Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Útgjaldaaukningin til spítalareksturs miklu minni heldur en Landspítalinn hefur metið nauðsynlega

Mik­il upp­bygg­ing framund­an í heil­brigð­is­mál­um en yf­ir­lýstri fjár­þörf Land­spít­al­ans ekki mætt.

Útgjaldaaukningin til spítalareksturs miklu minni heldur en Landspítalinn hefur metið nauðsynlega

Útgjöld vegna reksturs Landspítalans samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2019 verða miklu lægri heldur en stjórnendur spítalans hafa lýst yfir að þurfi til að tryggja rekstrargrundvöll spítalans og bregðast við uppsöfnuðum vanda undanfarinna ára. 

Landspítalinn fær viðbótarfjárveitingu vegna reiknaðs raunvaxtar í veittri þjónustu upp á 1,1 milljarð. Rekstrarumfang fjármagnað með sértekjum hækkar um 638,8 milljónir og 840 milljóna fjárveiting vegna biðlistaaðgerða verður gerð varanleg. 250 milljónum verður bætt inn til að styrkja mönnun og bæta framleiðni og 200 milljónum til að efla göngudeildarþjónustu. Á móti kemur útgjaldalækkun um 335,5 milljónir króna „í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um aðhald í útgjöldum ríkissjóðs“. 

Alls eru Landspítalanum ætluð rekstrarframlög upp á 69 milljarða árið 2019, rúmlega 4,6 milljörðum meira en í fyrra. Ofan á þetta bætist óskipt framlag ríkissjóðs til reksturs sjúkrahúsa, það er Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri, upp á 2,3 milljarða, 100 milljónum hærra en samkvæmt fjárlögum yfirstandandi árs. 

Stjórnendur spítalans töldu 5,4
milljarða viðbót „algjört lágmark“

Þegar stjórnendur Landspítalans veittu umsögn um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í fyrra mátu þeir fjárþörf spítalans og komust að þeirri niðurstöðu að auka þyrfti rekstrarframlög um minnst 10 milljarða króna árið 2019 til að tryggja rekstrargrundvöllinn og mæta þeim áskorunum sem framundan eru. Slík viðbót væri nauðsynleg til styrkja mönnun, göngudeildir og vísindastarfsemi, stytta bið eftir þjónustu og bregðast við ábendingum eftirlitsaðila um það sem betur mætti fara í starfsemi spítalans. 

Fram kom að af þessum 10 milljörðum væru 5,4 milljarðar „algjört lágmark til að mæta fjárþörf í núverandi rekstri, halda í við eftirspurnaraukningu til ársins 2019, styrkja vísindastarf (sem lið í að tryggja mönnun) og bregðast við ábendingum eftirlitsaðila um gæða- og öryggismál“. Ljóst er að fyrirhuguð útgjaldaaukning ríkisstjórnarinnar vegna spítalareksturs á næsta ári mun ekki dekka þessa fjárþörf. 

Alls var viðbótarfjárþörf vegna reksturs, tækjakaupa og fjárfestinga í núverandi húsnæði spítalans – það er þegar litið er fram hjá kostnaði vegna framkvæmda og byggingar nýs sjúkrahúss á Landspítalalóðinni – metin á samtals 12,5 milljarða miðað við fjárlög yfirstandandi árs.

Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2019 mun heildarútgjaldaaukningin til Landspítalans ekki einu sinni ná helmingnum af þessari upphæð. 

Talsverð útgjaldaaukning og uppbygging framundan

Ýmiss konar uppbygging er þó framundan á sviði heilbrigðismála. Munu framlög til málaflokksins aukast um alls 12,6 milljarða króna að frátöldum launa- og verðlagshækkunum.

Gert er ráð fyrir auknum framlögum upp á 4,5 milljarða til að hraða uppbyggingnu Landspítalans við Hringbraut. Framkvæmdir við nýjan meðferðarkjarna sjúkrahússins hefjast í haust og fullnaðarhönnun rannsóknahúss á næsta ári. Þá verður nýtt sjúkrahótel tekið í notkun en árlegur rekstrarkostnaður þess er áætlaður rúmar 400 milljónir.  

Geðheilbrigðisþjónusta á landsvísu innan heilsugæslunnar verður efld með 650 milljóna króna framlagi til að fjölga geðheilsuteymum og fjölga stöðugildum sálfræðinga. Framlög til heilsugæsluþjónustu aukast um 200 milljónir og framlög til heimahjúkrunar um 100 milljónir. Þá verður 70 milljónum varið í skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Dregið verður úr greiðsluþátttöku sjúklinga með 400 milljóna viðbótarframlagi auk þess sem 500 milljónir króna bætast við vegna nýs rammasamnings um tannlækningar aldraðra og öryrkja. 

Í fjárlögum þessa árs voru veittar 400 milljónir króna til að styrkja rekstrargrundvöll heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2019 er miðað við að rekstrargrundvöllur þeirra verði styrktur varanlega með föstu framlagi sem þessu nemur. Þá munu framlög til framkvæmdaáætlunar um uppbyggingu hjúkrunarrýma aukast um 440 milljónir króna og 100 milljónum króna verður varið til að fjölga dagdvalarrýmum.

Aukin framlög til reksturs til að mæta fjölgun hjúkrunarrýma eru áætluð rúmur einn milljarður króna en tekin verða í notkun 99 hjúkrunarrými við Sléttuveg í Reykjavík og 40 rými á nýju heimili á Seltjarnarnesi.

Þriggja ára átaksverkefni um styttingu biðlista vegna tiltekinna aðgerða lýkur á þessu ári. Árleg framlög vegna þess hafa verið 840 milljónir króna. Með fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að fjárhæð sem þessu nemur verði framvegis fastur liður á fjárlögum, þannig að aukning fjármuna til að vinna á löngum biðlistum sé varanleg.

Framlög til innleiðingar nýrra S-merktra lyfja verða aukin um 200 milljónir króna. Þá verður 50 milljónum króna varið til að koma á fót neyslurými í Reykjavík fyrir einstaklinga sem nota vímuefni í æð þar sem þeir geta átt skjól og aðgang að hreinum nálaskiptabúnaði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjárframlög til Landspítalans

Ráðherra vill að Landspítalinn hagræði meira - Spítalinn leiðréttir fullyrðingar um „stóraukin útgjöld“
Fréttir

Ráð­herra vill að Land­spít­al­inn hag­ræði meira - Spít­al­inn leið­rétt­ir full­yrð­ing­ar um „stór­auk­in út­gjöld“

Að sögn Land­spít­al­ans not­að­ist Þor­steinn Víg­lunds­son fé­lags­mála­ráð­herra við rang­ar töl­ur í við­tali við Morg­un­blað­ið, þar sem hann lýsti stór­aukn­um fjár­fram­lög­um til spít­al­ans. Ráð­herr­ann seg­ir að gera verði kröf­ur til stjórn­enda spít­al­ans, eins og stjórn­mála­manna, og seg­ir þá þurfa að hagræða.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár