Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Lög um útlendinga aðeins til á íslensku

Ný út­lend­inga­lög tóku gildi 1. janú­ar 2017 en hafa enn ekki ver­ið þýdd. Eldri lög voru til í enskri þýð­ingu. Lög­mað­ur seg­ir af­leitt að þeir sem ekki lesi ís­lensku geti ekki kynnt sér lög sem eigi við um þau.

Lög um útlendinga aðeins til á íslensku
Segir nauðsynlegt að þýða lögin Claudie Ashonie Wilson, héraðsdómslögmaður á Rétti, segir afar bagalegt að lög um útlendinga séu aðeins til á Íslensku. Það sé grundvöllur réttarríkisins að fólk geti nálgast lög sem eigi við um það með aðgengilegum hætti. Mynd: Heiða Helgadóttir

L

ög um útlendinga sem tóku gildi 1. janúar 2017 eru enn sem komið er aðeins til útgefin á íslensku og hafa ekki verið þýdd á ensku eða önnur tungumál. Hið sama gildir um reglugerð um útlendinga sem sett var 29. maí 2017, hana er aðeins hægt að nálgast á íslensku. Lögmaður segir þetta afar bagalegt fyrir útlendinga sem ekki lesi íslensku, grundvöllur réttarríkisins sé að þeir sem lög eiga við um geti nálgast þau sömu lög með aðgengilegum hætti. Þetta þýði þá aukinn kostnað og aukið álag, bæði á útlendingana sjálfa og stofnanir.

Ný lög um útlendinga, númer 80/2016, voru samþykkt 2. júní 2016 og tóku gildi 1. janúar 2017. Lögin hafa enn sem komið er, rúmum tuttugu mánuðum eftir að þau tóku gildi, ekki verið þýdd yfir á ensku. Eldri útlendingalög voru hins vegar til í enskri þýðingu. Á síðu Útlendingastofnunar kemur fram að bæði lög um útlendinga …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár