Þessi grein er hluti af ítarlegri umfjöllun um útlendingamál sem birtist í nýjasta tölublaði Stundarinnar. Umfjöllunin er birt í nokkrum hlutum hér á vefnum.
1. Könnuðu ekki heilsufar ungs manns
Útlendingastofnun vísaði manni til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Fullyrti stofnunin í ákvörðun sinni að engin gögn hefðu borist um andlega eða líkamlega heilsu mannsins. Þótt maðurinn segðist vera heilsuveill væri ekki annað að sjá en að hann væri við góða heilsu og því bæri að senda hann úr landi án efnismeðferðar. Kærunefnd útlendingamála fékk læknisfræðileg gögn sem sýndu að maðurinn glímdi við veikindi og þurfti á lyfjum að halda. Í ljós kom að hann hafði ítrekað leitað til göngudeildar sóttvarna hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins áður en Útlendingastofnun tók ákvörðun í máli hans. Stofnunin hafði látið undir höfuð leggjast að kalla eftir gögnum um heilsufar mannsins og byggt á því, þvert á hans …
Athugasemdir