Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Gagnrýnir að barátta gegn kynferðislegu ofbeldi sé sögð pólitískur rétttrúnaður

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, þing­kona Sjálf­stæð­is­flokks­ins, er gátt­uð á því að forneskju­leg­um við­horf­um í garð kvenna sé hamp­að í Morg­un­blað­inu. Slíkt dæmi þá úr leik sem að standi.

Gagnrýnir að barátta gegn kynferðislegu ofbeldi sé sögð pólitískur rétttrúnaður
Hundóánægð með Moggann Áslaug Arna er óánægð með að Morgunblaðið sjái ástæðu til að bergmála úreltar skoðanir þar sem dólgsleg hegðun í garð kvenna er réttlætt. Mynd: xd.is

Þó að dólgsleg hegðun í garð kvenna hafi mögulega verið algeng á árum áður þýðir það ekki að slík hegðun hafi verið eðlileg. Það að vísa til gamalla tíma með þeim rökum að slíkt hafi tíðkast þá réttlætir ekki ofbeldi eða kvenfyrirlitningu. „Það minnir aðeins á þá staðreynd að á þeim tíma stigu brotaþolar ekki fram og sögðu ekki frá brotum eða ósæmilegri hegðun í sinn garð.“

Þetta skrifar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, í kjallaragrein í Morgunblaðinu í dag. Tilefni skrifa Áslaugar Örnu eru birting Staksteina Morgunblaðsins í gær á pistli eftir Halldór Jónsson verkfræðing þar sem hann lýsir því hvernig hann hegðaði sér gagnvart stúlkum á dansæfingum í MR sem ungur maður og setur það í samhengi við nauðgunarásakanir gegn Brett Kavanaugh, dómaraefni Repúblikana í Hæstarétt Bandaríkjanna og karlrembumenningu hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Í pistlinum lýsir Halldór því hvernig hann hafi hegðað við slík tækifæri. Voru lýsingarnar með þeim hætti að Halldór hefði hellt í sig brennivíni, boðið stelpum upp og reynt allt til „að vanga þær og trukka og helst að komast í sleik.“ 

Lýsingarnar vöktu litla hrifningu í gær og lýsti Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra, því meðal annars yfir að honum hefði orðið óglatt við lesturinn þar sem „tveir ógeðslegir gamlir karlar sleikja botninn á mykjuhaugnum, annar með því að halda að það sé sniðugt að skrifa svona, hinn með því að halda að það sé sniðugt að birta svona skrif.“

Áslaug Arna er á sama máli og Benedikt, þó hún taki ekki jafn harkalega til orða. Segir hún í grein sinni að vart sé hægt að trúa því að fólk hafi svo gamaldags viðhorf til samskipta kynjanna sem sjá megi í skrifum Halldórs. Enn meira komi þó á óvart að nokkur sjái tilefni til þess að hampa slíkum viðhorfum. „Sumir reyna að réttlæta ýmiss konar ósæmilega hegðun og ruddaskap með þeim rökum að þetta hafi nú ekki þótt mikið mál hérna einu sinni. Því miður snúast slíkar réttlætingar oftast um forneskjulegt viðhorf til kvenna,“ skrifar Áslaug Arna.

„Að standa gegn kynferðisbrotum hefur heldur ekkert að gera með pólitískan rétttrúnað.“

Áslaug Arna segir að hegðun sem ekki sé í lagi í dag hafi heldur ekki verið í lagi hér áður fyrr. Það hafi ekkert að gera með pólitískan rétttrúnað heldur virðingu fyrir fólki. „Að standa gegn kynferðisbrotum hefur heldur ekkert að gera með pólitískan rétttrúnað. Ég kæri mig lítið um að menn blandi dólgslegri hegðun í garð kvenna inn í umræðu um pólitískan rétttrúnað og saki þá sem ekki hlæja að gömlum groddarasögunum um að hafa tapað sér í rétttrúnaði.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segist notuð sem leppur í Vorstjörnunni, sem lúti sjóræningjastjórn
2
Fréttir

Seg­ist not­uð sem lepp­ur í Vor­stjörn­unni, sem lúti sjó­ræn­ingja­stjórn

Sigrún E. Unn­steins­dótt­ir, stjórn­ar­mað­ur í Vor­stjörn­unni, seg­ir fram­kvæmda­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins fara með raun­veru­lega stjórn fé­lags­ins. Sjálf viti hún ekk­ert hvað fari fram inn­an þess. „Þetta er sjó­ræn­ingja­stjórn,“ seg­ir hún. Vara­formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar flokks­ins seg­ir ekk­ert ann­ar­legt í gangi.
Flytjum fjöll
4
Aðsent

Sigrún Guðmundsdóttir

Flytj­um fjöll

Sterk­ar lík­ur eru á því að heilu fjöll­in verði flutt úr landi í ná­inni fram­tíð, skrif­ar Sigrún Guð­munds­dótt­ir um­hverf­is- og auð­linda­fræð­ing­ur. Hvernig það er gert hef­ur áhrif á þjóð­ar­bú­ið til góðs eða vansa. Mik­il­vægt er að draga veru­lega úr kol­díoxí­ð­los­un. Góð leið til þess í bygg­ingar­iðn­aði, er að þróa, og síð­an nota nýja teg­und sements.
Konur til valda: „Allar hömlur eru að bresta“
6
ÚttektKonur til valda

Kon­ur til valda: „All­ar höml­ur eru að bresta“

For­seti, for­sæt­is­ráð­herra, ut­an­rík­is­ráð­herra, dóms­mála­ráð­herra, fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, at­vinnu­vega­ráð­herra, heil­brigð­is­ráð­herra, for­seti Al­þing­is, um­boðs­mað­ur Al­þing­is, borg­ar­stjóri, bisk­up, rektor, rík­is­lög­mað­ur, rík­is­sak­sókn­ari, rík­is­lög­reglu­stjóri, lög­reglu­stjór­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, land­lækn­ir og um­boðs­mað­ur barna: Kvenna­ár­ið 2025 urðu þau sögu­legu tíð­indi að all­ar þess­ar stöð­ur eru skip­að­ar kon­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár