Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Misheppnaðar fjárfestingar í samkeppnisrekstri skýri vanda Íslandspósts

Ís­land­s­póst­ur fær 500 millj­óna fyr­ir­greiðslu frá rík­inu. Póst- og fjar­skipta­stofn­un taldi ekki hægt að rekja rekstr­ar­vand­ann til al­þjón­ustu­skyld­unn­ar og Fé­lag at­vinnu­rek­enda gagn­rýn­ir að Ís­land­s­póst­ur nýti fjár­magn sem stafi frá einka­rétt­ar­var­inni starf­semi til nið­ur­greiðslu sam­keppn­is­rekstr­ar.

Misheppnaðar fjárfestingar í samkeppnisrekstri skýri vanda Íslandspósts

Fjármálaráðuneytið staðfesti í fréttatilkynningu á föstudag að ríkið ætli, með fyrirvara um heimild í fjáraukalögum, að lána Íslandspósti 500 milljónir króna til allt að 12 mánaða vegna lausafjárvanda fyrirtækisins. Stundin greindi frá fyrirhugaðri lántöku á miðvikudag.

Í fréttatilkynningu ráðuneytisins er rekstrarvandi Íslandspósts rakinn sérstaklega til fækkunar bréfa og lántakan sögð þjóna þeim tilgangi að tryggja möguleika fyrirtækisins til að standa undir svokallaðri alþjónustuskyldu. 

Fyrr á þessu ári gerði Póst- og fjarskiptastofnun sérstaka athugasemd við ummæli í tilkynningu frá Íslandspósti þar sem rekstrarvandi fyrirtækisins var rakinn til alþjónustuskyldunnar.

Bent var á að Íslandspósti hefði verið bætt upp, í gegnum gjaldskrá félagsins innan einkaréttar, allur sá viðbótarkostnaður sem alþjónustuskyldan hefði í för með sér. „Að mati PFS eru því möguleg vandamál í tengslum við afkomu fyrirtækisins ekki tilkomin vegna þeirra skyldna sem hvílt hafa á fyrirtækinu vegna alþjónustu á undanförnum árum,“ segir í ákvörðuninni sem var birt 18. janúar 2018, skömmu eftir að stjórnendur Íslandspósts tilkynntu um fækkun dreifingardaga bréfa.

Í nýlegu hálfsársuppgjöri Íslandspósts kom fram að fyrirtækið hefði tapað 161,2 milljónum á fyrri helmingi ársins og áætlað væri að tekjur fyrirtækisins drægjust saman um hátt í 400 milljónir árið 2018 vegna fækkunar bréfsendinga. Var fullyrt að ófjár­magn­aður kostn­aður vegna alþjón­ustu Íslandspósts yrði 700 milljónir á þessu ári. „Íslandspóstur þarf á fjármagni að halda til að viðhalda rekstrarfjármunum sem og til að styrkja lausafjárstöðu félagsins. Þrátt fyrir aukna lántöku undanfarin ár er þörf á meira lausafé, allt að 500 m.kr., til að standa undir skuldbindingum næstu mánuðina og fyrirsjáanlegum taprekstri á yfirstandandi ári, m.a. vegna mikillar fækkunar bréfa, og hefur félagið leitað til ríkisins um fyrirgreiðslu vegna þess,“ segir í tilkynningunni sem fjármálaráðuneytið birti í gær.

Samkeppnisrekstur Íslandspósts borinn 
uppi af tekjum frá einkaréttarstarfsemi

Íslandspóstur, sem er að fullu í eigu ríkisins, hefur sætt harðri gagnrýni undanfarin ár vegna umsvifa fyrirtækisins á samkeppnismörkuðum. Hefur til að mynda Félag atvinnurekenda gagnrýnt að Íslandspóstur nýti fjármagn sem stafar frá einkaréttarvarinni starfsemi til niðurgreiðslu samkeppnisrekstrar. 

Ólafur Stephensenframkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda

„Tap Íslandspósts er að okkar mati að langmestu leyti tilkomið vegna misráðinna fjárfestinga í samkeppnisrekstri, sem hefur ekkert með grunnhlutverk fyrirtækisins að gera að tryggja almenningi póstþjónustu,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, í samtali við Stundina.

Í greiningu sem Fjárstoð ehf. vann á fyrirliggjandi gögnum um rekstur Íslandspósts árið 2016 kom fram að að samkeppnisrekstri Íslandspósts væri haldið á floti með aðgangi að fjármagni og eigin fé sem rekja mætti til rekstrar sem félli undir einkarétt.

„Afkoma og reikningar dótturfélaga bera það með sér að rekstur þeirra hefur verið fjármagnaður af móðurfélaginu á sama tíma og samkeppnisrekstur innan móðurfélagsins er rekinn með umtalsverðu tapi,“ segir í minnisblaði Fjárstoðar, en greiningin var unnin fyrir Póstmarkaðinn ehf., samkeppnisaðila Íslandspósts, og Félag atvinnurekenda. „Það er því ljóst að fjármögnun samkeppnisrekstrar, hvort heldur er innan eða utan móðurfélagsins, kemur í raun frá starfsemi í einkarétti eða verið er að ganga á eigið fé ÍSP, sem byggt hefur verið upp af þeirri starfsemi í gegnum tíðina. Draga má í efa að það samræmist 16. gr. laga 19/2002 um póstþjónustu.“

„Það er því ljóst að fjármögnun samkeppnisrekstrar, hvort heldur er innan eða utan móðurfélagsins, kemur í raun frá starfsemi í einkarétti“

Ólafur Stephensen bendir á að lántakan sé háð heimild í fjáraukalögum. Nú gefist fjárlaganefnd gott tækifæri til að fá ýmsar upplýsingar um rekstur fyrirtækisins upp á yfirborðið. 

Ísland er eina landið á Evrópska efnahagssvæðinu þar sem einkaréttur á póstþjónustu hefur ekki verið felldur niður. Í fyrirliggjandi frumvarpsdrögum Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, er lagt til að einkaréttur ríkisins verði afnuminn og alpóstþjónusta veitt á markaðslegum forsendum í samræmi við þriðju pósttilskipun Evrópusambandsins.

Neituðu að svara spurningum um meðferð fjármuna

Félag atvinnurekenda sendi stjórn Íslandspósts ítarlegt erindi í nóvember 2017 og gerði athugasemdir við viðskiptahætti fyrirtækisins. Þá óskaði félagið eftir gögnum um reksturinn, svo sem yfirliti yfir raunafkomu mismunandi rekstrarþátta. Stjórn Íslandspósts varð ekki við upplýsingabeiðninni en svaraði erindinu með stuttu bréfi þar sem fram kom að farið hefði verið yfir málið með lögmanni fyrirtækisins, stjórnin teldi ekkert hæft í „ávirðingunum“ og lýsti yfir „fullum stuðningi við forstjóra og framkvæmdastjórn Íslandspósts“. 

 „Okkur finnst með nokkrum ólíkindum að pólitískt skipuð stjórn fyrirtækis í eigu skattgreiðenda, sem meðal annars er skipuð aðstoðarmanni fjármálaráðherra, neiti að svara málefnalegum spurningum um meðferð fjármuna almennings og samkeppnishætti fyrirtækisins,“ segir Ólafur Stephensen.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Domino's-þjóðin Íslendingar
5
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár