Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sagði sig ekki frá málinu en bað ráðuneytisstjóra um að gæta hlutleysis

Ráð­herra hélt upp­lýs­ing­um um af­skipti Braga Guð­brands­son­ar leynd­um fyr­ir Al­þingi, samdi við hann um full for­stjóra­laun frá vel­ferð­ar­ráðu­neyt­inu og læk­aði Face­book-færslu um árás­ir eig­in­gjarnra barna­vernd­ar­starfs­manna á for­stjór­ann. Samt taldi hann sig hæf­an til að end­ur­skoða fyrri ákvörð­un ráðu­neyt­is síns.

Sagði sig ekki frá málinu en bað ráðuneytisstjóra um að gæta hlutleysis

Velferðarráðuneytið hefur endurskoðað fyrri ákvörðun um að Bragi Guðbrandsson hjá Barnaverndarstofu hafi farið út fyrir verksvið sitt í Hafnarfjarðarmálinu svokallaða. Samkvæmt nýrri niðurstöðu Ásmundar Einars Daðasonar, félags og jafnréttismálaráðherra, sem ráðuneytisstjóri og skrifstofustjóri undirrita fyrir hans hönd, voru starfshættir Braga í samræmi við stjórnsýslulög. 

Í apríl síðastliðnum var Ásmundur Einar staðinn að því að hafa haldið því leyndu fyrir velferðarnefnd Alþingis að Bragi hefði verið snupraður af ráðuneytinu fyrir að hafa farið út fyrir verksvið sitt í Hafnarfjarðarmálinu. Þá kom í ljós að Ásmundur hafði ekki upplýst ríkisstjórnina um málið þegar Bragi Guðbrandsson var boðinn fram til barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. 

Ásmundur studdi framboðið eindregið, fór lofsamlegum orðum um Braga og lagði áherslu á það í umræðu um Hafnarfjarðarmálið að öll mál ættu sér tvær hliðar.

Fréttablaðið greindi svo frá því að ráðherra hefði samið við Braga um að hann yrði áfram á fullum forstjóralaunum, fyrst hjá Barnaverndarstofu og svo hjá velferðarráðuneytinu, meðan hann sinnir störfunum fyrir barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna (hjá Sameinuðu þjóðunum er ekki litið á nefndarsetuna sem starf og er hún ólaunuð þótt greiddur sé ferðakostnaður og dagpeningar þegar nefndin kemur saman), en um leið starfar Bragi við ráðgjöf og afmörkuð verkefni fyrir ráðherra.

Loks vakti athygli í sumar þegar Ásmundur Einar lækaði færslu á Facebook um öfundsjúka og eigingjarna barnaverndarstarfsmenn þar sem ýjað var að því að annarlegar hvatir lægju að baki kvörtunum undan störfum Braga. 

Þrátt fyrir allt þetta taldi ráðherra ekki ástæðu til að segja sig frá málinu þegar vinnubrögð Braga í Hafnarfjarðarmálinu voru tekin upp á ný. 

Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis, beindi spurningum til Ásmundar í óundirbúnum fyrirspurnatíma í morgun. „Almenna reglan í stjórnsýslu samkvæmt umboðsmanni Alþingis er að embættismenn skuli ekki koma að endurskoðun eigin verka í eftirliti innan stjórnsýslunnar enda sé slík aðstaða almennt til þess fallin að valda hættu á því að endurskoðunin og eftirlitið fari ekki fram á hlutlægum forsendum og rýra tiltrú aðila máls sem og almennings á því að svo sé,“ sagði Halldóra. „Hvers vegna sagði ráðherra sig ekki frá málinu, jafn viðkvæmu máli og raun ber vitni? Var ráðherra hæfur til þess að taka það fyrir og komast að niðurstöðu? Er þetta til þess fallið að efla traust?“

Í ræðu sinni viðurkenndi Ásmundur að hann hefði sjálfur rætt við ráðuneytisstjóra um málið og beint því til hans að „tryggja að hlutleysis væri gætt“. Þá sagði Ásmundur að Kristín Benediktsdóttir, lögfræðingur og dósent við HÍ – sem Ásmundur kallaði „þennan ágæta lögmann“ – hefði „séð um málið fyrir hönd ráðuneytisins“.

Samkvæmt niðurstöðuskjalinu sem Bragi Guðbrandsson sendi fjölmiðlum í gærkvöldi voru það Anna Lilja Gunnarsdóttir ráðuneytisstjóri og Vilborg Hauksdóttir skrifstofustjóri sem komust að niðurstöðu í endurupptökumálinu fyrir hönd ráðherra. Kemur nafn Kristínar Benediktsdóttur hvergi fyrir. Engu að síður hvatti Ásmundur til þess í ræðustól að Kristín yrði kölluð fyrir velferðarnefnd til að svara fyrir málið.

Halldóra Mogensen gagnrýndi Ásmund Einar og Katrínu Jakobsdóttur harðlega í ræðu sinni í morgun. „Ráðherra barnaverndarmála leyndi velferðarnefnd grundvallarupplýsingum þegar hann var spurður út í þessi mál á sínum tíma. Velferðarráðuneytið klúðraði einföldustu stjórnsýsluatriðum í athugun sinni á þessum alvarlegu árekstrum innan stjórnkerfisins í einum viðkvæmasta málaflokki sem til er,“ sagði hún.

„Við þetta bætist að hæstvirtur forsætisráðherra notaði villandi málflutning þegar hún kynnti fyrirætlun sína um að óháð nefnd myndi fara yfir þessi mál öll á breiðum grunni á sínum tíma. Í ljós kom að velferðarráðuneytið fékk að hafa puttana í rannsókninni og leggja hópnum línurnar um hvað skyldi skoðað. Ekki sérlega óháð, er það?“ Þá sagðist hún vona að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis skoðaði framgöngu ráðherranna gagnvart þinginu í þessu máli sem allra fyrst. „Fyrr er ekki hægt að treysta ráðherra, nú eða ríkisstjórninni yfir höfuð, fyrir heildarendurskoðun þessa málaflokks.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Barnaverndarmál

Barnaníðskæru dagaði uppi fyrir „mjög bagaleg mistök“
FréttirBarnaverndarmál

Barn­aníðs­kæru dag­aði uppi fyr­ir „mjög baga­leg mis­tök“

Al­var­leg mis­tök lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og óvenju­leg af­skipti þá­ver­andi for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu af Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu urðu til þess að kæra barna­vernd­ar­nefnd­ar vegna meintra kyn­ferð­is­brota fékk ekki lög­mæta með­ferð og lá óhreyfð í meira en tvö ár. „Lög­regla beið eft­ir gögn­um frá barna­vernd sem aldrei komu,“ seg­ir í bréfi sem lög­regla sendi rík­is­sak­sókn­ara vegna máls­ins.
Barn talið óhult hjá föður þrátt fyrir sögu um barnaníð
FréttirBarnaverndarmál

Barn tal­ið óhult hjá föð­ur þrátt fyr­ir sögu um barn­aníð

Rann­sókn á meint­um kyn­ferð­is­brot­um föð­ur gegn barni var felld nið­ur án lækn­is­skoð­un­ar og Barna­hússvið­tals, en í kjöl­far­ið komu fram yf­ir­lýs­ing­ar frá kon­um sem segja mann­inn hafa mis­not­að þær í æsku. Dóm­stól­ar telja að „það þjóni hags­mun­um barns­ins að það njóti meiri og sam­felld­ari um­gengni við föð­ur“ og hafa úr­skurð­að um um­gengni án eft­ir­lits.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár