ut­an­rík­is­stefnu Ís­lands vegna um­sókn­ar um gjald­eyr­is­skipta­samn­ing í hrun­inu 2008. Ís­land var ekki kerf­is­lega mik­il­vægt sam­kvæmt við­töl­um í bók Svein Har­ald Øygard, fyrr­ver­andi seðla­banka­stjóra.

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
3
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
6
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár