L
ög um útlendinga sem tóku gildi 1. janúar 2017 eru enn sem komið er aðeins til útgefin á íslensku og hafa ekki verið þýdd á ensku eða önnur tungumál. Hið sama gildir um reglugerð um útlendinga sem sett var 29. maí 2017, hana er aðeins hægt að nálgast á íslensku. Lögmaður segir þetta afar bagalegt fyrir útlendinga sem ekki lesi íslensku, grundvöllur réttarríkisins sé að þeir sem lög eiga við um geti nálgast þau sömu lög með aðgengilegum hætti. Þetta þýði þá aukinn kostnað og aukið álag, bæði á útlendingana sjálfa og stofnanir.
Ný lög um útlendinga, númer 80/2016, voru samþykkt 2. júní 2016 og tóku gildi 1. janúar 2017. Lögin hafa enn sem komið er, rúmum tuttugu mánuðum eftir að þau tóku gildi, ekki verið þýdd yfir á ensku. Eldri útlendingalög voru hins vegar til í enskri þýðingu. Á síðu Útlendingastofnunar kemur fram að bæði lög um útlendinga …
Athugasemdir