Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ráðherra svarar engu um rangfærslur sínar

Þor­steinn Víg­lunds­son, fé­lags­mála­ráð­herra, var stað­inn að því að ýkja veru­lega raunút­gjöld til Land­spít­al­ans. Hann svar­ar engu um mál­ið og hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar á fram­göngu sinni gagn­vart stjórn­end­um spít­al­ans sem hann sak­aði um „talna­leik­fimi“.

Ráðherra svarar engu um rangfærslur sínar

Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra, vill ekki útskýra rangfærslur sínar um fjármál Landspítalans né biðjast afsökunar á framgöngu sinni gagnvart stjórnendum stofnunarinnar.

Þorsteinn var staðinn að því í lok apríl og byrjun maí að hafa sett fram rangar tölur um útgjöld til Landspítalans í viðtali við Morgunblaðið og ýkt verulega fjárframlög hins opinbera til málaflokksins. Þegar stjórnendur gerðu athugasemdir við málflutning ráðherra sakaði hann þá um „talnaleikfimi“. 

Stundin hefur tvívegis sent ráðherra og aðstoðarmönnum hans fyrirspurn, óskað eftir skýringum og spurt hvort Þorsteinn ætli að biðjast afsökunar á því að hafa sett fram rangfærslur um fjármál spítalans. Engin svör hafa borist. 

Graf ÞorsteinsLandspítalinn kannast ekki við tölurnar sem Þorsteinn Víglundsson vísaði á í Morgunblaðinu.

Þorsteinn steig fram í viðtali við Morgunblaðið þann 27. apríl, gagnrýndi stjórnendur Landspítalans og fullyrti að búið væri að endurreisa fjármögnun spítalans úr lægð eftirhrunsáranna. „Það hef­ur orðið veru­leg aukn­ing á raunút­gjöld­um til LSH á und­an­förn­um árum og stefnt er að því að svo verði áfram,“ sagði Þorsteinn.

Viðtalinu fylgdi línurit sem byggði á tölum frá ráðherra sjálfum. Vitnaði Þorsteinn sérstaklega til línuritsins og til eigin „úttektar og áætlana“ og notaði sem rökstuðning fyrir því að raunútgjöld til Landspítalans hefðu verið stóraukin á undanförnum árum.

Í kjölfar viðtalsins birti Landspítalinn athugasemdir vegna staðhæfinga Þorsteins. Þar sagði meðal annars: „Landspítali kannast ekki við þær tölur sem lagðar eru til grundvallar greiningu ráðherra fyrir árin 2016 og 2017. Hin meinta hækkun ríkisframlags til Landspítala frá árinu 2015 hefur ekki átt sér stað.“ 

Í svari ráðherrans á Facebook við athugasemdum Landspítalans viðurkenndi Þorsteinn að línurit sitt hefði ekki sýnt raunútgjöld til LSH, eins og fullyrt var í Morgunblaðinu, heldur heildarútgjöld Landspítalans. „Spítalinn hefur gert athugasemd við þessa framsetningu mína og segist ekki kannast við þessar tölur, hvorki á undanförnum árum né í áætlunum. Tölur áranna 2006 til 2016 eru fengnar úr ársreikningum Landspítalans sjálfs og er þar horft til heildarútgjalda en ekki ríkisframlags eins og sér, skrifaði hann.

Eins og bent var á í pistli Gunnars Jörgens Viggóssonar á Stundinni þann 5. maí síðastliðinn standast tölur ráðherra ekki jafnvel þótt skýringar hans séu teknar gildar og horft sé til heildarútgjalda Landspítalans. Línuritið ýkir verulega aukninguna á fjárútlátum Landspítalans í seinni tíð og sýnir t.d. um 20% aukningu milli áranna 2015 og 2017 þótt raunveruleg útgjaldaaukning Landspítalans sé nær 10% núvirt með vísitölu neysluverðs og 12,5% þegar kostnaði vegna byggingar nýs Landspítala er bætt við. 

Stjórnendur Landspítalans hafa gagnrýnt harðlega fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og varað við vanfjármögnun heilbrigðiskerfisins. Þegar rætt var um fjármálaáætlunina á Alþingi þann 24. maí sagði Nichole Leigh Mosty, formaður velferðarnefndar Alþingis, forstjóra Landspítalans stunda „pólitíska baráttu“ og kallaði eftir því að sett yrði stjórn yfir Landspítalann svo forstjórinn hætti að „betla pening“ af fjárveitingarvaldinu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjárframlög til Landspítalans

Ráðherra vill að Landspítalinn hagræði meira - Spítalinn leiðréttir fullyrðingar um „stóraukin útgjöld“
Fréttir

Ráð­herra vill að Land­spít­al­inn hag­ræði meira - Spít­al­inn leið­rétt­ir full­yrð­ing­ar um „stór­auk­in út­gjöld“

Að sögn Land­spít­al­ans not­að­ist Þor­steinn Víg­lunds­son fé­lags­mála­ráð­herra við rang­ar töl­ur í við­tali við Morg­un­blað­ið, þar sem hann lýsti stór­aukn­um fjár­fram­lög­um til spít­al­ans. Ráð­herr­ann seg­ir að gera verði kröf­ur til stjórn­enda spít­al­ans, eins og stjórn­mála­manna, og seg­ir þá þurfa að hagræða.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár