Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Gagnrýnir að barátta gegn kynferðislegu ofbeldi sé sögð pólitískur rétttrúnaður

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, þing­kona Sjálf­stæð­is­flokks­ins, er gátt­uð á því að forneskju­leg­um við­horf­um í garð kvenna sé hamp­að í Morg­un­blað­inu. Slíkt dæmi þá úr leik sem að standi.

Gagnrýnir að barátta gegn kynferðislegu ofbeldi sé sögð pólitískur rétttrúnaður
Hundóánægð með Moggann Áslaug Arna er óánægð með að Morgunblaðið sjái ástæðu til að bergmála úreltar skoðanir þar sem dólgsleg hegðun í garð kvenna er réttlætt. Mynd: xd.is

Þó að dólgsleg hegðun í garð kvenna hafi mögulega verið algeng á árum áður þýðir það ekki að slík hegðun hafi verið eðlileg. Það að vísa til gamalla tíma með þeim rökum að slíkt hafi tíðkast þá réttlætir ekki ofbeldi eða kvenfyrirlitningu. „Það minnir aðeins á þá staðreynd að á þeim tíma stigu brotaþolar ekki fram og sögðu ekki frá brotum eða ósæmilegri hegðun í sinn garð.“

Þetta skrifar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, í kjallaragrein í Morgunblaðinu í dag. Tilefni skrifa Áslaugar Örnu eru birting Staksteina Morgunblaðsins í gær á pistli eftir Halldór Jónsson verkfræðing þar sem hann lýsir því hvernig hann hegðaði sér gagnvart stúlkum á dansæfingum í MR sem ungur maður og setur það í samhengi við nauðgunarásakanir gegn Brett Kavanaugh, dómaraefni Repúblikana í Hæstarétt Bandaríkjanna og karlrembumenningu hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Í pistlinum lýsir Halldór því hvernig hann hafi hegðað við slík tækifæri. Voru lýsingarnar með þeim hætti að Halldór hefði hellt í sig brennivíni, boðið stelpum upp og reynt allt til „að vanga þær og trukka og helst að komast í sleik.“ 

Lýsingarnar vöktu litla hrifningu í gær og lýsti Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra, því meðal annars yfir að honum hefði orðið óglatt við lesturinn þar sem „tveir ógeðslegir gamlir karlar sleikja botninn á mykjuhaugnum, annar með því að halda að það sé sniðugt að skrifa svona, hinn með því að halda að það sé sniðugt að birta svona skrif.“

Áslaug Arna er á sama máli og Benedikt, þó hún taki ekki jafn harkalega til orða. Segir hún í grein sinni að vart sé hægt að trúa því að fólk hafi svo gamaldags viðhorf til samskipta kynjanna sem sjá megi í skrifum Halldórs. Enn meira komi þó á óvart að nokkur sjái tilefni til þess að hampa slíkum viðhorfum. „Sumir reyna að réttlæta ýmiss konar ósæmilega hegðun og ruddaskap með þeim rökum að þetta hafi nú ekki þótt mikið mál hérna einu sinni. Því miður snúast slíkar réttlætingar oftast um forneskjulegt viðhorf til kvenna,“ skrifar Áslaug Arna.

„Að standa gegn kynferðisbrotum hefur heldur ekkert að gera með pólitískan rétttrúnað.“

Áslaug Arna segir að hegðun sem ekki sé í lagi í dag hafi heldur ekki verið í lagi hér áður fyrr. Það hafi ekkert að gera með pólitískan rétttrúnað heldur virðingu fyrir fólki. „Að standa gegn kynferðisbrotum hefur heldur ekkert að gera með pólitískan rétttrúnað. Ég kæri mig lítið um að menn blandi dólgslegri hegðun í garð kvenna inn í umræðu um pólitískan rétttrúnað og saki þá sem ekki hlæja að gömlum groddarasögunum um að hafa tapað sér í rétttrúnaði.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár