Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Útlendingum var vísað burt á ólögmætum grundvelli

Ákvæði í reglu­gerð Sig­ríð­ar And­er­sen og beit­ing Út­lend­inga­stofn­un­ar á þeim skorti laga­stoð að mati kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála sem felldi því fjöl­marg­ar ákvarð­an­ir stofn­un­ar­inn­ar úr gildi í fyrra. Í mörg­um til­vik­um hafði fólk­inu sem brot­ið var gegn þeg­ar ver­ið vís­að úr landi.

Útlendingum var vísað burt á ólögmætum grundvelli
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra Mynd: Pressphotos.biz / Skjáskot af RÚV

Kærunefnd útlendingamála taldi ákvæði í reglugerð Sigríðar Andersen um sérstaka málsmeðferð hælisleitenda frá öruggum ríkjum og beitingu Útlendingastofnunar á þeim skorta lagastoð og felldi því fjölmargar ákvarðanir Útlendingastofnunar úr gildi í fyrra.

Alls gerði kærunefndin Útlendingastofnun afturreka með 57 prósent slíkra mála árið 2017, ýmist að hluta eða fullu. Í flestum tilvikum höfðu hælisleitendurnir þegar verið fluttir úr landi þegar kærunefndin komst að niðurstöðu um að Útlendingastofnun hefði brotið á þeim.

Óafturkræfar afleiðingar

Í 49. gr. breytingarreglugerðar um útlendinga sem Sigríður Andersen setti þann 30. ágúst 2017 er fjallað um réttaráhrif þess þegar „bersýnilega tilhæfulausri“ hælisumsókn er synjað. „Hafi umsókn verið synjað á þeim grundvelli að hún sé bersýnilega tilhæfulaus skal útlendingi almennt brottvísað og ákvarðað endurkomubann án þess að veittur sé frestur til sjálfviljugrar heim­farar,“ segir í ákvæðinu.

Að mati kærunefndar útlendingamála hefur löggjafinn aldrei falið ráðherra vald til að setja reglur sem þessar, reglur sem takmarka „það skyldubundna mat sem löggjafinn hefur falið kærunefnd og Útlendingastofnun við beitingu heimildar til að fella niður frest til umsækjenda um alþjóðlega vernd og brottvísa þeim samhliða ákvörðun um synjun umsóknar“. Fyrir vikið hefur kærunefndin ekki beygt sig undir ákvæðið við mat á því hvort vísa beri útlendingum á brott. Beiting Útlendingastofnunar á ákvæðinu kann hins vegar að hafa haft óafturkræfar afleiðingar fyrir fólk sem var þannig vísað úr landi á ólögmætum grundvelli. 

Ráðuneytið reyndi að kippa andmælaréttinum úr sambandi

Kærunefndin felldi úr gildi ákvarðanir Útlendingastofnunar þar sem brotið var gegn andmælarétti hælisleitenda og rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Í einu málinu hafði maður frá öruggu upprunaríki beðið um frest til að skila viðbótarupplýsingum frá heimaríki sínu en fengið þau svör frá Útlendingastofnun, í anda 47. gr. hinnar nýju reglugerðar, að slíkt yrði hann að gera strax á staðnum. Bendir kærunefnd útlendingamála á að í íslenskum rétti sé heimild til að óska eftir frestun órjúfanlegur þáttur í andmælarétti aðila, enda ekki hægt að líta svo á að rétturinn sé raunhæfur og virkur nema fólk fái ráðrúm til að undirbúa mál sitt.

„Kærunefnd telur því að málsmeðferð Útlendingastofnunar í máli kæranda hafi verið í andstöðu við 18. gr. stjórnsýslulaga. Í því sambandi telur kærunefnd rétt að árétta að ákvæði 47. gr. reglugerðar um útlendinga nr. 540/2017 geta ekki vikið til hliðar ákvæðum stjórnsýslulaga um andmælarétt aðila máls,“ segir í úrskurði kærunefndarinnar. Fram kemur að „verulegir og alvarlegir annmarkar“ hafi verið á meðferð málsins hjá Útlendingastofnun sem kunni að hafa „leitt til óafturkræfra réttarspjalla fyrir kæranda sem er ekki lengur hér á landi“.

Stórum hluta ákvarðana snúið við

Kærunefndin snýr úrskurðum viðHjörtur Bragi Sverrisson er formaður kærunefndar útlendingamála.

Samkvæmt upplýsingum sem Stundin fékk hjá kærunefnd útlendingamála felldi nefndin úr gildi, að hluta eða fullu, alls 39 prósent allra ákvarðana Útlendingastofnunar sem rötuðu á hennar borð árið 2017. Það sem af er 2018 hefur svo Útlendingastofnun verið gerð afturreka með 36 prósent þeirra mála sem kærð hafa verið. 

Niðurstaða efnismeðferðar Útlendingastofnunar í málum fólks sem ekki kemur frá öruggum upprunaríkjum var að fullu staðfest í 46 prósentum tilvika það sem af er þessu ári. Í fyrra var staðfestingarhlutfallið hins vegar 73 prósent. Í Dyflinnarmálum er staðfestingarhlutfallið 72 prósent það sem af er ári en var 79 prósent í fyrra. Staðfestingarhlutfall í málum fólks frá öruggum upprunaríkjum hefur hins vegar hækkað úr 43 prósentum í 60 prósent. Þar var hlutfallið jafn lágt og raun ber vitni í fyrra vegna tregðu Útlendingastofnunar til að beygja sig undir túlkun kærunefndarinnar á útlendingalögum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár