Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Gagnrýnir að barátta gegn kynferðislegu ofbeldi sé sögð pólitískur rétttrúnaður

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, þing­kona Sjálf­stæð­is­flokks­ins, er gátt­uð á því að forneskju­leg­um við­horf­um í garð kvenna sé hamp­að í Morg­un­blað­inu. Slíkt dæmi þá úr leik sem að standi.

Gagnrýnir að barátta gegn kynferðislegu ofbeldi sé sögð pólitískur rétttrúnaður
Hundóánægð með Moggann Áslaug Arna er óánægð með að Morgunblaðið sjái ástæðu til að bergmála úreltar skoðanir þar sem dólgsleg hegðun í garð kvenna er réttlætt. Mynd: xd.is

Þó að dólgsleg hegðun í garð kvenna hafi mögulega verið algeng á árum áður þýðir það ekki að slík hegðun hafi verið eðlileg. Það að vísa til gamalla tíma með þeim rökum að slíkt hafi tíðkast þá réttlætir ekki ofbeldi eða kvenfyrirlitningu. „Það minnir aðeins á þá staðreynd að á þeim tíma stigu brotaþolar ekki fram og sögðu ekki frá brotum eða ósæmilegri hegðun í sinn garð.“

Þetta skrifar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, í kjallaragrein í Morgunblaðinu í dag. Tilefni skrifa Áslaugar Örnu eru birting Staksteina Morgunblaðsins í gær á pistli eftir Halldór Jónsson verkfræðing þar sem hann lýsir því hvernig hann hegðaði sér gagnvart stúlkum á dansæfingum í MR sem ungur maður og setur það í samhengi við nauðgunarásakanir gegn Brett Kavanaugh, dómaraefni Repúblikana í Hæstarétt Bandaríkjanna og karlrembumenningu hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Í pistlinum lýsir Halldór því hvernig hann hafi hegðað við slík tækifæri. Voru lýsingarnar með þeim hætti að Halldór hefði hellt í sig brennivíni, boðið stelpum upp og reynt allt til „að vanga þær og trukka og helst að komast í sleik.“ 

Lýsingarnar vöktu litla hrifningu í gær og lýsti Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra, því meðal annars yfir að honum hefði orðið óglatt við lesturinn þar sem „tveir ógeðslegir gamlir karlar sleikja botninn á mykjuhaugnum, annar með því að halda að það sé sniðugt að skrifa svona, hinn með því að halda að það sé sniðugt að birta svona skrif.“

Áslaug Arna er á sama máli og Benedikt, þó hún taki ekki jafn harkalega til orða. Segir hún í grein sinni að vart sé hægt að trúa því að fólk hafi svo gamaldags viðhorf til samskipta kynjanna sem sjá megi í skrifum Halldórs. Enn meira komi þó á óvart að nokkur sjái tilefni til þess að hampa slíkum viðhorfum. „Sumir reyna að réttlæta ýmiss konar ósæmilega hegðun og ruddaskap með þeim rökum að þetta hafi nú ekki þótt mikið mál hérna einu sinni. Því miður snúast slíkar réttlætingar oftast um forneskjulegt viðhorf til kvenna,“ skrifar Áslaug Arna.

„Að standa gegn kynferðisbrotum hefur heldur ekkert að gera með pólitískan rétttrúnað.“

Áslaug Arna segir að hegðun sem ekki sé í lagi í dag hafi heldur ekki verið í lagi hér áður fyrr. Það hafi ekkert að gera með pólitískan rétttrúnað heldur virðingu fyrir fólki. „Að standa gegn kynferðisbrotum hefur heldur ekkert að gera með pólitískan rétttrúnað. Ég kæri mig lítið um að menn blandi dólgslegri hegðun í garð kvenna inn í umræðu um pólitískan rétttrúnað og saki þá sem ekki hlæja að gömlum groddarasögunum um að hafa tapað sér í rétttrúnaði.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Ríkið kaus að stíga ekki inn í kaupin á ISNIC
5
Viðskipti

Rík­ið kaus að stíga ekki inn í kaup­in á ISNIC

Sjóð­stjóri hjá Stefni seg­ir að samn­ing­ar um kaup sjóðs­ins SÍA IV á meiri­hluta í fé­lag­inu In­ter­net á Ís­landi hf., sem sér um ís­lenska lands­höf­uð­slén­ið og hef­ur greitt rúm­lega einn millj­arð til hlut­hafa sinna frá ár­inu 2011, hafi náðst í sept­em­ber. Rík­is­sjóð­ur hafi svo til­kynnt í des­em­ber að for­kaups­rétt­ur rík­is­ins, sem skrif­að­ur var inn í lög fyr­ir nokkr­um ár­um, yrði ekki nýtt­ur. Verð­ið sem sjóð­ur­inn greið­ir fyr­ir 73 pró­senta hlut í fé­lag­inu fæst ekki upp­gef­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
6
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár